Líklegasta gossvæðið færst frá Nátthaga að Fagradalsfjalli Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2021 18:16 Núverandi hrina hefur nú staðið í um þrjár vikur. Vísir/vilhelm Líklegasta gossvæðið á Reykjanesskaga hefur færst aftur frá Nátthaga norðaustur eftir kvikuganginum að norðausturhluta Fagradalsfjalls. Þetta er niðurstaða vísindaráðs almannavarna og byggist á greiningu á skjálftavirkni síðasta sólarhringinn, úrvinnslu úr GPS mælingum og gervihnattamyndum. Benda nýjustu gögnin til þess að kvika haldi áfram að flæða inn í kvikuganginn milli Fagradalsfjalls og Keilis en að færsla kvikugangsins til suðurs hafi stöðvast. Þetta er kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna sem fram fór í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en sviðsmyndir sem gefnar hafa verið út eru áfram í gildi. Meðal þeirra er að skjálfti geti orðið á svæðinu milli Kleifarvatns og Bláfjalla af stærð allt að 6,5. Kvikugangurinn liggur milli Fagradalsfjalls og Keilis.Veðurstofa Íslands Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur verið minni síðasta sólarhringinn ef miðað er við virknina um helgina að sögn almannavarna. Talsvert hefur verið um smáskjálfta síðasta sólarhringinn og er það sagt vera merki um hversu kaflaskipt skjálftavirknin hefur verið í hrinunni. Fram í tilkynningu að mesta skjálftavirknin tengd kvikuganginum, hafi færst um fjóra til fimm kílómetra í norðaustur frá svæðinu við Nátthaga og sé nú staðsett við norðaustanvert Fagradalsfjall, um miðbik þess svæðis sem kvikugangurinn hefur haldið sig á frá upphafi hrinunnar. Líklegt að hluti kvikunnar hafi storknað Kvikugangurinn hefur nú verið að myndast í um þrjár vikur og líklegt er að hluti hans hafi storknað. Það að kvika storkni í hluta gangsins, dregur hins vegar ekki úr líkum á að það gjósi á svæðinu að sögn vísindaráðs almannavarna. Dæmi séu um að skjálftavirkni færist fram og til baka eftir kvikuganginum áður en gos hefjist, til dæmis í aðdraganda Holuhraunsgossins árið 2014. Að sögn vísindaráðs almannavarna eru eftirtaldar sviðsmyndir líklegastar þegar kemur að framvindu atburða á Reykjanesskaga Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur Skjálftar allt að 6 að stærð verða í nágrenni við Fagradalsfjall Skjálfti verður að stærð 6.5 sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum Kvikuflæði heldur áfram inn í kvikuganginn í nágrenni við Fagradalsfjall: Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ná í byggð Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Benda nýjustu gögnin til þess að kvika haldi áfram að flæða inn í kvikuganginn milli Fagradalsfjalls og Keilis en að færsla kvikugangsins til suðurs hafi stöðvast. Þetta er kom fram á fundi vísindaráðs almannavarna sem fram fór í dag. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum en sviðsmyndir sem gefnar hafa verið út eru áfram í gildi. Meðal þeirra er að skjálfti geti orðið á svæðinu milli Kleifarvatns og Bláfjalla af stærð allt að 6,5. Kvikugangurinn liggur milli Fagradalsfjalls og Keilis.Veðurstofa Íslands Jarðskjálftavirkni á Reykjanesskaga hefur verið minni síðasta sólarhringinn ef miðað er við virknina um helgina að sögn almannavarna. Talsvert hefur verið um smáskjálfta síðasta sólarhringinn og er það sagt vera merki um hversu kaflaskipt skjálftavirknin hefur verið í hrinunni. Fram í tilkynningu að mesta skjálftavirknin tengd kvikuganginum, hafi færst um fjóra til fimm kílómetra í norðaustur frá svæðinu við Nátthaga og sé nú staðsett við norðaustanvert Fagradalsfjall, um miðbik þess svæðis sem kvikugangurinn hefur haldið sig á frá upphafi hrinunnar. Líklegt að hluti kvikunnar hafi storknað Kvikugangurinn hefur nú verið að myndast í um þrjár vikur og líklegt er að hluti hans hafi storknað. Það að kvika storkni í hluta gangsins, dregur hins vegar ekki úr líkum á að það gjósi á svæðinu að sögn vísindaráðs almannavarna. Dæmi séu um að skjálftavirkni færist fram og til baka eftir kvikuganginum áður en gos hefjist, til dæmis í aðdraganda Holuhraunsgossins árið 2014. Að sögn vísindaráðs almannavarna eru eftirtaldar sviðsmyndir líklegastar þegar kemur að framvindu atburða á Reykjanesskaga Það dregur úr jarðskjálftavirkni næstu daga eða vikur Skjálftar allt að 6 að stærð verða í nágrenni við Fagradalsfjall Skjálfti verður að stærð 6.5 sem á sér upptök í Brennisteinsfjöllum Kvikuflæði heldur áfram inn í kvikuganginn í nágrenni við Fagradalsfjall: Kvikuinnskotsvirkni minnkar og kvika storknar Leiðir til flæðigoss með hraunflæði sem mun líklega ekki ná í byggð Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Tengdar fréttir Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23 Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Innlent Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Erlent Fleiri fréttir Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Sjá meira
Enginn skjálfti yfir þremur í nótt Frá miðnætti hafa mælst rúmlega 600 jarðskjálftar á Reykjanesskaganum en enginn þeirra hefur verið stærri en þrír. 16. mars 2021 06:23
Skjálfti að stærð 4,3 á ellefta tímanum Skjálfti að stærðinni 4,3 reið yfir á Reykjanesskaga klukkan 22:32 í kvöld. Hann átti upptök sín við norðaustanvert Fagradalsfjall. Þetta er stærsti skjálftinn sem riðið hefur yfir síðan á þriðja tímanum í gær, þegar skjálfti að stærð 5,3 varð. 15. mars 2021 23:08