Tökumenn BBC um borð í vélarvana bát á Hornströndum Eiður Þór Árnason skrifar 16. mars 2021 20:54 Fimm farþegar voru hífðir um borð í TF-EIR. Landhelgisgæslan Farþegar um borð í farþegabáti sem lak og varð vélarvana á fimmta tímanum norður af Hornströndum voru hluti af tökuliði á vegum breska ríkisútvarpsins BBC. Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í kvöld og varð engum meint af. Mbl.is greindi fyrst frá ógöngum tökuliðsins en Ásgeir hefur ekki upplýsingar um í hvaða erindagjörðum það var. Alls voru fimm farþegar um borð í bátnum auk tveggja manna áhafnar. Áhöfnin á TF-EIR flutti jafnframt dælu um borð í farþegabátinn til að létta undir með dælunum sem fyrir voru. „Eins og staðan er núna þá er áhöfnin á Gísla Jóns, björgunarskipi Landsbjargar, með bátinn í togi til hafnar. Þyrlan lenti laust eftir hálf átta með farþegana sem voru hífðir frá borði en það var ákveðið að gera það til að gæta fyllsta öryggis,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Lenti þyrlan með farþegana á Ísafirði áður en hún hélt suður. Laust eftir fjögur í dag fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynningu um að leki hefði komið að farþegabátnum og að hann væri orðinn aflvana norður af Hornströndum. „Það var ákveðið að kalla út þyrluna og tvö björgunarskip auk þess sem öll skip í grenndinni voru beðin að halda á staðinn.“ Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Fréttin hefur verið uppfærð. Íslandsvinir Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira
Þetta segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar. Áhöfnin á TF-EIR, þyrlu Gæslunnar, hífði fimm farþega upp úr bátnum á áttunda tímanum í kvöld og varð engum meint af. Mbl.is greindi fyrst frá ógöngum tökuliðsins en Ásgeir hefur ekki upplýsingar um í hvaða erindagjörðum það var. Alls voru fimm farþegar um borð í bátnum auk tveggja manna áhafnar. Áhöfnin á TF-EIR flutti jafnframt dælu um borð í farþegabátinn til að létta undir með dælunum sem fyrir voru. „Eins og staðan er núna þá er áhöfnin á Gísla Jóns, björgunarskipi Landsbjargar, með bátinn í togi til hafnar. Þyrlan lenti laust eftir hálf átta með farþegana sem voru hífðir frá borði en það var ákveðið að gera það til að gæta fyllsta öryggis,“ segir Ásgeir í samtali við Vísi. Lenti þyrlan með farþegana á Ísafirði áður en hún hélt suður. Laust eftir fjögur í dag fékk stjórnstöð Landhelgisgæslunnar tilkynningu um að leki hefði komið að farþegabátnum og að hann væri orðinn aflvana norður af Hornströndum. „Það var ákveðið að kalla út þyrluna og tvö björgunarskip auk þess sem öll skip í grenndinni voru beðin að halda á staðinn.“ Fiskibáturinn Otur II var fyrstur á vettvang og tók farþegabátinn fyrst í tog áður en björgunarskipið Gísli Jóns tók við drættinum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Íslandsvinir Hornstrandir Ísafjarðarbær Landhelgisgæslan Mest lesið „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Innlent Fleiri fréttir Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Sjá meira