Tjónatilkynningar orðnar átján og margir að yfirfara tryggingar Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 2. mars 2021 13:20 Hulda Ragnheiður Árnadóttir, framkvæmdastjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands. Vísir Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón vegna skjálftana. Þá eru margir að yfirfara innbús-og heimilistryggingar sínar hjá tryggingafélögunum. Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón af völdum jarðskjálftahrinunnar sem nú stendur yfir. Ein tilkynning er vegna innbús og 17 vegna húseigna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri segir ekki um mikið tjón að ræða. „Tjónatilkynningar eru að berast víða að, frá Grindavík, frá Suðurnesjum og einnig héðan úr höfuðborginni,“ segir Hulda. Fólk verður að hafa innbús-og heimilistryggingu þar sem brunatrygging er innifalin til að fá tjón á innbúi bætt. Hulda segir marga vera að kanna sína stöðu hjá vátryggingarfélögunum. „Ég hef verið í sambandi við öll tryggingafélögin í morgun og það er mjög mikil hreyfing. Fólk er í fyrsta lagi að kanna hvort að það sé með tryggingu sem gildir í þessum aðstæðum. Það er líka að kanna hver vátryggingarfjárhæðin er. Það er mikilvægt að hún endurspegli þau verðmæti sem að fólk á. Það getur verið afar erfitt fyrir fólk ef tyggingarfjárhæðin endurspeglar engan veginn það tjón sem hefur orðið, “ segir Hulda. Aðspurð hvort að núverandi jarðskjálftahrina geti jafnvel haft áhrif á fráveitukerfi húsnæðis svarar Hulda. „Þessi hristingur sem er ekki að valda verulegu tjóni á innbúi er ekkert líklegri til að valda tjóni á fráveitukerfum. Við erum sem betur fer með svo góða staðla hér á landi að byggingar eiga að standa af sér jarðskjálfta, mikið vindálag og snjóþyngsli. Almennt eru byggingar það sterkar að þær þola þetta og það sama á við um fráveitulagnirnar,“ segir Hulda. Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Miklu meiri líkur á að þetta hætti áður en það komi gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir tölfræðina sýna að líklegra sé að jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga ljúki án þess að það komi til eldgoss. 2. mars 2021 12:16 Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
Náttúruhamfaratrygging Íslands hefur fengið 18 tilkynningar um tjón af völdum jarðskjálftahrinunnar sem nú stendur yfir. Ein tilkynning er vegna innbús og 17 vegna húseigna. Hulda Ragnheiður Árnadóttir framkvæmdastjóri segir ekki um mikið tjón að ræða. „Tjónatilkynningar eru að berast víða að, frá Grindavík, frá Suðurnesjum og einnig héðan úr höfuðborginni,“ segir Hulda. Fólk verður að hafa innbús-og heimilistryggingu þar sem brunatrygging er innifalin til að fá tjón á innbúi bætt. Hulda segir marga vera að kanna sína stöðu hjá vátryggingarfélögunum. „Ég hef verið í sambandi við öll tryggingafélögin í morgun og það er mjög mikil hreyfing. Fólk er í fyrsta lagi að kanna hvort að það sé með tryggingu sem gildir í þessum aðstæðum. Það er líka að kanna hver vátryggingarfjárhæðin er. Það er mikilvægt að hún endurspegli þau verðmæti sem að fólk á. Það getur verið afar erfitt fyrir fólk ef tyggingarfjárhæðin endurspeglar engan veginn það tjón sem hefur orðið, “ segir Hulda. Aðspurð hvort að núverandi jarðskjálftahrina geti jafnvel haft áhrif á fráveitukerfi húsnæðis svarar Hulda. „Þessi hristingur sem er ekki að valda verulegu tjóni á innbúi er ekkert líklegri til að valda tjóni á fráveitukerfum. Við erum sem betur fer með svo góða staðla hér á landi að byggingar eiga að standa af sér jarðskjálfta, mikið vindálag og snjóþyngsli. Almennt eru byggingar það sterkar að þær þola þetta og það sama á við um fráveitulagnirnar,“ segir Hulda.
Jarðhræringar á Reykjanesi Tryggingar Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir „Miklu meiri líkur á að þetta hætti áður en það komi gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir tölfræðina sýna að líklegra sé að jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga ljúki án þess að það komi til eldgoss. 2. mars 2021 12:16 Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28 Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Erlent Fleiri fréttir Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Sjá meira
„Miklu meiri líkur á að þetta hætti áður en það komi gos“ Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði við Háskóla Íslands, segir tölfræðina sýna að líklegra sé að jarðskjálftahrinunni á Reykjanesskaga ljúki án þess að það komi til eldgoss. 2. mars 2021 12:16
Skjálfti að stærð 4 fannst vel á suðvesturhorninu Jarðskjálfti að stærð 4 varð um 1,5 kílómetra suðvestur af Keili klukkan 10:12 í morgun. Skjálftinn fannst vel á suðvesturhorninu, að því er segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. 2. mars 2021 10:28