Jón Arnór: Stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. mars 2021 23:28 Jón Arnór Stefánsson var næststigahæstur Valsmanna í sigrinum á KR-ingum með tólf stig. vísir/hulda margrét Jón Arnór Stefánsson lék sinn fyrsta leik í búningi Vals á sínum gamla heimavelli, DHL-höllinni, í kvöld. Valsmenn unnu þá KR-inga, 77-87. Jón Arnór sagði tilfinninguna að spila á heimavelli KR sem leikmaður annars lið sérstaka en hann naut leiksins til hins ítrasta. „Þetta var svolítið skrítin tilfinning. Ég neita því ekki. Mikið af tilfinningum að koma hingað, keyra þessa leið sem maður hefur farið svo oft áður. Sjá þessi andlit og heyra KR-lagið. Ég stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun,“ sagði Jón Arnór léttur í lundu í samtali við Vísi eftir leikinn. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, mikill fiðringur í maganum og gaman að spila svona leik, hvað þá á móti félaginu þar sem maður ólst upp. Þetta var mjög skemmtilegur dagur í alla staði.“ Fannst við vera með þá Liðin héldu í hendur allt þar til í upphafi 4. leikhluta þegar Valsmenn náðu góðu áhlaupi. „Þetta var stál í stál bróðurpartinn af leiknum en einhvern veginn var tilfinningin eins og við værum með þá,“ sagði Jón Arnór. „Þegar þetta small leið okkur eins og við værum með þá þar sem við vildum. Við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, vorum með gott plan og framkvæmdum það vel. Þetta var frábær leikur og mjög mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Jordan framúrskarandi og frábær liðsheild Jordan Roland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Vals og skoraði fjörutíu stig í kvöld. „Þetta er það sem okkur hefur vantað, að fá skorara sem breytir öllu fyrir okkur, tekur meiri pressu af liðinu og opnar möguleika fyrir marga aðra. Hann dregur athyglina að sér og þá þurfum við hinir að vera klárir að setja skotin ofan í,“ sagði Jón Arnór. „Vonandi verður bara gott jafnvægi þarna á milli. Þetta var eiginlega frábær leikur frá öllum í kvöld. Jordan var framúrskarandi og allir lögðu í púkkið. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Jón Arnór sagði tilfinninguna að spila á heimavelli KR sem leikmaður annars lið sérstaka en hann naut leiksins til hins ítrasta. „Þetta var svolítið skrítin tilfinning. Ég neita því ekki. Mikið af tilfinningum að koma hingað, keyra þessa leið sem maður hefur farið svo oft áður. Sjá þessi andlit og heyra KR-lagið. Ég stóð mig að því að syngja með Bubba í upphitun,“ sagði Jón Arnór léttur í lundu í samtali við Vísi eftir leikinn. „Þetta var ótrúlega skemmtilegt, mikill fiðringur í maganum og gaman að spila svona leik, hvað þá á móti félaginu þar sem maður ólst upp. Þetta var mjög skemmtilegur dagur í alla staði.“ Fannst við vera með þá Liðin héldu í hendur allt þar til í upphafi 4. leikhluta þegar Valsmenn náðu góðu áhlaupi. „Þetta var stál í stál bróðurpartinn af leiknum en einhvern veginn var tilfinningin eins og við værum með þá,“ sagði Jón Arnór. „Þegar þetta small leið okkur eins og við værum með þá þar sem við vildum. Við vorum vel undirbúnir fyrir leikinn, vorum með gott plan og framkvæmdum það vel. Þetta var frábær leikur og mjög mikilvægur sigur fyrir okkur.“ Jordan framúrskarandi og frábær liðsheild Jordan Roland hefur komið eins og stormsveipur inn í lið Vals og skoraði fjörutíu stig í kvöld. „Þetta er það sem okkur hefur vantað, að fá skorara sem breytir öllu fyrir okkur, tekur meiri pressu af liðinu og opnar möguleika fyrir marga aðra. Hann dregur athyglina að sér og þá þurfum við hinir að vera klárir að setja skotin ofan í,“ sagði Jón Arnór. „Vonandi verður bara gott jafnvægi þarna á milli. Þetta var eiginlega frábær leikur frá öllum í kvöld. Jordan var framúrskarandi og allir lögðu í púkkið. Það var frábær liðsheild sem skóp þennan sigur.“ Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50 Mest lesið „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Körfubolti Uppgjör: FH - Valur 3-0| FH skellti Valsmönnum Íslenski boltinn Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Körfubolti Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð Formúla 1 Nik sendi Ástu skeyti: „Mikil eftirvænting fyrir þessari frumraun“ Íslenski boltinn Heimamaður setti met í fjölmennasta utanvegahlaupi Íslands Sport Hörður í hóp eftir tæplega tveggja ára meiðsli Fótbolti „Vantar hjarta og baráttu í mína menn“ Fótbolti „Þetta er tilfinning sem maður nærist á“ Sport Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Körfubolti Fleiri fréttir „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Brunson sendi Pistons í sumarfrí en Clippers tryggði sér oddaleik Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 86-79 | Haukar taka forystu í úrslitaeinvíginu LeBron um framtíðina: „Hef ekki svar“ Úlfarnir sendu Luka, LeBron og félaga í sumarfrí Martin að ná í úrslitakeppnina eftir allt saman? Annað skiptið í röð sem leikmaður San Antonio er valinn nýliði ársins Luka borgar fyrir viðgerðir á minnismerki um Kobe Slapp vel frá rafmagnsleysinu Pabbi Haliburtons ögraði Giannis: „Mikil vanvirðing“ Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: KR - Valur 77-87 | Fyrsti sigur Vals á KR á þessari öld Valur gerði góða ferð í DHL-höllina og vann KR, 77-87, í 14. umferð Domino‘s deildar karla í kvöld. Þetta var fyrsti sigur Valsmanna á KR-ingum í nákvæmlega 22 ár. Síðasti sigurinn kom í lokaumferð efstu deildar 11. mars 1999. 11. mars 2021 22:50