Brotist inn til Hinriks og Markle í tvígang Kjartan Kjartansson skrifar 14. mars 2021 10:02 Hinrik, hertogi af Sussex, með eiginkonu sinni Meghan Markle. Vísir/EPA Karlmaður á fertugsaldri hefur verið kærður fyrir að brjótast inn í setur Hinriks Bretaprins og Meghan Markle, eiginkonu hans, í Kaliforníu yfir jólin. Hjónin hafa ekki fengið öryggisgæslu á vegum bresku konungsfjölskyldunnar undanfarin misseri og í nýlegu viðtali lýsti Hinrik áhyggjum af öryggi fjölskyldu sinnar. Slúðurvefurinn TMZ hefur eftir heimildarmönnum sínum innan lögreglunnar að sami karlmaður hafi brotist inn í hús hertogahjónanna í Montecito í Kaliforníu, fyrst á aðfangadagskvöld og svo aftur á öðrum degi jóla. Maðurinn er sagður hafa ekið alla leiðina frá Ohio en ekki liggi fyrir hvað hann vildi hjónunum né hvort að þau hafi verið heima þegar hann mætti óboðinn heim til þeirra. Hinrik, sem gengur undir gælunafninu „Harry“, sagði í viðtali við spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey á dögunum að þegar hann og Markle létu af formlegum störfum fyrir konungsfjölskylduna og fluttu til Norður-Ameríku hafi þau verið svipt lífvarðasveit sinni. Benti prinsinn á að þrátt fyrir að þau komi ekki lengur fram fyrir hönd konungsfjölskyldunnar steðji ýmsar ógnir enn að þeim. Viðtalið við hjónin vakti mikla athygli innan og utan Bretlands. Í því lýstu þau meðal annars rasisma innan bresku konungshallarinnar. Hinrik sagði að Karl Bretaprins, faðir sinn, hafi hætt að svara honum í síma eftir að hann og Markle ákváðu að láta af opinberum störfum. Bretland Bandaríkin Harry og Meghan Tengdar fréttir Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34 Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Hjónin hafa ekki fengið öryggisgæslu á vegum bresku konungsfjölskyldunnar undanfarin misseri og í nýlegu viðtali lýsti Hinrik áhyggjum af öryggi fjölskyldu sinnar. Slúðurvefurinn TMZ hefur eftir heimildarmönnum sínum innan lögreglunnar að sami karlmaður hafi brotist inn í hús hertogahjónanna í Montecito í Kaliforníu, fyrst á aðfangadagskvöld og svo aftur á öðrum degi jóla. Maðurinn er sagður hafa ekið alla leiðina frá Ohio en ekki liggi fyrir hvað hann vildi hjónunum né hvort að þau hafi verið heima þegar hann mætti óboðinn heim til þeirra. Hinrik, sem gengur undir gælunafninu „Harry“, sagði í viðtali við spjallþáttadrottninguna Opruh Winfrey á dögunum að þegar hann og Markle létu af formlegum störfum fyrir konungsfjölskylduna og fluttu til Norður-Ameríku hafi þau verið svipt lífvarðasveit sinni. Benti prinsinn á að þrátt fyrir að þau komi ekki lengur fram fyrir hönd konungsfjölskyldunnar steðji ýmsar ógnir enn að þeim. Viðtalið við hjónin vakti mikla athygli innan og utan Bretlands. Í því lýstu þau meðal annars rasisma innan bresku konungshallarinnar. Hinrik sagði að Karl Bretaprins, faðir sinn, hafi hætt að svara honum í síma eftir að hann og Markle ákváðu að láta af opinberum störfum.
Bretland Bandaríkin Harry og Meghan Tengdar fréttir Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34 Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07 Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Leiddi fordæmalausa bænastund á Musterishæð Eldur í olíugeymslu í Sochi eftir drónaárás Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Beinaber gísl látinn grafa eigin gröf á Gasa Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum „Fordæmalaus hitabylgja“ leikur Skandínava grátt Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Trump ræsir út kjarnorkukafbáta eftir „ögrandi“ ummæli Rússa „Clinton áætlunin“ líklega tilbúningur rússneskra njósnara „Ekki taka. Endurheimta. Þetta er okkar“ Arabaríkin sameinast um afvopnun Hamas og fordæmingu á árásunum 7. október Bukele ryður leiðina að einræði í El Salvador Freista þess að hindra að Bandaríkin fargi miklu magni getnaðarvarna Hvatti ríki til að stuðla að stjórnarskiptum í Rússlandi Tollar á vörur frá Íslandi verða 15 prósent samkvæmt forsetatilskipun Leynilega geimfarið sent á sporbraut í áttunda sinn Samþykkja ný lög um spillingarrannsóknir eftir mótmæli Múhameð eykur forskotið og enginn nefndur Keir Gera miklar breytingar á kjördæmum Texas, að beiðni Trumps Suðureyjargöng skilyrt hækkun eftirlaunaaldurs Kínverjar leita leiða til að granda gervihnöttum Musks Í áfalli eftir að hafa fengið bréf frá árásarmanninum inn um lúguna Dregur í land og segir Starmer og félaga verðlauna Hamas Létu sprengjum rigna á Kænugarð Sjá meira
Álit Breta á Meghan og Harry aldrei verið verra Álit bresks almennings á hjónunum Meghan Markle og Harry prins hefur aldrei verið eins slæmt og núna eftir að umdeilt viðtal Opruh Winfrey við hjónin var sýnt. Viðtalið vakti heimsathygli þar sem þau greindu meðal annars frá því að fjölskyldumeðlimir Harry hafi lýst áhyggjum yfir litarhafti sonar þeirra áður en hann fæddist. 12. mars 2021 17:34
Segir konungsfjölskylduna alls ekki rasíska fjölskyldu Vilhjálmur Bretaprins segir að breska konungsfjölskyldan sé „alls ekki rasísk fjölskylda“. Prinsinn tjáði sig í fyrsta sinn í morgun um viðtal Opruh Winfrey við brópur sinn, Harry prins, og Meghan. 11. mars 2021 12:07