Gera athugasemd við aukið flækjustig fyrir þá sem vilja ganga í hjónaband Hólmfríður Gísladóttir skrifar 28. febrúar 2021 12:28 Siðmennt hefur áhyggjur af því að ákveðnar tillögur í drögum að frumvarpi til breytinga á hjúskaparlögum muni gera einstaklingum erfiðara fyrir að ganga í hjónaband. Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að könnun hjónavígsluskilyrða fari einungis fram hjá sýslumönnum en í núgildandi lögum eru það löggildir hjónavígslumenn sem hafa til þess heimild. það er prestar, forstöðumen skráðra trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga eða umboðsmenn þeirra og borgaralegir vígslumenn. Samkvæmt greinargerð með frumvarpsdrögunum hafa starfsmenn Þjóðskrár Íslands, sem hefur meðal annars það hlutverk að taka á móti og skrá tilkynningar um hjónavígslur, orðið varir við að ágallar séu á útfyllingu eyðublaðsins um tilkynningu hjónavígslu, könnunarvottorð og svaramannavottorð. Ágallarnir séu af ýmsu tagi og því tilefni til að endurskoða ferlið. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, formaður Siðmenntar, segist hafa áhyggjur af því að tilfærsla könnunarinnar til sýslumanna verði hins vegar til þess að flækja ferlið, lengja það og auka kostnað þeirra sem vilja ganga í hjónband. „Við höfum áhyggjur af því að þetta auki flækjustig fyrir hinn almenna borgara sem vill ganga í hjónaband. Og það getur verið jafnvel í bráðatilfellum, þegar fólk er veikt og þarf að ganga hratt í hjónband,“ segir Inga. Eins og er taki tvo til þrjá daga að klára ferlið frá hugmynd til vígslu en með breytingunum gæti það lengst í tvær til þrjár vikur. Þá segir hún að verið sé að gera fólki erfiðara fyrir, til dæmis eigi ekki allir auðvelt með að komast frá á vinnutíma og þá feli breytingarnar í sér 20 prósent kostnaðarauka frá því sem er. „Löggjafinn þarf náttúrulega alltaf að hafa í huga hvað erum við að gera hérna..? Jú, við erum að gera fólki kleyft að ganga í hjónaband; hvernig getum við gert það? Það þarf að vera öruggt en það þarf líka að vera einfalt.“ Inga varpar fram þeirri hugmynd að einfalda ferlið með því að færa verkefnið allt yfir til Þjóðskrár, sem sér nú þegar um að gefa út fæðingar- og hjúskaparvottorð. Umsagnafrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun. Umsögn Siðmenntar. Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira
Í frumvarpinu er meðal annars lagt til að könnun hjónavígsluskilyrða fari einungis fram hjá sýslumönnum en í núgildandi lögum eru það löggildir hjónavígslumenn sem hafa til þess heimild. það er prestar, forstöðumen skráðra trúfélaga eða lífsskoðunarfélaga eða umboðsmenn þeirra og borgaralegir vígslumenn. Samkvæmt greinargerð með frumvarpsdrögunum hafa starfsmenn Þjóðskrár Íslands, sem hefur meðal annars það hlutverk að taka á móti og skrá tilkynningar um hjónavígslur, orðið varir við að ágallar séu á útfyllingu eyðublaðsins um tilkynningu hjónavígslu, könnunarvottorð og svaramannavottorð. Ágallarnir séu af ýmsu tagi og því tilefni til að endurskoða ferlið. Inga Auðbjörg Kristjánsdóttir Straumland, formaður Siðmenntar, segist hafa áhyggjur af því að tilfærsla könnunarinnar til sýslumanna verði hins vegar til þess að flækja ferlið, lengja það og auka kostnað þeirra sem vilja ganga í hjónband. „Við höfum áhyggjur af því að þetta auki flækjustig fyrir hinn almenna borgara sem vill ganga í hjónaband. Og það getur verið jafnvel í bráðatilfellum, þegar fólk er veikt og þarf að ganga hratt í hjónband,“ segir Inga. Eins og er taki tvo til þrjá daga að klára ferlið frá hugmynd til vígslu en með breytingunum gæti það lengst í tvær til þrjár vikur. Þá segir hún að verið sé að gera fólki erfiðara fyrir, til dæmis eigi ekki allir auðvelt með að komast frá á vinnutíma og þá feli breytingarnar í sér 20 prósent kostnaðarauka frá því sem er. „Löggjafinn þarf náttúrulega alltaf að hafa í huga hvað erum við að gera hérna..? Jú, við erum að gera fólki kleyft að ganga í hjónaband; hvernig getum við gert það? Það þarf að vera öruggt en það þarf líka að vera einfalt.“ Inga varpar fram þeirri hugmynd að einfalda ferlið með því að færa verkefnið allt yfir til Þjóðskrár, sem sér nú þegar um að gefa út fæðingar- og hjúskaparvottorð. Umsagnafrestur um frumvarpsdrögin rennur út á morgun. Umsögn Siðmenntar.
Félagsmál Fjölskyldumál Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Fleiri fréttir Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Sjá meira