Ólíklegt að hætta stafi af gasmengun ef til goss kæmi Eiður Þór Árnason skrifar 3. mars 2021 17:10 Kristín Jónsdóttir náttúruvársérfæðingur á Veðurstofu Íslands Vísir/Baldur Hrafnkell Litlar líkur eru á því íbúum muni stafa hætta af gasmengun ef til goss kæmi. Gert er ráð fyrir því að gasmengun geti lagt yfir höfuðborgarsvæðið en Veðurstofan mun birta spá um gasmengun samfara veðurfréttum ef af gosi verður. Þetta kom fram í máli Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra vöktunar og náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, á upplýsingafundi sem efnt var til í dag þegar bera fór á óróapúlsi suður af Keili á Reykjanesi. Óróapúls, sem er samfelld hrina smærri skjálfta, hefur gjarnan mælst í aðdraganda eldgosa en ekkert bendir þó til þess að gos sé hafið. „Miðað við þessi líkön sem við höfum verið að keyra, og þá erum að taka með hvernig vindar hafa blásið á þessu svæði síðustu tíu ár, miða við bestu þekkingu um eldgos sem verða á þessu svæði og hversu mikil gasmengun kemur upp, þá eru ekki miklar líkur á að þetta verði neitt hættulegt. Þetta verður kannski óþægilegt einhverja daga en við sjáum miðað við það sem við höfum verið að skoða að okkar reikningar benda ekki til þess að við þurfum að hafa miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Kristín. Einnig kom fram í máli Kristínar að erfitt væri að segja til um hversu lengi eldgos gæti staðið yfir en ein til tvær vikur væri þó líklegur tími. Þá sé möguleiki á því að fleiri goshrinur komi í kjölfar þeirrar fyrstu. Horfa má á upplýsingafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Auknar líkur á stórum skjálftum Kristín sagði að almennt þegar eldgos hefjist verði oft jarðskjálftar þegar kvikan er að brjóta sér leið til yfirborðs. Auknar líkur séu því á stærri jarðskjálftum á Reykjanesskaga á meðan umbrotin eru í gangi og möguleiki á því að skjálftar þar nái allt að 6 að stærð og allt að 6,5 austar hjá Bláfjöllum. Útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands sýna að líklegast sé að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili renni til suðurs. Áður hefur komið fram að ein möguleg sviðsmynd geri ráð fyrir litlu til meðalstóru flæðigosi á þessu svæði sem muni ekki ógna byggð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58 Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18 Sterk vísbending um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. 3. mars 2021 14:52 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Þetta kom fram í máli Kristínar Jónsdóttur, hópstjóra vöktunar og náttúruvár hjá Veðurstofu Íslands, á upplýsingafundi sem efnt var til í dag þegar bera fór á óróapúlsi suður af Keili á Reykjanesi. Óróapúls, sem er samfelld hrina smærri skjálfta, hefur gjarnan mælst í aðdraganda eldgosa en ekkert bendir þó til þess að gos sé hafið. „Miðað við þessi líkön sem við höfum verið að keyra, og þá erum að taka með hvernig vindar hafa blásið á þessu svæði síðustu tíu ár, miða við bestu þekkingu um eldgos sem verða á þessu svæði og hversu mikil gasmengun kemur upp, þá eru ekki miklar líkur á að þetta verði neitt hættulegt. Þetta verður kannski óþægilegt einhverja daga en við sjáum miðað við það sem við höfum verið að skoða að okkar reikningar benda ekki til þess að við þurfum að hafa miklar áhyggjur af þessu,“ sagði Kristín. Einnig kom fram í máli Kristínar að erfitt væri að segja til um hversu lengi eldgos gæti staðið yfir en ein til tvær vikur væri þó líklegur tími. Þá sé möguleiki á því að fleiri goshrinur komi í kjölfar þeirrar fyrstu. Horfa má á upplýsingafundinn í heild sinni hér fyrir neðan. Auknar líkur á stórum skjálftum Kristín sagði að almennt þegar eldgos hefjist verði oft jarðskjálftar þegar kvikan er að brjóta sér leið til yfirborðs. Auknar líkur séu því á stærri jarðskjálftum á Reykjanesskaga á meðan umbrotin eru í gangi og möguleiki á því að skjálftar þar nái allt að 6 að stærð og allt að 6,5 austar hjá Bláfjöllum. Útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands sýna að líklegast sé að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili renni til suðurs. Áður hefur komið fram að ein möguleg sviðsmynd geri ráð fyrir litlu til meðalstóru flæðigosi á þessu svæði sem muni ekki ógna byggð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Heilbrigðismál Tengdar fréttir Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58 Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31 Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18 Sterk vísbending um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. 3. mars 2021 14:52 Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Ætla að ráðast í umfangsmikla rannsókn á gagnaþjófnaðinum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Sjá meira
Líklegast að hraun renni til suðurs Líklegast er að hraun frá eldgosi sem er mögulega að hefjast sunnan af Keili á Reykjanesi renni til suðurs. Þetta sýna útreikningar eldfjalla- og náttúruvárhóps Háskóla Íslands. 3. mars 2021 15:58
Bein útsending: Kristján Már flýgur yfir Reykjanesið í þyrlu Arnar Halldórsson kvikmyndatökumaður og Kristján Már Unnarsson, fréttamaður Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar, eru nú í þyrlu Helicopter.is á sveimi yfir Reykjanesinu þar sem óróapúls hófst um klukkan 14:20 í dag. 3. mars 2021 16:31
Lögregla vaktar veginn við Keili Lögregla stendur nú vaktina á Reykjanesbrautinni við afleggjarann að fjallinu Keili. Víðir Reynisson yfirlögregluþjónn sagði á upplýsingafundinum í dag að vísindafólk og almannavarnir þyrftu vinnufrið á svæðinu. Ekkert væri að sjá í augnablikinu, gos væri ekki hafið. 3. mars 2021 16:18
Sterk vísbending um að eldgos sé að hefjast á Reykjanesi Óróapúls, sem Veðurstofan kallar litla vaxandi skjálfta með stuttu millibili, hófst klukkan 14:20 suður af Keili við Litla-Hrút og mælist á flestum jarðskjálftamælum. Slík merki mælast í aðdraganda eldgosa en ekki hefur verið staðfest að eldgos sé hafið. 3. mars 2021 14:52
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent