Ráðherrar á flakki um Asíu gagnrýna Kínverja harðlega Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2021 15:27 Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, og Antony Blinken, utanríkisráðherra, á blaðamannafundi í Tókíó í gær. AP/Kim Kyung-hoon Yfirvöld í Bandaríkjunum opinberuðu í gær viðskiptaþvinganir og refsiaðgerðir gegn 24 embættismönnum í Kína og Hong Kong vegna andlýðræðislegra aðgerða Kínverja í Hong Kong. Samhliða því lýsti ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, yfir áhyggjum af því hvernig verið væri að grafa undan lýðræði Hong Kong. Þetta var gert í aðdraganda fyrsta fundar ráðamanna í Kína við meðlimi ríkisstjórnar Bidens sem munu fara fram í Alaska á næstunni. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa beðið hnekki á undanförnum árum og hafa ráðamenn í Peking kallað eftir því að þau verði núllstillt með ríkisstjórn Bidens, ef svo má að orði komast. Að fundurinn geti verið notaður til grunns frekari viðræðna. Hvíta húsið segir hins vegar að Alaskafundurinn, sem á að hefjast á morgun sé einsdæmi og að frekari viðræður við Kínverja og möguleg samvinna velti á því að Kommúnistaflokkur Kína breyti hegðun sinni. „Við hlökkum til tækifærisins að gera kínverskum starfssystkinum okkar grein fyrir áhyggjum okkar varðandi ýmsar aðgerðir þeirra,“ sagði Antony Blinken, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi í Tókíó í Japan í morgun, samkvæmt frétt Reuters. Vísaði Blinken sérstaklega til aðgerða Kína í Hong Kong og ítrekaði að Bretar hefðu lýst því yfir að þær væru í trássi við samkomulag þeirra við Kínverja þegar nýlendan var afhent Kína árið 1997. Blinken og Lloud Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eru á ferðalagi um Asíu og fóru þeir í morgun frá Japan til Suður-Kóreu. Þar fundaði Blinken með Cung Eui-young, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, og ræddu þeir einnig málefni Kína. Antony Blinken og Chung Eui-yong, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Suður-Kóreu í Seul í dag.AP/Lee Jin-man „Kína beitir þvingunum og ógnunum til að grafa markvisst undan sjálfstæði Hong Kong, grafa undan lýðræði í Taívan, fremja mannréttindabrot í Xinjiang og Tíbet og gera tilkall til Suður-Kínahafs, sem brýtur gegn alþjóðalögum,“ hefur New York Times eftir Blinken. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir nýjustu viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna vegna Hong Kong til marks um fyrirætlanir þeirra að hafa afskipti af innanríkismálefnum Kína. Þvinganirnar byggja á lögum sem samþykkt voru í fyrra og meðal annars meina þau viðkomandi aðilum aðgang að fjármálakerfi Bandaríkjanna. Meðal þeirra 24 sem aðgerðirnar beinast að er Wang Chen, einn af meðlimum forsætisnefndar Kommúnistaflokks Kína (Politburo). Bandaríkin Kína Suður-Kórea Japan Hong Kong Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Kannast ekki við að erindrekar hafi verið þvingaðir til að gefa sýni úr endaþörmum þeirra Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir rangt að bandarískir erindrekar þar í landi hafi verið skikkaðir í skimun fyrir Covid-19, þar sem sýni voru tekin úr endaþörmum þeirra. 25. febrúar 2021 11:06 Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52 Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16 Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Samhliða því lýsti ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, yfir áhyggjum af því hvernig verið væri að grafa undan lýðræði Hong Kong. Þetta var gert í aðdraganda fyrsta fundar ráðamanna í Kína við meðlimi ríkisstjórnar Bidens sem munu fara fram í Alaska á næstunni. Samskipti Bandaríkjanna og Kína hafa beðið hnekki á undanförnum árum og hafa ráðamenn í Peking kallað eftir því að þau verði núllstillt með ríkisstjórn Bidens, ef svo má að orði komast. Að fundurinn geti verið notaður til grunns frekari viðræðna. Hvíta húsið segir hins vegar að Alaskafundurinn, sem á að hefjast á morgun sé einsdæmi og að frekari viðræður við Kínverja og möguleg samvinna velti á því að Kommúnistaflokkur Kína breyti hegðun sinni. „Við hlökkum til tækifærisins að gera kínverskum starfssystkinum okkar grein fyrir áhyggjum okkar varðandi ýmsar aðgerðir þeirra,“ sagði Antony Blinken, innanríkisráðherra Bandaríkjanna, á fundi í Tókíó í Japan í morgun, samkvæmt frétt Reuters. Vísaði Blinken sérstaklega til aðgerða Kína í Hong Kong og ítrekaði að Bretar hefðu lýst því yfir að þær væru í trássi við samkomulag þeirra við Kínverja þegar nýlendan var afhent Kína árið 1997. Blinken og Lloud Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, eru á ferðalagi um Asíu og fóru þeir í morgun frá Japan til Suður-Kóreu. Þar fundaði Blinken með Cung Eui-young, utanríkisráðherra Suður-Kóreu, og ræddu þeir einnig málefni Kína. Antony Blinken og Chung Eui-yong, utanríkisráðherra Bandaríkjanna og Suður-Kóreu í Seul í dag.AP/Lee Jin-man „Kína beitir þvingunum og ógnunum til að grafa markvisst undan sjálfstæði Hong Kong, grafa undan lýðræði í Taívan, fremja mannréttindabrot í Xinjiang og Tíbet og gera tilkall til Suður-Kínahafs, sem brýtur gegn alþjóðalögum,“ hefur New York Times eftir Blinken. Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir nýjustu viðskiptaþvinganir Bandaríkjanna vegna Hong Kong til marks um fyrirætlanir þeirra að hafa afskipti af innanríkismálefnum Kína. Þvinganirnar byggja á lögum sem samþykkt voru í fyrra og meðal annars meina þau viðkomandi aðilum aðgang að fjármálakerfi Bandaríkjanna. Meðal þeirra 24 sem aðgerðirnar beinast að er Wang Chen, einn af meðlimum forsætisnefndar Kommúnistaflokks Kína (Politburo).
Bandaríkin Kína Suður-Kórea Japan Hong Kong Suður-Kínahaf Tengdar fréttir Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00 Kannast ekki við að erindrekar hafi verið þvingaðir til að gefa sýni úr endaþörmum þeirra Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir rangt að bandarískir erindrekar þar í landi hafi verið skikkaðir í skimun fyrir Covid-19, þar sem sýni voru tekin úr endaþörmum þeirra. 25. febrúar 2021 11:06 Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52 Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16 Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41 Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37 Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Erlent Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Innlent Fleiri fréttir Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Sjá meira
Heimsveldin og auðlindir Grænlands Lantan, gadólín og dysprósín eru málmar sem líklegast fæstir kannast við en koma sífellt meira að okkar daglegu lífum. Líkur eru á því að akkúrat núna megi finna þessa málma, og aðra, einungis sentímetra frá andliti þínu. 4. mars 2021 07:00
Kannast ekki við að erindrekar hafi verið þvingaðir til að gefa sýni úr endaþörmum þeirra Talsmaður utanríkisráðuneytis Kína segir rangt að bandarískir erindrekar þar í landi hafi verið skikkaðir í skimun fyrir Covid-19, þar sem sýni voru tekin úr endaþörmum þeirra. 25. febrúar 2021 11:06
Vilja múlbinda bloggara og áhrifavalda í Kína Kínverskir bloggarar og áhrifavaldar munu í næstu viku þurfa leyfi frá yfirvöldum landsins til að tjá sig um ýmis málefni. Markmið þessarar herferðar er að stýra almenningsáliti í Kína. 17. febrúar 2021 11:52
Úígúrar í Tyrklandi óttast að verða framseldir fyrir bóluefni Yfirvöld í Tyrklandi hafa handtekið tuga Úígúra sem hafa flúið frá Kína til Tyrklands. Um það bil fimmtíu eru í haldi yfirvalda og í hættu á að verða framseldi. Úígúrar óttast að verða sendir aftur til Kína í skiptum fyrir bóluefni sem Tyrkir hafa keypt af Kínverjum en ekki fengið afhent. 5. febrúar 2021 15:16
Bretar og Kínverjar deila um ríkismiðla Ráðamenn í Kína saka breska ríkisútvarpið BBC um að flytja falskar fréttir frá Kína og þá sérstaklega varðandi umfjöllun um faraldur nýju kórónuveirunnar. 5. febrúar 2021 10:41
Kalla Pompeo rottu og saka hann um að skemma samskipti Kína og Bandaríkjanna Ráðamenn í Kína segja Mike Pompeo, fyrrverandi utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hafa lagt stein í götu Kommúnistaflokks Kína og nýrrar ríkisstjórnar Joe Bidens. Það hafi hann gert með því að saka yfirvöld Kína um þjóðarmorð gegn Úígúrum í Xinjianghéraði. 1. febrúar 2021 12:37
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“