Selfoss með óvæntan sigur á Stjörnunni, létt hjá Val ásamt öðrum úrslitum Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 13. mars 2021 18:15 Tokic skoraði tvö mörk er Selfoss vann óvæntan sigur í dag. Selfoss Þremur leikjum til viðbótar í Lengjubikar karla er nú lokið. Selfoss vann Stjörnuna 2-1, Valur vann HK 3-0, ÍBV vann Fjölni í Grafarvoginum. Í kvennaflokki gerðu Þróttur Reykjavík og ÍBV 2-2 jafntefli. Í riðli 1 í A-deild vann Valur þægilegan 3-0 sigur á Aftureldingu. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Íslandsmeisturunum yfir á 14. mínútu. Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Patrick Pedersen bætti við þriðja markinu undir lok leiks. Valur vinnur riðilinn með 13 stig og fer í 8-liða úrslit ásamt KA. Afturelding endar í fimmta sæti með þrjú stig eftir fimm leiki. Á Selfossi komu heimamenn á óvart en þeir unnu Pepsi Max-deildarlið Stjörnunnar 2-1. Hrvoje Tokic skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og Selfyssingar 2-0 yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þormar Elvarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 76. mínútu en nær komust Garðbæingar ekki. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. Það breytir því þó ekki að Stjarnan vinnur riðil 3 í A deild og fer þar af leiðandi í 8-liða úrslit keppninnar á meðan Selfoss endar í 4. sæti með sex stig eftir fimm leiki. ÍBV gerði út um leik sinn gegn Fjölni í fyrri hálfleik. Sindri Scheving kom ÍBV yfir er hann skoraði sjálfsmark á 14. mínútu og áður en fyrri hálfleikur var liðinn hafði Gary John Martin bætt við tveimur mörkum til viðbótar. Gary Martin skoraði tvö mörk í dag.Vísir/Daníel Þór Andri Freyr Jónasson minnkaði muninn fyrir Fjölni í upphafi síðari hálfleiks en nær komust heimamenn ekki. Lokatölur 3-1 en hvorugt lið komst áfram í 8-liða úrslit. Í Laugardalnum mættust svo Þróttur Reykjavík og ÍBV en bæði lið leika í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Shaelan Grace Murison Brown kom Þrótti yfir snemma leiks en Olga Sevcova jafnaði metin skömmu síðar, staðan 1-1 í hálfleik. Viktorija Zaicikova kom gestunum yfir á 56. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir metin fyrir Þrótt og staðan orðin 2-2. Reyndust það lokatölur leiksins Þróttur er með sjö stig að loknum þremur leikjum á meðan þetta var fyrsta stig ÍBV. Fótbolti Íslenski boltinn UMF Selfoss Stjarnan Valur Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira
Í riðli 1 í A-deild vann Valur þægilegan 3-0 sigur á Aftureldingu. Kristinn Freyr Sigurðsson kom Íslandsmeisturunum yfir á 14. mínútu. Sigurður Egill Lárusson tvöfaldaði forystuna í síðari hálfleik áður en Patrick Pedersen bætti við þriðja markinu undir lok leiks. Valur vinnur riðilinn með 13 stig og fer í 8-liða úrslit ásamt KA. Afturelding endar í fimmta sæti með þrjú stig eftir fimm leiki. Á Selfossi komu heimamenn á óvart en þeir unnu Pepsi Max-deildarlið Stjörnunnar 2-1. Hrvoje Tokic skoraði tvívegis í fyrri hálfleik og Selfyssingar 2-0 yfir er flautað var til loka fyrri hálfleiks. Þormar Elvarsson varð fyrir því óláni að skora sjálfsmark á 76. mínútu en nær komust Garðbæingar ekki. Lokatölur 2-1 Selfyssingum í vil. Það breytir því þó ekki að Stjarnan vinnur riðil 3 í A deild og fer þar af leiðandi í 8-liða úrslit keppninnar á meðan Selfoss endar í 4. sæti með sex stig eftir fimm leiki. ÍBV gerði út um leik sinn gegn Fjölni í fyrri hálfleik. Sindri Scheving kom ÍBV yfir er hann skoraði sjálfsmark á 14. mínútu og áður en fyrri hálfleikur var liðinn hafði Gary John Martin bætt við tveimur mörkum til viðbótar. Gary Martin skoraði tvö mörk í dag.Vísir/Daníel Þór Andri Freyr Jónasson minnkaði muninn fyrir Fjölni í upphafi síðari hálfleiks en nær komust heimamenn ekki. Lokatölur 3-1 en hvorugt lið komst áfram í 8-liða úrslit. Í Laugardalnum mættust svo Þróttur Reykjavík og ÍBV en bæði lið leika í Pepsi Max deild kvenna í sumar. Shaelan Grace Murison Brown kom Þrótti yfir snemma leiks en Olga Sevcova jafnaði metin skömmu síðar, staðan 1-1 í hálfleik. Viktorija Zaicikova kom gestunum yfir á 56. mínútu en aðeins tveimur mínútum síðar jafnaði Álfhildur Rósa Kjartansdóttir metin fyrir Þrótt og staðan orðin 2-2. Reyndust það lokatölur leiksins Þróttur er með sjö stig að loknum þremur leikjum á meðan þetta var fyrsta stig ÍBV.
Fótbolti Íslenski boltinn UMF Selfoss Stjarnan Valur Mest lesið „Ég trúði ekki að þetta væri að gerast“ Sport Hefur eignast barn en þarf samt að sanna að hún sé kona Sport Mourinho grét á blaðamannafundi Fótbolti Fótboltamaður drukknaði Fótbolti Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Enski boltinn Liverpool búið að samþykkja tilboð en nú veltur allt á Darwin Nunez Enski boltinn Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Enski boltinn Dramatík í Barcelona: Félagið í mál við eigin leikmann Fótbolti Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Íslenski boltinn Opinberuðu sambandið með sigurkossi Formúla 1 Fleiri fréttir Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Sjáðu Pedersen bæta metið og Skagamenn jafna með skrýtnum mörkum Uppgjör: ÍA - Valur 2-2 | Skaginn náði í stig með ótrúlegu marki Hansen hamingjusamur í Víkinni næstu árin Tryggvi þurfti að bíða í 257 daga eftir að bæta metið „Margir sem voru tilbúnir að koma honum fyrir kattarnef fyrir mig“ Natasha með slitið krossband Kári reynir að hjálpa HK upp um deild „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Sjáðu tvennu Sigurðar og snögg svör Víkinga Tómas Bent seldur til Skotlands Sigurður grautfúll: „Líður eins og við höfum tapað þessum leik“ „Dómur af himnum ofan“ Þurfa þrjú stig „ef við ætlum ekki að lenda í veseni“ „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ „Alltaf gaman að skora fyrir uppeldisfélagið“ Uppgjörið: FH - Víkingur 2-2 | Forza ragazzi! Uppgjör: Breiðablik - KA 1-1 | Umdeild vítaspyrna tryggði Íslandsmeisturunum stig „Lélegasti leikurinn okkar í sumar“ „Hefðum ekki átt að tapa þessum leik“ „Ég vona að tjaldið mitt sé ennþá þarna, það verður gaman í kvöld“ Uppgjörið: ÍBV - KR 2-1 | Fyrirliðinn tryggði fögnuð í Eyjum „Einhver blástur en ekkert sem á að hafa svakaleg áhrif“ ÍBV fær liðsstyrk úr Laugardal Jóhannes ræddi ekki við Val: „Ef ég ætlaði að fara frá KR var það alltaf bara út“ Kristján hættur sem þjálfari Vals en Matthías verður áfram Skoraði ekki í leiknum en dómararnir skráðu samt á hana tvö mörk Sjá meira