Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 27. febrúar 2021 18:19 Vísindamenn spá ekki, þeir hanna sviðsmyndir, segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur. Vísir „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. Páll er dulur um niðurstöðu fundarins og segir tilkynningar að vænta. Spurður að því hvernig hann les í stöðu mála segir hann fátt nýtt að frétta; um sé að ræða framhald á umbrotum sem hófust í lok árs 2019, sem virðist heldur vera að aukast. Orsök skjálftanna séu flekahreyfingar en hrinan núna sé raunar dálítið merkileg. „Þetta gengur í svona bylgjum, það bresta á hrinur og þær haga sér með svolítið mismunandi hætti,“ segir Páll. „Þessi fyrsta byrjar með tiltölulega stórum skjálfta og síðan koma strax í kjölfarið á honum svokallaðir „gikkskjálftar“ í talsverðri fjarlægð jafnvel. Hann hleypir þannig af stað öðrum skjálftum. Síðan róast nú frekar næsta dag og fram á morgun á föstudag en þá dynur yfir annar svona skjálfti og í kjölfarið á honum koma líka margir skjálftar en þeir eru meira eins og eftirskjálftar.“ Sviðsmyndirnar spanna allan skalann Spurður um möguleg eldsumbrot svara Páll einfaldlega: „Það er ekkert eldgos í þessu ennþá.“ Í fyrra hafi menn merkt kvikuhreyfingar en ekkert bendi til þess nú. Hann segist ómögulega vilja spá fyrir um framhaldið. „Nei, við reynum nú að spá ekki neitt nema við vitum eitthvað. Það sem er stundað er að setja upp sviðsmyndir því við viljum ógjarnan að þetta komi aftan að okkur; að eitthvað komi okkur á óvart,“ segir Páll. Sviðsmyndirnar spanna allan skalann, segir hann. „Þetta gæti hugsanlega hætt á morgun en miðað við að þetta hefur nú frekar verið að sækja í sig veðrið er það ekki líklegasta sviðsmyndin í safninu. Ein er að virknin dreifist út til austurs en þar er efniviður í stærri skjálfta.“ Páll ítrekar að fólk þurfi ekki að óttast þann möguleika, það er að segja stóran skjálfta nær höfuðborginni. „Við erum í raun bara að tala um skjálfta eins og Reykvíkingar upplifðu 1930 og 1970, sem ollu tjóni en það hrundu ekki hús eða svoleiðis. Það varð tjón á innanstokksmunum. Þetta eru ekki einhverjir hamfaraskjálftar. Það er sjálfsagt að láta þau skilaboð berast út í þjóðfélagið. Það er ekkert að hafa áhyggjur af og fólk getur verið rólegt heima hjá sér.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira
Páll er dulur um niðurstöðu fundarins og segir tilkynningar að vænta. Spurður að því hvernig hann les í stöðu mála segir hann fátt nýtt að frétta; um sé að ræða framhald á umbrotum sem hófust í lok árs 2019, sem virðist heldur vera að aukast. Orsök skjálftanna séu flekahreyfingar en hrinan núna sé raunar dálítið merkileg. „Þetta gengur í svona bylgjum, það bresta á hrinur og þær haga sér með svolítið mismunandi hætti,“ segir Páll. „Þessi fyrsta byrjar með tiltölulega stórum skjálfta og síðan koma strax í kjölfarið á honum svokallaðir „gikkskjálftar“ í talsverðri fjarlægð jafnvel. Hann hleypir þannig af stað öðrum skjálftum. Síðan róast nú frekar næsta dag og fram á morgun á föstudag en þá dynur yfir annar svona skjálfti og í kjölfarið á honum koma líka margir skjálftar en þeir eru meira eins og eftirskjálftar.“ Sviðsmyndirnar spanna allan skalann Spurður um möguleg eldsumbrot svara Páll einfaldlega: „Það er ekkert eldgos í þessu ennþá.“ Í fyrra hafi menn merkt kvikuhreyfingar en ekkert bendi til þess nú. Hann segist ómögulega vilja spá fyrir um framhaldið. „Nei, við reynum nú að spá ekki neitt nema við vitum eitthvað. Það sem er stundað er að setja upp sviðsmyndir því við viljum ógjarnan að þetta komi aftan að okkur; að eitthvað komi okkur á óvart,“ segir Páll. Sviðsmyndirnar spanna allan skalann, segir hann. „Þetta gæti hugsanlega hætt á morgun en miðað við að þetta hefur nú frekar verið að sækja í sig veðrið er það ekki líklegasta sviðsmyndin í safninu. Ein er að virknin dreifist út til austurs en þar er efniviður í stærri skjálfta.“ Páll ítrekar að fólk þurfi ekki að óttast þann möguleika, það er að segja stóran skjálfta nær höfuðborginni. „Við erum í raun bara að tala um skjálfta eins og Reykvíkingar upplifðu 1930 og 1970, sem ollu tjóni en það hrundu ekki hús eða svoleiðis. Það varð tjón á innanstokksmunum. Þetta eru ekki einhverjir hamfaraskjálftar. Það er sjálfsagt að láta þau skilaboð berast út í þjóðfélagið. Það er ekkert að hafa áhyggjur af og fólk getur verið rólegt heima hjá sér.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Grindavík Vogar Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Fleiri fréttir Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Sjá meira