Segja að ekkert bendi til að eldgos sé í vændum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. febrúar 2021 19:30 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir ekkert benda til þess að eldgos sé í vændum. Vísir/Vilhelm Prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands segir ekkert benda til þess nú að eldgos sé í vændum á Reykjanesskaga. Jarðskjálftahrinan sem riðið hefur yfir skagann undanfarna daga sé hins vegar ein sú öflugasta sem komið hefur á skaganum í áratugi. „Hún er kannski álíka og sú sem kom árið 1933 og svo ekki ósvipuð þeirri sem kom um 1970,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jarðskjálftavirknin í dag hefur að mestu verið bundin við svæðið í kring um Fagradalsfjalla á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá Vísindaráði almannavarna sem fundaði síðdegis í dag. Fram kemur í tilkynningunni að miðað við þær mælingar og gögn sem liggja fyrir bendi ekkert til þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þetta tekur Magnús Tumi undir. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé að fara að gerast,“ segir Magnús. Hann segir þó að ef gjósi á næstu vikum eða mánuðum sé það varla áhyggjuefni. Eldgos á Reykjanesskaga séu frekar lítil en þau geti hins vegar verið nálægt byggð. „Þetta eru flest hraungos en eru ekki stór. Þannig að lífshætta er varla fyrir hendi, ekki nema fólk fari of nálægt hrauninu. Við getum alveg ráðið við þetta og það byggir á því að við séum viðbúin og að kerfin séu í lagi. Þá getum við haldið áfram að gera það sem við þurfum að gera dags daglega,“ segir Magnús Tumi. Skjálfti að stærð 6,5 yrðu engar hamfarir Samkvæmt tilkynningu vísindaráðs er nú verið að horfa á tvær sviðsmyndir hvað framhaldið varðar. Annars vegar muni draga úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur eða hins vegar muni hrinan færast í aukana með stærri skjálftum sem geti orðið allt að 5,5-6,5 að stærð. „Sá möguleiki er fyrir hendi að það verði skjálftar á þessu svæði sem engir skjálftar hafa verið á í töluvert langan tíma og er kennt við Brennisteinsfjöll. Ef það gerðist gæti það verið skjálfti sem næði stærðinni 6 til 6,5 og fólk þarf að vera undir það búið,“ segir Magnús Tumi. Hann segir þó að skjálfti af slíkri stærð yrðu engar hamfarir. „Þó að sá skjálfti kæmi væru það engar hamfarar. Hann yrði sterkari en sá sem við fengum í morgun og á miðvikudaginn en við erum ekki að horfa á nein stórslys. Húsin okkar þola þetta en við þurfum bara að vera búin undir þetta sjálf.“ Hann segir mikilvægast að fólk tryggi að innanstokksmunir séu öruggir og stórir og þungir skápar festir við vegg. Þá eigi fólk að passa að hafa ekki þunga hluti uppi á hillum, sérstaklega fyrir ofan rúm. „Langflest hús á Íslandi eru byggð þannig að þau eigi að standast þá hrinu sem nú gengur yfir. Lausir munir, hillur, skápar o.s.frv. geta farið af stað og valdið hættu ef ekki er rétt frá þeim gengið. Því er mikilvægt að huga að innanstokksmunum á heimilum og á vinnustöðum svo þeir valdi ekki slysum,“ segir í tilkynningu vísindaráðs. Þar kemur fram að áfram verði fylgst með framvindu mála og vísindaráð muni funda aftur í næstu viku. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu. 27. febrúar 2021 10:28 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Dregið hefur úr skjálftahrinunni Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi. 27. febrúar 2021 16:55 Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga „Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga. 27. febrúar 2021 14:48 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
„Hún er kannski álíka og sú sem kom árið 1933 og svo ekki ósvipuð þeirri sem kom um 1970,“ sagði Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Jarðskjálftavirknin í dag hefur að mestu verið bundin við svæðið í kring um Fagradalsfjalla á Reykjanesskaga samkvæmt tilkynningu frá Vísindaráði almannavarna sem fundaði síðdegis í dag. Fram kemur í tilkynningunni að miðað við þær mælingar og gögn sem liggja fyrir bendi ekkert til þess að kvika sé að brjóta sér leið upp á yfirborðið. Þetta tekur Magnús Tumi undir. „Það er ekkert sem bendir til þess að þetta sé að fara að gerast,“ segir Magnús. Hann segir þó að ef gjósi á næstu vikum eða mánuðum sé það varla áhyggjuefni. Eldgos á Reykjanesskaga séu frekar lítil en þau geti hins vegar verið nálægt byggð. „Þetta eru flest hraungos en eru ekki stór. Þannig að lífshætta er varla fyrir hendi, ekki nema fólk fari of nálægt hrauninu. Við getum alveg ráðið við þetta og það byggir á því að við séum viðbúin og að kerfin séu í lagi. Þá getum við haldið áfram að gera það sem við þurfum að gera dags daglega,“ segir Magnús Tumi. Skjálfti að stærð 6,5 yrðu engar hamfarir Samkvæmt tilkynningu vísindaráðs er nú verið að horfa á tvær sviðsmyndir hvað framhaldið varðar. Annars vegar muni draga úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur eða hins vegar muni hrinan færast í aukana með stærri skjálftum sem geti orðið allt að 5,5-6,5 að stærð. „Sá möguleiki er fyrir hendi að það verði skjálftar á þessu svæði sem engir skjálftar hafa verið á í töluvert langan tíma og er kennt við Brennisteinsfjöll. Ef það gerðist gæti það verið skjálfti sem næði stærðinni 6 til 6,5 og fólk þarf að vera undir það búið,“ segir Magnús Tumi. Hann segir þó að skjálfti af slíkri stærð yrðu engar hamfarir. „Þó að sá skjálfti kæmi væru það engar hamfarar. Hann yrði sterkari en sá sem við fengum í morgun og á miðvikudaginn en við erum ekki að horfa á nein stórslys. Húsin okkar þola þetta en við þurfum bara að vera búin undir þetta sjálf.“ Hann segir mikilvægast að fólk tryggi að innanstokksmunir séu öruggir og stórir og þungir skápar festir við vegg. Þá eigi fólk að passa að hafa ekki þunga hluti uppi á hillum, sérstaklega fyrir ofan rúm. „Langflest hús á Íslandi eru byggð þannig að þau eigi að standast þá hrinu sem nú gengur yfir. Lausir munir, hillur, skápar o.s.frv. geta farið af stað og valdið hættu ef ekki er rétt frá þeim gengið. Því er mikilvægt að huga að innanstokksmunum á heimilum og á vinnustöðum svo þeir valdi ekki slysum,“ segir í tilkynningu vísindaráðs. Þar kemur fram að áfram verði fylgst með framvindu mála og vísindaráð muni funda aftur í næstu viku.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Reykjanesbær Tengdar fréttir Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu. 27. febrúar 2021 10:28 Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19 Dregið hefur úr skjálftahrinunni Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi. 27. febrúar 2021 16:55 Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga „Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga. 27. febrúar 2021 14:48 Mest lesið Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Innlent Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Innlent Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Fleiri fréttir Lögreglan innsiglaði Flóka Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Sjá meira
Sprungur í Suðurstrandavegi afleiðing skjálfta Vegagerðin varar við sprungum sem myndast hafa í Suðurstrandarvegi á Reykjansskaga, vestan við Vigdísarvallaveg. Sprungurnar hafa líklega myndast í kjölfar jarðhræringa sem hafa verið á svæðinu. 27. febrúar 2021 10:28
Ómögulegt að spá fyrir um framhaldið en „fólk getur verið rólegt heima hjá sér“ „Málið var nú fyrst og fremst að bera saman bækur, þannig að allir væru á sömu blaðsíðu,“ segir Páll Einarsson jarðeðlisfræðingur um fund Vísindamannaráðs almannavarna sem lauk síðdegis. 27. febrúar 2021 18:19
Dregið hefur úr skjálftahrinunni Tvö þúsund jarðskjálftar hafa riðið yfir frá miðnætti. Þar af fjörutíu yfir þremur að stærð. Mesta virknin var eftir stóra skjálftann klukkan rúmlega átta í morgun og til klukkan tíu en eftir þann tíma hefur dregið úr hrinunni og þá sérstaklega nú eftir hádegi. 27. febrúar 2021 16:55
Hrinan ekkert einsdæmi en von á skjálftum í einhverja daga „Þessi hrina er bara ennþá í gangi. Hún er á svipuðum slóðum og hún hefur verið, það er aðallega virkni við Fagradalsfjall,“ segir Kristín Jónsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, um stöðu mála á Reykjanesskaga. 27. febrúar 2021 14:48