Katrín og Bjarni útiloka ekki samstarf næstu fjögur árin Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. mars 2021 10:28 Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra og Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra sjást hér kynna aðgerðapakka vegna kórónuveirufaraldursins á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra útiloka ekki áframhaldandi ríkisstjórnarsamstarf. Þeim þykir báðum samstarfið á kjörtímabilinu sem nú er að líða hafa gengið vel. Þetta kom fram í máli Katrínar og Bjarna í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð eftir alþingskosningar 2017. Bjarni bar samstarfi síðustu tæpra fjögurra ára vel söguna í Bítinu. „Ég held að allir flokkarnir sem standa að þessari ríkisstjórn muni vera mjög stoltir af þessu kjörtímabili. Stjórnmál eiga ekkert að vera auðveld og eru í eðli sínu vettvangur átaka og skoðanaskipta, þannig að ég held að það gæti verið einhver daufasta ríkisstjórn allra tíma ef allir væru sammála um alla hluti. Ég meina, við tökumst á í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Bjarni. Innt eftir því hvort þau gætu hugsað sér að halda áfram samstarfi næstu fjögur árin voru viðbrögðin jákvæð. „Ég ætla ekki að segja að það sé útilokað,“ sagði Bjarni. Næsti prófsteinn yrðu alþingiskosningarnar og hvernig ríkisstjórnarflokkarnir komi undan þeim. Katrín tók í sama streng. „Það er ekkert útilokað í þessu, það er bara þannig,“ sagði Katrín. Alþingiskosningar verða haldnar 25. september næstkomandi. Sjálfstæðisflokkur mælist nú stærstur flokka á Alþingi með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem birtar voru 12. mars. Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Sjá meira
Þetta kom fram í máli Katrínar og Bjarna í þættinum Bítinu á Bylgjunni í morgun. Ríkisstjórn Vinstri grænna, Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks var mynduð eftir alþingskosningar 2017. Bjarni bar samstarfi síðustu tæpra fjögurra ára vel söguna í Bítinu. „Ég held að allir flokkarnir sem standa að þessari ríkisstjórn muni vera mjög stoltir af þessu kjörtímabili. Stjórnmál eiga ekkert að vera auðveld og eru í eðli sínu vettvangur átaka og skoðanaskipta, þannig að ég held að það gæti verið einhver daufasta ríkisstjórn allra tíma ef allir væru sammála um alla hluti. Ég meina, við tökumst á í þingflokki Sjálfstæðismanna,“ sagði Bjarni. Innt eftir því hvort þau gætu hugsað sér að halda áfram samstarfi næstu fjögur árin voru viðbrögðin jákvæð. „Ég ætla ekki að segja að það sé útilokað,“ sagði Bjarni. Næsti prófsteinn yrðu alþingiskosningarnar og hvernig ríkisstjórnarflokkarnir komi undan þeim. Katrín tók í sama streng. „Það er ekkert útilokað í þessu, það er bara þannig,“ sagði Katrín. Alþingiskosningar verða haldnar 25. september næstkomandi. Sjálfstæðisflokkur mælist nú stærstur flokka á Alþingi með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent, samkvæmt niðurstöðum könnunar MMR sem birtar voru 12. mars.
Bítið Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Alþingi Skoðun: Kosningar 2021 Tengdar fréttir Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59 Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01 Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41 Mest lesið „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi Innlent Herþotur sendar á loft vegna rússneskrar eftirlitsflugvélar Erlent Fyrirgefur morðingjanum Erlent Bilun hjá fjarskiptafyrirtæki sögð hafa valdið fjórum dauðsföllum Erlent Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Innlent Réðst á konur og sló í miðborginni Innlent „Ég hata andstæðing minn, fyrirgefðu Erika“ Erlent Ofurfellibylurinn Ragasa nálgast Filippseyjar Erlent ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Innlent Í fyrsta sinn fleiri börn með offitu en í undirþyngd Erlent Fleiri fréttir „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentína Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjálfstæði Palestínu, minningarathöfn um Kirk og tré ársins Segir það slæma hugmynd að útfæra áminningarskyldu fyrir allan vinnumarkaðinn Tveir fluttir á slysadeild eftir slys við Hvalfjarðargöng Hver verður formaður Pírata?: „Ekki séns“ „Dreifbýlið hefur alltaf haft áhyggjur af því að fjármagnið sogist til þéttbýlisins“ Þorgerður Katrín endurkjörin Frítt í Strætó á Bíllausa deginum á morgun Hefur farið 100 sinnu á fjall á Fljótshlíðarafrétti Viðreisn verður áfram bara Viðreisn Einhverjar breytingar þurfi að eiga sér stað innan Framsóknar Sjálfstæð Palestína, væringar í Framsókn og fækkun um eitt sveitarfélag Sameining sveitarfélaganna hafi lítil áhrif á daglegt líf íbúa Staða Framsóknarflokksins, afnám áminningarskyldu og Evrópumálin í Sprengisandi Telur áform ráðherra vanhugsuð Líkamsárás í Hafnarfirði og maður með sveðju í Kópavogi Hyggst gera tilraun með lögregludróna í héraði Skorradalshreppur og Borgarbyggð sameinast Efast um að olíuleit beri árangur Sjá meira
Njáll Trausti vill leiða Sjálfstæðisflokkinn Njáll Trausti Friðbertsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sækist eftir því að leiða lista flokksins í Norðausturkjördæmi í komandi Alþingiskosningum. Þessu greinir Njáll frá á Facebook. 13. mars 2021 16:59
Guðmundur Andri og Þórunn segjast sigurstrangleg saman Hvorki Guðmundur Andri Thorsson né Þórunn Sveinbjarnardóttir líta á það sem vantraust á hann að uppstillinganefnd Samfylkingarinnar í Kraganum hafi stillt henni upp í fyrsta sæti listans fyrir næstu kosningar og þar með fært hann úr forystusætinu. 10. mars 2021 12:01
Litlar breytingar á fylgi flokkanna Fylgi stjórnmálaflokkanna og stuðningur við ríkisstjórnina breytist lítið á milli mánaða í nýrri skoðanakönnun MMR. Sjálfstæðisflokkur mælist stærstur með um 21 prósent fylgi og stuðningur við ríkisstjórnina 53,7 prósent. 12. mars 2021 15:41