Ætla að auka verðmætasköpun og hagsæld með nýrri stefnu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 20. febrúar 2021 19:32 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir nýsköpunararáðherra og Ásta Kristín Sigurjónsdóttir ritstjóri nýrrar skýrslu um svokallað klasastefnu sem hefur að markmiði að auka hagsæld. Vísir Nýsköpunarráðherra kynnir skýrslu á Alþingi í næstu viku sem felur í sér aðgerðir til að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í atvinnulífinu. Fjölmargir hafa komið að mótun stefnunnar segir verkefnastýra. Stefnan geti skapað ný og spennandi tækifæri fyrir atvinnulífið í landinu. Hin nýja stefna var unnin á grundvelli þingsályktunar þar sem ríkisstjórninni var falið að skipa starfshóp sem fengi það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastýra Íslenska ferðaklasans hefur leitt vinnu við gerð stefnunnar. Hún segir að með þessu séu stjórnvöld búin að leggja ákveðinn jarðveg fyrir samstarf stjórnvalda, háskóla, frumkvöðla, fjármagnseigendur og atvinnulífið með það að markmiði að vinna að nýjum lausnum og nýsköpun í landinu. „Stefnan skýrir svolítið hlutverk stjórnvalda þegar kemur að klasamstarfi og leggur grunn að öflugri markvissri og viðspyrnu efnahagslífsins. Það er gríðarlega mikilvægt að stefnan komi fram núna þegar við þurfum að hraða þróun og breytingar vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ásta. Markmið stefnunnar sé að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í landinu. „Þarna er t.d. leiðarvísir um hvernig hægt er að brjóta við niður sýnilega og ósýnilega múra milli hinna ýmsu greina þjóðfélagsins. Þannig að við getum unnið hraðar að breytingum, hagsæld og verðmætasköpun,“ segir Ásta. Hún segir að markmiðið sé að vinna líka með þeim atvinnugreinum í landinu sem eru þegar til staðar. „Þarna eru lagðar til ákveðnar leiðir um hvernig við vinnum betur með atvinnugreinum sem eru að vinna með óafturkræfar auðlindir t.d. eins og sjávarútvegurinn, ferðaþjónustan og orkugeirinn,“ segir Ásta. Í skýrslunni kemur fram að framtíðarsýn klasastefnu fyrir árið 2030 sé að Ísland verði meðal fremstu þjóða heims hvað varðar sjálfbæra atvinnuuppbyggingu, samkeppnishæfni og almenna hagsæld, samkvæmt öllum helstu mælikvörðum. Ásta segir stefnuna fela í sér gríðarmörg tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Fyrirtækin eru þegar byrjuð að spretta uppúr þessum jarðvegi. Það sem þeim hefur skort hingað til er að stjórnvöld styðji við þau og með þessari nýju stefnu er komin leiðarvísir að því,“ segir Ásta. Hún segir að til að þetta verði að veruleika sé mikilvægt að forgangsraða í þágu hagsmuna allra sem koma að samstarfi. Þá þurfi samstarfið að snúast um að tengja saman þekkingu, hæfni tækni og tengsl í þágu nýsköpunar og samkeppnishæfni.Nauðsynlegt sé að stjórnvöld komi að slíkri vinnu. „Það er gríðarlegur áhugi á að stofna stafrænan ofurklasa vonandi kemst það sem fyrst á koppinn. Síðan hafa áform um líf-og heilbrigðisklasa aldrei verið meiri. Þá eru ótrúlega mikil tækifæri í kringum hönnun og skapandi greinarm,“ segir Ásta. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar-og nýsköpunarráðherra kynnir stefnuna á Alþingi í næstu viku og þá fara fram umræður um hana. Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Samkeppnismál Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira
Hin nýja stefna var unnin á grundvelli þingsályktunar þar sem ríkisstjórninni var falið að skipa starfshóp sem fengi það hlutverk að móta opinbera klasastefnu. Ásta Kristín Sigurjónsdóttir framkvæmdastýra Íslenska ferðaklasans hefur leitt vinnu við gerð stefnunnar. Hún segir að með þessu séu stjórnvöld búin að leggja ákveðinn jarðveg fyrir samstarf stjórnvalda, háskóla, frumkvöðla, fjármagnseigendur og atvinnulífið með það að markmiði að vinna að nýjum lausnum og nýsköpun í landinu. „Stefnan skýrir svolítið hlutverk stjórnvalda þegar kemur að klasamstarfi og leggur grunn að öflugri markvissri og viðspyrnu efnahagslífsins. Það er gríðarlega mikilvægt að stefnan komi fram núna þegar við þurfum að hraða þróun og breytingar vegna áhrifa af kórónuveirufaraldrinum,“ segir Ásta. Markmið stefnunnar sé að bæta samkeppnishæfni og auka verðmætasköpun í landinu. „Þarna er t.d. leiðarvísir um hvernig hægt er að brjóta við niður sýnilega og ósýnilega múra milli hinna ýmsu greina þjóðfélagsins. Þannig að við getum unnið hraðar að breytingum, hagsæld og verðmætasköpun,“ segir Ásta. Hún segir að markmiðið sé að vinna líka með þeim atvinnugreinum í landinu sem eru þegar til staðar. „Þarna eru lagðar til ákveðnar leiðir um hvernig við vinnum betur með atvinnugreinum sem eru að vinna með óafturkræfar auðlindir t.d. eins og sjávarútvegurinn, ferðaþjónustan og orkugeirinn,“ segir Ásta. Í skýrslunni kemur fram að framtíðarsýn klasastefnu fyrir árið 2030 sé að Ísland verði meðal fremstu þjóða heims hvað varðar sjálfbæra atvinnuuppbyggingu, samkeppnishæfni og almenna hagsæld, samkvæmt öllum helstu mælikvörðum. Ásta segir stefnuna fela í sér gríðarmörg tækifæri fyrir íslenskt atvinnulíf. „Fyrirtækin eru þegar byrjuð að spretta uppúr þessum jarðvegi. Það sem þeim hefur skort hingað til er að stjórnvöld styðji við þau og með þessari nýju stefnu er komin leiðarvísir að því,“ segir Ásta. Hún segir að til að þetta verði að veruleika sé mikilvægt að forgangsraða í þágu hagsmuna allra sem koma að samstarfi. Þá þurfi samstarfið að snúast um að tengja saman þekkingu, hæfni tækni og tengsl í þágu nýsköpunar og samkeppnishæfni.Nauðsynlegt sé að stjórnvöld komi að slíkri vinnu. „Það er gríðarlegur áhugi á að stofna stafrænan ofurklasa vonandi kemst það sem fyrst á koppinn. Síðan hafa áform um líf-og heilbrigðisklasa aldrei verið meiri. Þá eru ótrúlega mikil tækifæri í kringum hönnun og skapandi greinarm,“ segir Ásta. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ferðamála, iðnaðar-og nýsköpunarráðherra kynnir stefnuna á Alþingi í næstu viku og þá fara fram umræður um hana.
Alþingi Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Vinnumarkaður Samkeppnismál Nýsköpun Stafræn þróun Mest lesið Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs Innlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent Eldur í íbúð við Snorrabraut Innlent Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Erlent Fleiri fréttir Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn „Þessar fréttir ollu mér og fleirum vanlíðan“ Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Sjá meira