Langtímalausnir við skammtímavandamáli? Guðbrandur Einarsson skrifar 16. mars 2021 11:30 Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi. Slíkt kallar á fumlausar aðgerðir til þess að standa með þeim sem búa við þær skelfilegu aðstæður. Aðgerðir sem ekki er hægt að bíða eftir. Atvinnuleysi tífaldast Ríkisstjórn Íslands telur eðlilegt að atvinnuleysisbótatímabilið sé það stysta sem verið hefur á þessari öld þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki. Á Suðurnesjum hefur atvinnuleysið tífaldast frá því þegar best lét. Flestir þeir sem eru á atvinnuleysisskrá munu fara til þeirra starfa sem þeir sinntu áður en til faraldursins kom um leið og færi gefst. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að þessum hópi á meðan að þetta ástand varir. Þingmenn stjórnarmeirihlutans tala í sífellu bara um virkni og að halda lífi í fyrirtækjunum. Á þess konar leikrit mátti m.a. hlusta á Sprengisandi nýverið þar sem þrír þingmenn tókust á um ástandið hér suður með sjó, tveir frá stjórnarmeirihluta, þar af annar sem situr sem þingmaður Suðurkjördæmis og síðan þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu. Vil ég leyfa mér að vitna í nokkur atriði sem stjórnarþingmennirnar létu hafa eftir sér. Þingmaður Framsóknarflokks: „Við í Framsóknarflokknum, við höfum ekki kannski tekið undir þessar hugmyndir Samfylkingarinnar um að það sé besti kosturinn til að koma til móts við þennan hóp með því að lengja atvinnuleysistímabilið.“ Þáttastjórnandi: Þið teljið að þetta sé ekki nógu góð hugmynd að lengja þetta tímabil? Þingmaður Framsóknarflokks: „Nei við teljum skynsamlegra að fara aðrar leiðir […]“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „ […]það kannski sem greinir mína pólitík frá pólitík Oddnýjar í staðinn fyrir að halda áfram og lengja atvinnuleysisbótatímabilið þá vil ég miklu frekar veita súrefni til fyrirtækja og fólkið á Suðurnesjum þarf að búa til einhver tækifæri úr þeim mikla auð sem þarna er […] í mínum huga er það ekki þannig að við niðri á þingi eigum að koma okkur saman jæja nú ættu allir að fara í eitt stykki álver eða eitthvað annað heldur búa til þennan ramma og leyfa frumkvöðlum þessa lands að finna út úr því hvað hægt er að gera og það er kannski innspýtingin sem vantar þarna á Suðurnesjum.“ Þáttastjórnandi: Er það ekki langtímalausn á skammtímavandamáli? Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Það er alltaf lausnin held ég að hugsa um fyrirtækin og að þau þurfi súrefni og að það þurfi að byggja upp en ég held að það sé engin langtímalausn sko að lengja bara í atvinnuleysisbótakerfinu okkar heldur þarf þetta fólk að fá vinnu og ef það er ekki vinna þá þurfum við auðvitað að vera með einhver virkniúrræði.“ Það var og. Ég hlýt að spyrja eins og þáttastjórnandi hvort reyna eigi að beita langtímalausnum til þess að leysa skammtímavandamál. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talaði einnig um að styrkja grunninnviði, eins og menntakerfið og heilsugæsluna á Suðurnesjum. Hvorki ég né aðrir hér hafa séð einhvern sérstakan vilja þessarar ríkisstjórnar til þess að styðja við og styrkja þá grunninnviði. Verði tekin einhver skref í þá átt verða þau mjög velkomin. Það virðist vera orðin eins konar „mantra“ þessarar ríkisstjórnar að koma þurfi fólkinu hér á Suðurnesjum í einhverja virkni. Að koma okkur til vinnu með einhverjum hætti. Ég vil hins vegar breyta þessari möntru. Ég vil að stutt verði við fólk á meðan það þarf á því að halda og ég fullyrði að það mun ekkert skorta á viljann til vinnu um leið og faraldurinn gengur niður. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Vinnumarkaður Reykjanesbær Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Sjá meira
Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi. Slíkt kallar á fumlausar aðgerðir til þess að standa með þeim sem búa við þær skelfilegu aðstæður. Aðgerðir sem ekki er hægt að bíða eftir. Atvinnuleysi tífaldast Ríkisstjórn Íslands telur eðlilegt að atvinnuleysisbótatímabilið sé það stysta sem verið hefur á þessari öld þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki. Á Suðurnesjum hefur atvinnuleysið tífaldast frá því þegar best lét. Flestir þeir sem eru á atvinnuleysisskrá munu fara til þeirra starfa sem þeir sinntu áður en til faraldursins kom um leið og færi gefst. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að þessum hópi á meðan að þetta ástand varir. Þingmenn stjórnarmeirihlutans tala í sífellu bara um virkni og að halda lífi í fyrirtækjunum. Á þess konar leikrit mátti m.a. hlusta á Sprengisandi nýverið þar sem þrír þingmenn tókust á um ástandið hér suður með sjó, tveir frá stjórnarmeirihluta, þar af annar sem situr sem þingmaður Suðurkjördæmis og síðan þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu. Vil ég leyfa mér að vitna í nokkur atriði sem stjórnarþingmennirnar létu hafa eftir sér. Þingmaður Framsóknarflokks: „Við í Framsóknarflokknum, við höfum ekki kannski tekið undir þessar hugmyndir Samfylkingarinnar um að það sé besti kosturinn til að koma til móts við þennan hóp með því að lengja atvinnuleysistímabilið.“ Þáttastjórnandi: Þið teljið að þetta sé ekki nógu góð hugmynd að lengja þetta tímabil? Þingmaður Framsóknarflokks: „Nei við teljum skynsamlegra að fara aðrar leiðir […]“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „ […]það kannski sem greinir mína pólitík frá pólitík Oddnýjar í staðinn fyrir að halda áfram og lengja atvinnuleysisbótatímabilið þá vil ég miklu frekar veita súrefni til fyrirtækja og fólkið á Suðurnesjum þarf að búa til einhver tækifæri úr þeim mikla auð sem þarna er […] í mínum huga er það ekki þannig að við niðri á þingi eigum að koma okkur saman jæja nú ættu allir að fara í eitt stykki álver eða eitthvað annað heldur búa til þennan ramma og leyfa frumkvöðlum þessa lands að finna út úr því hvað hægt er að gera og það er kannski innspýtingin sem vantar þarna á Suðurnesjum.“ Þáttastjórnandi: Er það ekki langtímalausn á skammtímavandamáli? Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Það er alltaf lausnin held ég að hugsa um fyrirtækin og að þau þurfi súrefni og að það þurfi að byggja upp en ég held að það sé engin langtímalausn sko að lengja bara í atvinnuleysisbótakerfinu okkar heldur þarf þetta fólk að fá vinnu og ef það er ekki vinna þá þurfum við auðvitað að vera með einhver virkniúrræði.“ Það var og. Ég hlýt að spyrja eins og þáttastjórnandi hvort reyna eigi að beita langtímalausnum til þess að leysa skammtímavandamál. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talaði einnig um að styrkja grunninnviði, eins og menntakerfið og heilsugæsluna á Suðurnesjum. Hvorki ég né aðrir hér hafa séð einhvern sérstakan vilja þessarar ríkisstjórnar til þess að styðja við og styrkja þá grunninnviði. Verði tekin einhver skref í þá átt verða þau mjög velkomin. Það virðist vera orðin eins konar „mantra“ þessarar ríkisstjórnar að koma þurfi fólkinu hér á Suðurnesjum í einhverja virkni. Að koma okkur til vinnu með einhverjum hætti. Ég vil hins vegar breyta þessari möntru. Ég vil að stutt verði við fólk á meðan það þarf á því að halda og ég fullyrði að það mun ekkert skorta á viljann til vinnu um leið og faraldurinn gengur niður. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun