Milliliður okkar allra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar 2. mars 2021 11:32 Það fer misjafnt orð af milliliðum. Sagt hefur verið að gjaldmiðillinn sé milliliður allra milliliða. Hann á að vera okkar allra. En hvernig þjónar krónan því hlutverki að vera milliliður okkar allra? Til þess að svara þeirri spurningu getum við brugðið ýmsum mælikvörðum á loft. Og tilfinningar geta líka skipt máli. Traust á Seðlabankanum mælir ekki beint hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkur sem milliliður í viðskiptum. En vaxandi traust á bankanum bendir til þess að þjóðin telji að stjórnendur hans hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur. Ég deili því áliti. Þegar við rýnum í hina hefðbundnu mælikvarða, sem sýna hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkar, getum við verið þess fullviss að þeir sýna bestu mögulegu niðurstöður, þegar traust til Seðlabankans er mikið. Hefðbundnir mælikvarðar Í þessu ljósi er fróðlegt að skoða þessa hefðbundnu mælikvarða. Vextir eru einn mælikvarði: Um leið og kreppan skall á lækkaði Seðlabankinn stýrivexti verulega. Það voru skynsamleg viðbrögð. Sú ákvörðun hefur náð til húsbyggjenda en ekki til atvinnulífsins. Samt sem greiða húsbyggjendur á Íslandi þrefalt hærri vexti en í grannlöndunum. Einnig má spyrja hversu samkeppnishæft íslenskt atvinnulíf er gagnvart útlöndum með þetta vaxtaumhverfi? Það er að segja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem bundin eru við íslensku krónuna. Strax og kreppan skall á lofaði Seðlabankinn einnig að ríkissjóður fengi aðgang að innlendum lánum á viðráðanlegum kjörum. Þannig yrði gengisáhættan engin fyrir ríkissjóð. Það studdi Viðreisn. Við það gátu stjórnvöld hins vegar ekki staðið. Ríkissjóður fjármagnar því kreppuhallann með erlendum lánum og mikilli gengisáhættu. Allar aðrar þjóðir forðast það. Gengi krónunnar er annar mælikvarði: Það hrundi um meir en 13% á síðasta ári. Á sama tíma högguðust gjaldmiðlar nágrannaþjóðanna lítið sem ekkert þó að þær lentu í sömu kreppu. Verðbólgan er þriðji mælikvarðinn: Hún sprengdi efri viðmiðunarmörk peningastefnunnar. Mesta verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu er nú á Íslandi. Hún er áttföld á við Danmörku. Jafnvel þótt Seðlabankinn hafi gert allt það sem skynsamlegast var að gera í stöðunni erum við í mun verri stöðu en grannþjóðirnar. Af hverju eigum við Íslendingar að sætta okkur við að mikilvægasti milliliðurinn af öllum þeim milliliðum sem þjóna okkur, haldi okkur í þessari fjarlægð frá því sem best gerist hjá öðrum þjóðum? Er gjaldmiðillinn okkar allra? Síðan er það spurningin: Er gjaldmiðillinn okkar allra? Öll stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi, stóriðju, nýsköpun og ferðaþjónustu nota erlenda gjaldmiðla og taka erlend lán. Stærsta ríkisfyrirtækið, Landsvirkjun, stendur utan krónuhagkerfisins. Þeir sem kaupa nýjan bíl í íslensku bílaumboði til afhendingar eftir einhvern tíma gera í raun út um kaupin í erlendri mynt. Stundum hagnast menn á því og stundum tapa menn. En enginn veit endanlegt kaupverð í íslenskum krónum þegar kaupin eru gerð. Ef bílaumboðin ættu að taka gengisáhættuna myndi álagningin bara hækka. Þegar núverandi ríkisstjórn setti nýlega lög um gjald á fiskeldisfyrirtæki notaði hún verð í evrum sem skattstofn. Hún treysti ekki krónunni. Útgerðir borga hins vegar veiðigjöld í krónum. Þegar útgerðarmaður eykur við fjárfestingu sína fær hann lán á lágum vöxtum í evrum eða dollurum. En sjómenn hans og fiskverkafólk þarf að taka lán á miklu hærri vöxtum í íslenskum krónum þegar það byggir eða stækkar við sig. Minni og meðalstór fyrirtæki eru í sömu stöðu. Þetta eykur á misskiptingu í samfélaginu. Það er því erfitt að halda því fram að krónan sé okkar allra. Hvaða kröfur gerum við til gjaldmiðils okkar allra? Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að halda verðbólgu á svipuðu stigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að starfa á svipuðu vaxtastigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur ekki mismunun milli þeirra sem standa innan krónuhagkerfisins og hinna, sem standa utan þess. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur samkeppnishæfni alls atvinnulífsins, frá sprotum til stórfyrirtækja. Við þurfum gjaldmiðil, sem unnt er að nota sem viðmið í allri löggjöf. Við þurfum gjaldmiðil, sem eykur líkur á stöðugleika í stað þess að vera uppspretta spennu. Þannig treystum við grunninn og byggjum á tækifærum til framtíðar. Í allra þágu. Höfundur er formaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Skoðun: Kosningar 2021 Íslenska krónan Viðreisn Mest lesið Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar Skoðun Einn pakki á dag Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Heilbrigðiskerfi Íslands - Látum verkin tala! Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Hörmungarnar sem heimurinn hunsar Ragnar Schram skrifar Skoðun Dýrasti staður í heimi Ragnhildur Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð ríka samfélagsins Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar Skoðun Milljarðar evra streyma enn til Pútíns Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar Skoðun Að þétta byggð Halldór Eiríksson skrifar Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Slökkvum ekki Ljósið Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Er það ekki sjálfsögð krafa að fá bílastæði? Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Of lítið, of seint! Hjálmtýr Heiðdal,Magnús Magnússon skrifar Skoðun Halla fer að ræða um frið við einræðisherra Daníel Þröstur Pálsson skrifar Skoðun Ákall til allra velunnara Sólheima í Grímsnesi Ingibjörg Rósa Björnsdóttir skrifar Skoðun Varðveitum vatnið – hugvekja Hópur starfsfólks Náttúruminjasafns Íslands skrifar Skoðun Innviðaskuld við íslenskuna Eiríkur Rögnvaldsson skrifar Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Fatlað fólk rukkað með rangindum fyrir bílastæði Haukur Ragnar Hauksson skrifar Skoðun Vissir þú, að.... og eða er þér bara slétt sama Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver hagnast á hatrinu? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Öfgamaður deyr Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun Að taka til í orkumálum Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Börn sem skilja ekki kennarann Ingibjörg Ólöf Isaksen skrifar Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Sjá meira
Það fer misjafnt orð af milliliðum. Sagt hefur verið að gjaldmiðillinn sé milliliður allra milliliða. Hann á að vera okkar allra. En hvernig þjónar krónan því hlutverki að vera milliliður okkar allra? Til þess að svara þeirri spurningu getum við brugðið ýmsum mælikvörðum á loft. Og tilfinningar geta líka skipt máli. Traust á Seðlabankanum mælir ekki beint hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkur sem milliliður í viðskiptum. En vaxandi traust á bankanum bendir til þess að þjóðin telji að stjórnendur hans hafi gert allt sem í þeirra valdi stendur. Ég deili því áliti. Þegar við rýnum í hina hefðbundnu mælikvarða, sem sýna hvernig gjaldmiðillinn þjónar okkar, getum við verið þess fullviss að þeir sýna bestu mögulegu niðurstöður, þegar traust til Seðlabankans er mikið. Hefðbundnir mælikvarðar Í þessu ljósi er fróðlegt að skoða þessa hefðbundnu mælikvarða. Vextir eru einn mælikvarði: Um leið og kreppan skall á lækkaði Seðlabankinn stýrivexti verulega. Það voru skynsamleg viðbrögð. Sú ákvörðun hefur náð til húsbyggjenda en ekki til atvinnulífsins. Samt sem greiða húsbyggjendur á Íslandi þrefalt hærri vexti en í grannlöndunum. Einnig má spyrja hversu samkeppnishæft íslenskt atvinnulíf er gagnvart útlöndum með þetta vaxtaumhverfi? Það er að segja litlu og meðalstóru fyrirtækin sem bundin eru við íslensku krónuna. Strax og kreppan skall á lofaði Seðlabankinn einnig að ríkissjóður fengi aðgang að innlendum lánum á viðráðanlegum kjörum. Þannig yrði gengisáhættan engin fyrir ríkissjóð. Það studdi Viðreisn. Við það gátu stjórnvöld hins vegar ekki staðið. Ríkissjóður fjármagnar því kreppuhallann með erlendum lánum og mikilli gengisáhættu. Allar aðrar þjóðir forðast það. Gengi krónunnar er annar mælikvarði: Það hrundi um meir en 13% á síðasta ári. Á sama tíma högguðust gjaldmiðlar nágrannaþjóðanna lítið sem ekkert þó að þær lentu í sömu kreppu. Verðbólgan er þriðji mælikvarðinn: Hún sprengdi efri viðmiðunarmörk peningastefnunnar. Mesta verðbólgan á Evrópska efnahagssvæðinu er nú á Íslandi. Hún er áttföld á við Danmörku. Jafnvel þótt Seðlabankinn hafi gert allt það sem skynsamlegast var að gera í stöðunni erum við í mun verri stöðu en grannþjóðirnar. Af hverju eigum við Íslendingar að sætta okkur við að mikilvægasti milliliðurinn af öllum þeim milliliðum sem þjóna okkur, haldi okkur í þessari fjarlægð frá því sem best gerist hjá öðrum þjóðum? Er gjaldmiðillinn okkar allra? Síðan er það spurningin: Er gjaldmiðillinn okkar allra? Öll stærstu útflutningsfyrirtækin í sjávarútvegi, stóriðju, nýsköpun og ferðaþjónustu nota erlenda gjaldmiðla og taka erlend lán. Stærsta ríkisfyrirtækið, Landsvirkjun, stendur utan krónuhagkerfisins. Þeir sem kaupa nýjan bíl í íslensku bílaumboði til afhendingar eftir einhvern tíma gera í raun út um kaupin í erlendri mynt. Stundum hagnast menn á því og stundum tapa menn. En enginn veit endanlegt kaupverð í íslenskum krónum þegar kaupin eru gerð. Ef bílaumboðin ættu að taka gengisáhættuna myndi álagningin bara hækka. Þegar núverandi ríkisstjórn setti nýlega lög um gjald á fiskeldisfyrirtæki notaði hún verð í evrum sem skattstofn. Hún treysti ekki krónunni. Útgerðir borga hins vegar veiðigjöld í krónum. Þegar útgerðarmaður eykur við fjárfestingu sína fær hann lán á lágum vöxtum í evrum eða dollurum. En sjómenn hans og fiskverkafólk þarf að taka lán á miklu hærri vöxtum í íslenskum krónum þegar það byggir eða stækkar við sig. Minni og meðalstór fyrirtæki eru í sömu stöðu. Þetta eykur á misskiptingu í samfélaginu. Það er því erfitt að halda því fram að krónan sé okkar allra. Hvaða kröfur gerum við til gjaldmiðils okkar allra? Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að halda verðbólgu á svipuðu stigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil, sem auðveldar okkar að starfa á svipuðu vaxtastigi og nágrannalöndin. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur ekki mismunun milli þeirra sem standa innan krónuhagkerfisins og hinna, sem standa utan þess. Við þurfum gjaldmiðil sem eykur samkeppnishæfni alls atvinnulífsins, frá sprotum til stórfyrirtækja. Við þurfum gjaldmiðil, sem unnt er að nota sem viðmið í allri löggjöf. Við þurfum gjaldmiðil, sem eykur líkur á stöðugleika í stað þess að vera uppspretta spennu. Þannig treystum við grunninn og byggjum á tækifærum til framtíðar. Í allra þágu. Höfundur er formaður Viðreisnar.
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun
Skoðun Örugg heilbrigðisþjónusta fyrir öll börn frá upphafi - Alþjóðlegur dagur sjúklingaöryggis 2025 María Heimisdóttir skrifar
Skoðun Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks skrifar
Skoðun Speglar geta aðeins logið – um hlutlægni, huglægni og mennskuna Hjalti Hrafn Hafþórsson skrifar
Skoðun Þegar viðskiptalíkan Vesturlanda er stríð – og almenningur borgar brúsann Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Náttúruvernd er loftslagsaðgerð og loftslagsaðgerðir þjóna náttúrunni Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson skrifar
Mennskan er fórnarlamb Menningarstríðsins! - Tilvist fólks er aldrei hugmyndafræði eða skoðun! Arna Magnea Danks Skoðun