Jarðhræringar á Reykjanesskaga: Fylgst með úr öllum áttum Jóhann K. Jóhannsson skrifar 11. mars 2021 18:31 Enn eru líkur á eldgosi við sunnanvert Fagradalsfjall þó svo að kvikugangurinn hafi færst síðasta sólarhringinn. Fornleifafræðingar leggja nótt við dag við að skrásetja fornminjar á svæðinu sem gætu farið undir hraun. Að mati vísindamanna hefur kvikugangurinn við Fagradalsfjall færst um fimm hundruð metra á síðasta sólarhring. Það breyti þó ekki þeirri sviðsmynd sem unnið er eftir og brjótist eldgos upp á yfirborðið sé byggð ekki í hættu. Skjálftavirknin hefur mest verið bundin við syðsta enda Fagradalsfjalls en hefur færst nær Nátthaga. Komi gos um á þessum slóðum eru líkur á að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg og út í sjó. skjálftar, jarðskjálftiFoto: HÞ Vel er fylgst með þróun mála og höfðu um hádegisbil mælst um þúsund skjálftar frá miðnætti. Sá stærsti var við Eldvörp, fjórir komma sex að stærð, skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Veðurstofa Íslands hefur þétt mælakerfi sitt verulega síðustu daga. Settir hafa verið upp tuttugu og sex GPS mælar og tuttugu jarðskjálftamælar. Auk þess er radar notaður til verksins. Hermann Arngrímsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofu Íslands fer yfir gögn í veðurratsjá.Vísir/Arnar „Þetta er veðurratsjá sem að við notum til þess að horfa á agnir í andrúmsloftinu. Hvort sem það er úrkoma eða möguleg gosefni frá eldgosum. Við erum bara tilbúnir að greina ef að hraun brýst upp á yfirborðið og fer í gegnum grunnvatnið. Þá gerum við ráð fyrir að fá gufustróka sem við munum þá greina með veðursjánni og þá getum við staðsett nákvæmlega hvar hraunið kemur upp,“ segir Hermann Arngrímsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofu Íslands. Allt mælakerfið er tengt í rauntíma til Veðurstofunnar. „Þetta er í raun og veru bara aukin vöktun ef að eldgos brýst út þá er veðursjáin og veðursjárnar, það er ein í Keflavík, stór og mikil, sem er stöðugt að skanna. Þessi er meira svona háupplausnaveðursjá en svo erum við að bæta líka við vefmyndavélum.“ Segir Hermann. Fornleifafræðingar frá Minjastofnun Íslands leggja kapp við að skrá fornminjar undan Fagradalsfjalli komi til eldgoss.Vísir/Jóhann K. Fornleifafræðingar skrásetja minjar á svæðinu undan Fagradalsfjalli Og það er að mörgu að hyggja. Í landi Ísólfsskála í dag voru starfsmenn Minjastofnunar Íslands í óða önn að skrá fornminjar á svæðinu suður af Fagradalsfjalli og Nátthaga sem mögulega gætu farið undir hraun komi til eldgoss. Sólrún inga Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands.Vísir/Stöð 2 „Við lögðum áherslu á hundrað tuttugu og átta staði og skiptum okkur upp þrjú teymi. Þannig að við erum með tvö önnur teymi sem eru að klára nær Keilisveginum og þar“, segir Sólrún Inga Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands. Þannig að fari illa að þá er þetta sem fer líklega undir hraun? „Já, en við vonum að það gerist ekki,“ segir Sólrún. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00 Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. 11. mars 2021 11:47 Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. 11. mars 2021 10:21 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Að mati vísindamanna hefur kvikugangurinn við Fagradalsfjall færst um fimm hundruð metra á síðasta sólarhring. Það breyti þó ekki þeirri sviðsmynd sem unnið er eftir og brjótist eldgos upp á yfirborðið sé byggð ekki í hættu. Skjálftavirknin hefur mest verið bundin við syðsta enda Fagradalsfjalls en hefur færst nær Nátthaga. Komi gos um á þessum slóðum eru líkur á að hraun flæði yfir Suðurstrandarveg og út í sjó. skjálftar, jarðskjálftiFoto: HÞ Vel er fylgst með þróun mála og höfðu um hádegisbil mælst um þúsund skjálftar frá miðnætti. Sá stærsti var við Eldvörp, fjórir komma sex að stærð, skömmu fyrir klukkan níu í morgun. Veðurstofa Íslands hefur þétt mælakerfi sitt verulega síðustu daga. Settir hafa verið upp tuttugu og sex GPS mælar og tuttugu jarðskjálftamælar. Auk þess er radar notaður til verksins. Hermann Arngrímsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofu Íslands fer yfir gögn í veðurratsjá.Vísir/Arnar „Þetta er veðurratsjá sem að við notum til þess að horfa á agnir í andrúmsloftinu. Hvort sem það er úrkoma eða möguleg gosefni frá eldgosum. Við erum bara tilbúnir að greina ef að hraun brýst upp á yfirborðið og fer í gegnum grunnvatnið. Þá gerum við ráð fyrir að fá gufustróka sem við munum þá greina með veðursjánni og þá getum við staðsett nákvæmlega hvar hraunið kemur upp,“ segir Hermann Arngrímsson, sérfræðingur í mælarekstri hjá Veðurstofu Íslands. Allt mælakerfið er tengt í rauntíma til Veðurstofunnar. „Þetta er í raun og veru bara aukin vöktun ef að eldgos brýst út þá er veðursjáin og veðursjárnar, það er ein í Keflavík, stór og mikil, sem er stöðugt að skanna. Þessi er meira svona háupplausnaveðursjá en svo erum við að bæta líka við vefmyndavélum.“ Segir Hermann. Fornleifafræðingar frá Minjastofnun Íslands leggja kapp við að skrá fornminjar undan Fagradalsfjalli komi til eldgoss.Vísir/Jóhann K. Fornleifafræðingar skrásetja minjar á svæðinu undan Fagradalsfjalli Og það er að mörgu að hyggja. Í landi Ísólfsskála í dag voru starfsmenn Minjastofnunar Íslands í óða önn að skrá fornminjar á svæðinu suður af Fagradalsfjalli og Nátthaga sem mögulega gætu farið undir hraun komi til eldgoss. Sólrún inga Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands.Vísir/Stöð 2 „Við lögðum áherslu á hundrað tuttugu og átta staði og skiptum okkur upp þrjú teymi. Þannig að við erum með tvö önnur teymi sem eru að klára nær Keilisveginum og þar“, segir Sólrún Inga Traustadóttir, fornleifafræðingur hjá Minjastofnun Íslands. Þannig að fari illa að þá er þetta sem fer líklega undir hraun? „Já, en við vonum að það gerist ekki,“ segir Sólrún.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00 Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. 11. mars 2021 11:47 Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. 11. mars 2021 10:21 Mest lesið Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Innlent Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Innlent Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Innlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Fleiri fréttir Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Allt of mikið af svipuðum íbúðum á markaði skapi misræmi Bíða með að selja íbúðir frekar en að lækka verðið Óboðlegt að vista hælisleitendur sem eigi að vísa úr landi í fangelsum Brottfararstöð fyrir hælisleitendur og fasteignamarkaður í ójafnvægi Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Sjá meira
Ekki búist við látum ef kvikan brýst upp á yfirborðið Jarðeðlisfræðingur telur að brjótist kvika upp á yfirborðið á Reykjanesskaga gæti það gert nær án fyrirvara. Smáskjálftavirkni á svæðinu er nær stöðug 9. mars 2021 19:00
Líkur á að hraun renni yfir Suðurstrandarveg Jarðskjálfti af stærðinni 4,6 í Eldvörpum skömmu fyrir klukkan níu í morgun er merki um spennubreytingar á Reykjanesskaga. Smáskjálftavirkni á svæðinu er en talinn fyrirboði eldgoss en talið er að kvikugangurinn við Fagradalsfjall hafi færst til suðurs. 11. mars 2021 11:47
Kvikan smám saman að brjóta sér leið til suðurs Kristín Jónsdóttir, hópstjóri náttúruvárvöktunar á Veðurstofu Íslands, telur um helmingslíkur á eldgosi eins og staðan er núna. Þá sagði hún stóran jarðskjálfta við Eldvörp í morgun ekki til marks um að kvika brjótist upp við upptök hans. Kvikugangurinn undir Fagradalsfjalli sé jafnframt að færast til suðurs. 11. mars 2021 10:21