Svarar Tobbu og telur um pólitískt högg á ráðherra að ræða Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 11. mars 2021 20:55 Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar lögmanns. Samsett „Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrra á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna.“ Svona hefst grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem birt var í kvöld en miklar deilur hafa orðið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að fá Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu á umbótum í réttarkerfinu. Jón Steinar skrifar að hann sæti nú persónulegum árásum og virðist þær til þess gerðar að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra. Þorbjörg Marinósdóttir, eða Tobba, ritstjóri DV, slóst í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa ákvörðun dómsmálaráðherra og sagði hún í pistli sem birtist á Vísi í dag að Jón Steinar hafi í kynferðisbrotamáli, þar sem hún var þolandi, orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. Jón Steinar segir ásakanir Tobbu fjarstæðu. Hann hafi aldrei misbeitt dómsvaldi sínu til að losa manninn úr farbanni. „Um var að ræða erlendan sakborning sem komst ekki heim til sín meðan farbannið hér á landi var í gildi. Í fyrri ákvörðun Hæstaréttar hafði verið lögð áhersla á að málinu gegn manninum væri hraðað meðan hann væri sviptur frelsi sínu með farbanninu og tímalengd þess miðuð við að það tækist,“ skrifar Jón Steinar. Jón Steinar sat í dómi sem dæmdi manninn í farbann á þeirri forsendur að málinu gegn manninum væri hraðað en það hafi ekki verið gert. Þegar farbannið hafi svo runnið úr gildi hafi verið óskað eftir framlengingu á því. „Við þessar aðstæður varð að taka afstöðu til þess enn á ný hvort kröfum laga fyrir farbanninu væri ennþá fullnægt. Ég taldi ekki að svo væri og rökstuddi afstöðu mína í sératkvæði mínu,“ skrifar Jón Steinar. Maðurinn var síðar sakfelldur fyrir brotið en sat hann aldrei af sér dóminn þar sem hann hafði farið úr landi og til síns heimalands. „Þetta lá auðvitað ekki fyrir þegar farbannið var fellt úr gildi. Þeir sem þurftu að úrskurða um það nutu ekki þeirra forréttinda að vita um niðurstöðu dómsmálsins, þar sem málið var ódæmt. Í forsendum dómsins yfir manninum er að finna yfirferð yfir ýmis gögn sem þar var fjallað um en lágu ekki fyrir þegar úrskurðað var um farbannið.“ Jón Steinar skrifar að hann sæti nú persónulegum árásum og virðist þær til þess gerðar að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra. Alþingi Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Persónuárásir Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrr á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna. Ekkert er fjær sanni. 11. mars 2021 20:01 Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47 Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Svona hefst grein Jóns Steinars Gunnlaugssonar sem birt var í kvöld en miklar deilur hafa orðið vegna ákvörðunar dómsmálaráðherra að fá Jón Steinar til að aðstoða ráðuneytið við vinnu á umbótum í réttarkerfinu. Jón Steinar skrifar að hann sæti nú persónulegum árásum og virðist þær til þess gerðar að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra. Þorbjörg Marinósdóttir, eða Tobba, ritstjóri DV, slóst í hóp þeirra sem gagnrýnt hafa ákvörðun dómsmálaráðherra og sagði hún í pistli sem birtist á Vísi í dag að Jón Steinar hafi í kynferðisbrotamáli, þar sem hún var þolandi, orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. Jón Steinar segir ásakanir Tobbu fjarstæðu. Hann hafi aldrei misbeitt dómsvaldi sínu til að losa manninn úr farbanni. „Um var að ræða erlendan sakborning sem komst ekki heim til sín meðan farbannið hér á landi var í gildi. Í fyrri ákvörðun Hæstaréttar hafði verið lögð áhersla á að málinu gegn manninum væri hraðað meðan hann væri sviptur frelsi sínu með farbanninu og tímalengd þess miðuð við að það tækist,“ skrifar Jón Steinar. Jón Steinar sat í dómi sem dæmdi manninn í farbann á þeirri forsendur að málinu gegn manninum væri hraðað en það hafi ekki verið gert. Þegar farbannið hafi svo runnið úr gildi hafi verið óskað eftir framlengingu á því. „Við þessar aðstæður varð að taka afstöðu til þess enn á ný hvort kröfum laga fyrir farbanninu væri ennþá fullnægt. Ég taldi ekki að svo væri og rökstuddi afstöðu mína í sératkvæði mínu,“ skrifar Jón Steinar. Maðurinn var síðar sakfelldur fyrir brotið en sat hann aldrei af sér dóminn þar sem hann hafði farið úr landi og til síns heimalands. „Þetta lá auðvitað ekki fyrir þegar farbannið var fellt úr gildi. Þeir sem þurftu að úrskurða um það nutu ekki þeirra forréttinda að vita um niðurstöðu dómsmálsins, þar sem málið var ódæmt. Í forsendum dómsins yfir manninum er að finna yfirferð yfir ýmis gögn sem þar var fjallað um en lágu ekki fyrir þegar úrskurðað var um farbannið.“ Jón Steinar skrifar að hann sæti nú persónulegum árásum og virðist þær til þess gerðar að koma pólitísku höggi á dómsmálaráðherra.
Alþingi Dómstólar Dómsmál Tengdar fréttir Persónuárásir Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrr á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna. Ekkert er fjær sanni. 11. mars 2021 20:01 Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47 Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Sjá meira
Persónuárásir Það verður lítið hlé á árásum á mig vegna fyrri starfa minna fyrr á tíð sem hæstaréttardómari. Tilgangurinn er að selja almenningi þá hugmynd að ég hafi verið sérstakur verndari kynferðisbrotamanna. Ekkert er fjær sanni. 11. mars 2021 20:01
Jón Steinar hafi boðið geranda hennar „út bakdyramegin korteri fyrir dómsuppkvaðningu“ Þorbjörg Marínósdóttir ritstjóri DV gagnrýnir ákvörðun dómsmálaráðherra um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar harðlega í pistli sem hún birtir á Vísi í dag. Þar segir Þorbjörg frá aðkomu Jóns Steinars að kynferðisofbeldismáli, í hverju hún var þolandi, sem hafi orðið þess valdandi að gerandinn fór úr landi og afplánaði aldrei dóm sinn. 11. mars 2021 14:47
Ástæðan fyrir því að dæmdur nauðgari þarf ekki að sitja af sér Mikið hefur verið rætt um ráðningu Jóns Steinars Gunnlaugssonar, lögmanns og fyrrverandi hæstaréttardómara, í ráðgjafastarf við dómsmálaráðuneytið. Á Jón að veita ráðgjöf varðandi endurbætur á réttarkerfinu, þá sérstaklega með styttingu málsmeðferðar í huga. 11. mars 2021 14:01