Segir Armie Hammer hafa „merkt sig“ og dreift nektarmyndum í óleyfi Sylvía Hall skrifar 21. febrúar 2021 20:03 Armie Hammer. Getty/Patrick McMullan Áhrifavaldurinn og háskólaneminn Paige Lorenze segir leikarann Armie Hammer hafa rist upphafsstaf sinn við lífbein hennar og síðar sleikt blóðið í burtu. Lorenze, sem var kærasta Hammer undir lok síðasta árs, hefur áður greint frá því að hann hafi dreift nektarmyndum af henni án hennar leyfis. Styr hefur staðið um leikarann í ár eftir að skjáskot af skilaboðum frá honum fóru í dreifingu á netinu. Skilaboðin áttu að hafa verið send á konur sem hann var ýmist að hitta eða í samskiptum við, og sagðist hann þar vilja „drekka úr þeim blóðið“ og kvaðst vera mannæta. Þá sagðist hann eiga konurnar. ⚠️⚠️⚠️⚠️⚠️ pic.twitter.com/IjsCA2T06H— TIMES UP🖤 (@timesupmetooAH) January 29, 2021 Í kjölfarið steig kona fram sem átti í ástarsambandi við leikarann á meðan hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers. Sagði hún leikarann hafa haldið við margar konur á sama tíma, sagt þeim að hann væri ástfanginn af þeim og beðið þær um að bíða þar til skilnaður hans og Chambers færi í gegn. Með tímanum hefði hegðun hans orðið ofbeldsfyllri og hann farið að tala um hluti á borð við mannát, blóðdrykkju og fleira í þeim dúr. Hann hafi litið svo á að konurnar væru eign hans. Hefði átt að vita að henni þætti þetta óþægilegt Lorenze, sem er 23 ára gömul, sagði í viðtali við Dr. Oz að Hammer hefði rist upphafsstafinn á líkama hennar á meðan hún var bundin. Hann hafi spurt hana um leyfi, en hófst handa við að rista stafinn áður en hún fékk færi á að svara. View this post on Instagram A post shared by P (@paigelorenze) Benti hún á aldursmuninn þeirra á milli, sem er tólf ár, og sagði hann hafa verið í augljósri valdastöðu gagnvart henni. Hún hafi viljað gera honum til geðs á þessum tíma og hann hefði mátt vita að henni þætti þetta óþægilegt. Lorenze greindi sjálf frá því á Twitter í janúar að Hammer væri að deila nektarmyndum af henni án hennar vitundar. Hún hefði aldrei gefið honum leyfi til, enda vissi hún ekki af myndunum, og frétti af dreifingunni í gegnum þriðja aðila. AH sharing photos of me I didn’t even know existed with people online, without my permission or knowledge. Disgusting, violating and quite frankly unacceptable. pic.twitter.com/CTaIrvHfJr— Paige Lorenze (@paigelorenze) January 24, 2021 „AH að deila myndum af mér sem ég vissi ekki að væru til með fólki á netinu, án míns leyfis eða vitundar. Ógeðslegt, meiðandi og í raun óásættanlegt,“ skrifaði Lorenze. Þá hefur hún áður sagt leikarann hafa geymt gínur í kjallaranum sínum þar sem hann æfði sig í því að binda hnúta og hann hafi verið með þráhyggju fyrir „kjöti, beinum og æðum“. Hammer hefur ekki enn tjáð sig um ásakanir Lorenze, en hvað varðar upphaflegu skjáskotin sagðist hann ekki ætla að tjá sig um „fáránlegar fullyrðingar“ og árásir gagnvart persónu sinni. Sagðist hann sjálfur hafa sagt sig frá verkefnum vegna málsins. Hollywood MeToo Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira
Styr hefur staðið um leikarann í ár eftir að skjáskot af skilaboðum frá honum fóru í dreifingu á netinu. Skilaboðin áttu að hafa verið send á konur sem hann var ýmist að hitta eða í samskiptum við, og sagðist hann þar vilja „drekka úr þeim blóðið“ og kvaðst vera mannæta. Þá sagðist hann eiga konurnar. ⚠️⚠️⚠️⚠️⚠️ pic.twitter.com/IjsCA2T06H— TIMES UP🖤 (@timesupmetooAH) January 29, 2021 Í kjölfarið steig kona fram sem átti í ástarsambandi við leikarann á meðan hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers. Sagði hún leikarann hafa haldið við margar konur á sama tíma, sagt þeim að hann væri ástfanginn af þeim og beðið þær um að bíða þar til skilnaður hans og Chambers færi í gegn. Með tímanum hefði hegðun hans orðið ofbeldsfyllri og hann farið að tala um hluti á borð við mannát, blóðdrykkju og fleira í þeim dúr. Hann hafi litið svo á að konurnar væru eign hans. Hefði átt að vita að henni þætti þetta óþægilegt Lorenze, sem er 23 ára gömul, sagði í viðtali við Dr. Oz að Hammer hefði rist upphafsstafinn á líkama hennar á meðan hún var bundin. Hann hafi spurt hana um leyfi, en hófst handa við að rista stafinn áður en hún fékk færi á að svara. View this post on Instagram A post shared by P (@paigelorenze) Benti hún á aldursmuninn þeirra á milli, sem er tólf ár, og sagði hann hafa verið í augljósri valdastöðu gagnvart henni. Hún hafi viljað gera honum til geðs á þessum tíma og hann hefði mátt vita að henni þætti þetta óþægilegt. Lorenze greindi sjálf frá því á Twitter í janúar að Hammer væri að deila nektarmyndum af henni án hennar vitundar. Hún hefði aldrei gefið honum leyfi til, enda vissi hún ekki af myndunum, og frétti af dreifingunni í gegnum þriðja aðila. AH sharing photos of me I didn’t even know existed with people online, without my permission or knowledge. Disgusting, violating and quite frankly unacceptable. pic.twitter.com/CTaIrvHfJr— Paige Lorenze (@paigelorenze) January 24, 2021 „AH að deila myndum af mér sem ég vissi ekki að væru til með fólki á netinu, án míns leyfis eða vitundar. Ógeðslegt, meiðandi og í raun óásættanlegt,“ skrifaði Lorenze. Þá hefur hún áður sagt leikarann hafa geymt gínur í kjallaranum sínum þar sem hann æfði sig í því að binda hnúta og hann hafi verið með þráhyggju fyrir „kjöti, beinum og æðum“. Hammer hefur ekki enn tjáð sig um ásakanir Lorenze, en hvað varðar upphaflegu skjáskotin sagðist hann ekki ætla að tjá sig um „fáránlegar fullyrðingar“ og árásir gagnvart persónu sinni. Sagðist hann sjálfur hafa sagt sig frá verkefnum vegna málsins.
Hollywood MeToo Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Sjá meira