Umboðsmaður Söru um fréttirnar: Þetta er áfall Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 15. mars 2021 10:31 Snorri Barón Jónsson og Sara Sigmundsdóttir þekkjast vel og hann hefur mikla trú á því að hún komi sterkari til baka eftir að hafa slitið krossband rétt áður en 2021 CrossFit tímabilið hófst. Samsett/Instagram/@snorribaron Snorri Barón Jónsson, umboðsmaður CrossFit konunnar Söru Sigmundsdóttur, tjáði sig um hræðilegar fréttir gærdagsins þar sem Sara sagði frá því að hún hefði slitið krossband í hné. Sara Sigmundsdóttir var búin að fá sér nýjan þjálfara og metnaðurinn var sem fyrr settur á það að verða heimsmeistari í CrossFit í haust. Sara meiddist hins vegar rétt áður en tímabilið byrjaði og missir alveg af heimsleikunum 2021. „Þetta hefur verið streituvaldandi vika og ég held að ég geti fullyrt það að enginn okkar í hennar teymi sá þetta fyrir. Þetta er því áfall og það mun taka sinn tíma að sætta sig við þetta,“ skrifaði Snorri Barón á Instagram síðu sína. „Hlutirnir hafa verið að ganga svo vel hjá Söru að undanförnu. Hún hefur safnað saman svo öflugu liði í kringum sig af hæfileikaríku fagfólki og hafði auk þess verið svo einbeitt á allt í undirbúningnum fyrir tímabilið,“ skrifaði Snorri Barón. Sara komst á verðlaunapall á heimsleikunum tvö ár í röð, 2015 og 2016, en lítið sem ekkert hefur gengið upp hjá henni á síðustu þremur heimsleikum. Sara endaði í fjórða sæti á heimsleikunum 2017 en hefur síðan verið langt frá þeim bestu undanfarin þrjú ár þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá henni. „Sara hefur þurft að glíma við sinn skerf af vandamálum undanfarin tímabil en ég var sannfærður um að allt slíkt væri nú í baksýnisspeglinum. 2021 tímabilið var tímabilið þar sem allt átti að smella og það er svo fjarstæðukennt að því hafi lokið áður en það byrjaði,“ skrifaði Snorri Barón. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Sara er meira en bara skjólstæðingur því hún er ein af mínum bestu vinum. Ég þekki hana vel og ég lofað því að af að einhver getur komið til baka sterkari eftir svona þá er það Sara. Hún mun væntanlega bjóða upp á úrvals kennslustund í því að snúa slæmri stöðu í góða. Hún mun einhvern vegin gera þetta að því besta sem sem hún hefur lent í,“ skrifaði Snorri. „Hún er ein harðasta persóna sem ég þekki og það er að segja mikið því ég þekki marga harða,“ skrifaði Snorri. „Við vitum ekki enn hvernig tímalínan hennar mun líta út. Það mun skýrast mikið á næstu vikum og Sara mun segja frá því sjálf þegar hlutirnir komast á hreint,“ skrifaði Snorri. „Allt sem ég veit að það bíða bjartari dagar og hún verður aftur farin að keppa áður en við vitum af því þar sem hún verður sterkari, hraustari, fljótari og hungraðri en aldrei fyrr,“ skrifaði Snorri Barón. CrossFit Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira
Sara Sigmundsdóttir var búin að fá sér nýjan þjálfara og metnaðurinn var sem fyrr settur á það að verða heimsmeistari í CrossFit í haust. Sara meiddist hins vegar rétt áður en tímabilið byrjaði og missir alveg af heimsleikunum 2021. „Þetta hefur verið streituvaldandi vika og ég held að ég geti fullyrt það að enginn okkar í hennar teymi sá þetta fyrir. Þetta er því áfall og það mun taka sinn tíma að sætta sig við þetta,“ skrifaði Snorri Barón á Instagram síðu sína. „Hlutirnir hafa verið að ganga svo vel hjá Söru að undanförnu. Hún hefur safnað saman svo öflugu liði í kringum sig af hæfileikaríku fagfólki og hafði auk þess verið svo einbeitt á allt í undirbúningnum fyrir tímabilið,“ skrifaði Snorri Barón. Sara komst á verðlaunapall á heimsleikunum tvö ár í röð, 2015 og 2016, en lítið sem ekkert hefur gengið upp hjá henni á síðustu þremur heimsleikum. Sara endaði í fjórða sæti á heimsleikunum 2017 en hefur síðan verið langt frá þeim bestu undanfarin þrjú ár þar sem meiðsli hafa sett stórt strik í reikninginn hjá henni. „Sara hefur þurft að glíma við sinn skerf af vandamálum undanfarin tímabil en ég var sannfærður um að allt slíkt væri nú í baksýnisspeglinum. 2021 tímabilið var tímabilið þar sem allt átti að smella og það er svo fjarstæðukennt að því hafi lokið áður en það byrjaði,“ skrifaði Snorri Barón. View this post on Instagram A post shared by Snorri Baron (@snorribaron) „Sara er meira en bara skjólstæðingur því hún er ein af mínum bestu vinum. Ég þekki hana vel og ég lofað því að af að einhver getur komið til baka sterkari eftir svona þá er það Sara. Hún mun væntanlega bjóða upp á úrvals kennslustund í því að snúa slæmri stöðu í góða. Hún mun einhvern vegin gera þetta að því besta sem sem hún hefur lent í,“ skrifaði Snorri. „Hún er ein harðasta persóna sem ég þekki og það er að segja mikið því ég þekki marga harða,“ skrifaði Snorri. „Við vitum ekki enn hvernig tímalínan hennar mun líta út. Það mun skýrast mikið á næstu vikum og Sara mun segja frá því sjálf þegar hlutirnir komast á hreint,“ skrifaði Snorri. „Allt sem ég veit að það bíða bjartari dagar og hún verður aftur farin að keppa áður en við vitum af því þar sem hún verður sterkari, hraustari, fljótari og hungraðri en aldrei fyrr,“ skrifaði Snorri Barón.
CrossFit Mest lesið Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi Sport Segir fjórðung í bók Óla ósannan Íslenski boltinn „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Fótbolti „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Enski boltinn Hætti við að keppa út af hundinum sínum Sport Elías mættur til meistaranna Íslenski boltinn Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum Fótbolti „Er því miður kominn í jólafrí“ Handbolti KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Íslenski boltinn Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ Fótbolti Fleiri fréttir Stjarnan - Álftanes | Nágrannaslagur í Garðabæ Ármann - ÍA | Nýliðaslagur í höllinni Hrannar Snær til Noregs Breiðablik, Valur og Þór/KA fengu milljónir vegna EM Elías mættur til meistaranna Jokic tók NBA-met af Abdul-Jabbar í nótt Syrgir góðan félaga í Åge: „Ótrúlega leiðinlegt að hann sé nú farinn“ KR sagt vera að landa Arnóri Ingva Fantasýn: „Hann setti allt á 3 og það kom upp 19“ Stærsti leikur ársins í Eyjum fer fram í kvöld Fyrrum kappaksturshetja og fjölskylda hans létust í flugslysi „Ég finn lykt af ótta, ég sé eitthvað í augum hans“ Hætti við að keppa út af hundinum sínum KR á frábærum stað en getur ekki unnið titilinn Dallas Cowboys er enn verðmætasta íþróttalið heims Karólína Lea því miður of snemma í jólafrí Alexander Isak fékk sænska gullboltann Besti CrossFit-maður Íslands elskar Búlluna Hilmar Árni til starfa hjá KR „Salah líkaði ekki að vera í skugganum af Isak og Wirtz“ Helmingur landsliðskvenna er undir lágmarkslaunum „Grimmileg áminning um hversu harkalegt og grimmt lífið getur verið“ Setti heimsmet fyrir mömmu sína Segir fjórðung í bók Óla ósannan Bardagakappi drukknaði á Amazon-svæðinu Dagskráin í dag: Píla og Álftanes með nýjan þjálfara Í fyrsta sinn rukkað inn á Fan Zone á HM Davíð sendir hjartnæma kveðju til Hareide Útilokar ekki breytingar: „Er klárlega að líta í kringum mig“ „Er því miður kominn í jólafrí“ Sjá meira