Þurfti að rjúka til að fara yfir nýjasta skjálftann Kristín Ólafsdóttir og Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifa 2. mars 2021 11:01 Jarðskjálftamælir á Reykjanesi. Skjálfti að stærð 4 varð klukkan 10:12 sem fannst vel á suðvesturhorninu. Vísir/Vilhelm Ríflega þúsund jarðskjálftar hafa mælst á Reykjanesskaga frá því um miðnætti. Sá síðasti stóri, skjálfti að stærð 4, reið yfir snemma á ellefta tímanum. Viðtal fréttastofu við náttúrvársérfræðing um stöðuna á jarðhræringunum var einmitt við það að ljúka þegar skjálftinn reið yfir. Sérfræðingurinn þurfti þá að rjúka af stað að fara yfir skjálftann. Nóg var að gera hjá starfsfólki Veðurstofunnar í nótt, að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur náttúruvársérfræðings, en ríflega þúsund skjálftar hafa mælst frá því um miðnætti. Þegar Bryndís ræddi við fréttastofu höfðu mælst átján skjálftar yfir þremur og af þeim fjórir yfir fjórum. Einn bættist þó við fyrrnefndu töluna í lok viðtalsins, skjálfti að stærð 4 sem reið yfir klukkan 10:12. Stærsti skjálftinn frá miðnætti er enn sá sem mældist 4,6 um þrjúleytið í nótt. Bryndís sagði virknina nokkurn veginn á pari við síðustu daga. Þá sagði hún ekki merki um að kvika sé að færa sig ofar. „Nei ekki eins og staðan er núna, það er verið að rýna í gögn og fylgjast vel með en eins og er er sama staða og í gærkvöldi,“ sagði Bryndís. Fram kom í tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær, sem telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Svipaðar líkur á stóra skjálftanum og áður Þá sagði Bryndís svipaðar líkur á hinum títtnefnda „stóra skjálfta“, þ.e. skjálfta yfir 6, og verið hefur. „Við erum með þessa miklu hrinu í gangi, stóra skjálfta hér og þar, og erum að fylgjast með hvort virknin sé eitthvað að færa sig. Ef hún fer að færa sig nær Brennisteinsfjöllum og Bláfjöllum er alltaf hætta á þessum stóra skjálfta eins og er verið að tala um. En við getum því miður ekki sagt til um hvort verði af því eða ekki.“ Og um klukkan 10:12 reið skjálfti að stærð 4 yfir sem átti upptök sín skammt frá Keili. Þá var jafnframt komið að lokum viðtalsins. „Ég held líka að ég þurfi að fara,“ sagði Bryndís létt í bragði. „Það var að koma skjálfti núna ágætlega stór sem ég fann allavega fyrir. Þannig að ég þarf að fara að yfirfara hann.“ Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. 2. mars 2021 08:28 Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. 2. mars 2021 06:11 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Nóg var að gera hjá starfsfólki Veðurstofunnar í nótt, að sögn Bryndísar Ýrar Gísladóttur náttúruvársérfræðings, en ríflega þúsund skjálftar hafa mælst frá því um miðnætti. Þegar Bryndís ræddi við fréttastofu höfðu mælst átján skjálftar yfir þremur og af þeim fjórir yfir fjórum. Einn bættist þó við fyrrnefndu töluna í lok viðtalsins, skjálfti að stærð 4 sem reið yfir klukkan 10:12. Stærsti skjálftinn frá miðnætti er enn sá sem mældist 4,6 um þrjúleytið í nótt. Bryndís sagði virknina nokkurn veginn á pari við síðustu daga. Þá sagði hún ekki merki um að kvika sé að færa sig ofar. „Nei ekki eins og staðan er núna, það er verið að rýna í gögn og fylgjast vel með en eins og er er sama staða og í gærkvöldi,“ sagði Bryndís. Fram kom í tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær, sem telur líklegustu skýringu jarðskjálftavirkninnar undanfarna daga vera þá að kvikugangur sé að myndast undir svæðinu þar sem mest jarðskjálftavirkni hefur verið. Svipaðar líkur á stóra skjálftanum og áður Þá sagði Bryndís svipaðar líkur á hinum títtnefnda „stóra skjálfta“, þ.e. skjálfta yfir 6, og verið hefur. „Við erum með þessa miklu hrinu í gangi, stóra skjálfta hér og þar, og erum að fylgjast með hvort virknin sé eitthvað að færa sig. Ef hún fer að færa sig nær Brennisteinsfjöllum og Bláfjöllum er alltaf hætta á þessum stóra skjálfta eins og er verið að tala um. En við getum því miður ekki sagt til um hvort verði af því eða ekki.“ Og um klukkan 10:12 reið skjálfti að stærð 4 yfir sem átti upptök sín skammt frá Keili. Þá var jafnframt komið að lokum viðtalsins. „Ég held líka að ég þurfi að fara,“ sagði Bryndís létt í bragði. „Það var að koma skjálfti núna ágætlega stór sem ég fann allavega fyrir. Þannig að ég þarf að fara að yfirfara hann.“
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. 2. mars 2021 08:28 Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. 2. mars 2021 06:11 Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Innlent Katrín orðin stjórnarformaður Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Fleiri fréttir Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Telja innbrot og umferðarlagabrot mesta vandamálið Katrín orðin stjórnarformaður Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Þrír vasaþjófar handteknir á gistiheimili Laugarneshverfi Starfslokasamningar undirstofnana kostað hátt í 175 milljónir Reynslubolti kveður lögregluna Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Mikið álag á bráðamóttökunni á Akureyri Magnús Þór sjálfkjörinn Fimm ára dómur fyrir hnífaárás á fjölskylduföður Telur hagræðingaráformin þau metnaðarfyllstu Nauðsyn að skýra betur hvort eða hvenær læknar megi rjúfa þagnarskyldu Sjá meira
Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28
Fylgjast sérstaklega vel með merkjum um gosóróa Engin merki sjást um gosóróa á Reykjanesskaga en vísindamenn Veðurstofu Íslands fylgjast sérstaklega vel með mögulegum merkjum þar um eftir tilkynningu vísindaráðs almannavarna í gær. Þetta segir Einar Hjörleifsson, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni, í samtali við fréttastofu. 2. mars 2021 08:28
Nokkrir öflugir skjálftar í nótt Þrír skjálftar yfir fjórum að stærð urðu á Reykjanesskaga í nótt. Einn skjálfti varð klukkan 02.53 og mældist 4,3 að stærð. Upptök hans voru á þriggja kílómetra dýpi 1,3 kílómetra suðvestur af Keili. 2. mars 2021 06:11