„Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 19. mars 2021 16:31 Katla Rún Garðarsdóttir og félagar hennar í Keflavíkurliðinu misstu af gullnu tækifæri að komast á toppinn í Domino´s deildinni. Vísir/Hulda Margrét Keflavíkurkonur töpuðu óvænt á móti botnliði KR í síðustu umferð Domino´s deildarinnar í körfubolta og leikurinn var rekinn fyrir í Domino´s Körfuboltakvöldi. Keflavíkurliðið hafði náð toppsæti deildarinnar með sigri því Valskonur töpuðu á sama tíma. Kjartan Atli Kjartansson spurði Pálínu Gunnlaugsdóttur um hversu svekktur Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, væri eftir þetta tap á móti neðsta liðinu. „Ég held að hann sé mjög svekktur. KR-ingar spiluðu mjög flotta vörn í leiknum en mér fannst líka Keflvíkingar graf sína eigin gröf. Þær voru pínulítið værukærar og það voru pínu stælar í þeim. Öll þessi þriggja stiga skot sem við sáum, það var eins og þær nenntu ekki að fara inn í teig,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hroki í Keflavíkurkonum „Þær eru með skelfilega nýtingu í þriggja stiga skotum eða sextán prósent. Ég held að þær hafi farið þrisvar sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta,“ sagði Pálína. „Það var það sama í fjórða leikhluta því þá skutu þær fimmtán þriggja stiga skotum og fóru kannski þrisvar, fjórum sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna," sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þetta er bara dauðadæmt. Ef þær hitta, allt í lagi, en ef þær eru ekki að hitta þá þurfa þær að fara nær körfunni. Ef þær eru ekki að hitta og eru að taka svona galin skot þá verður þetta bara fáránlegt. Mér fannst ákveðið agaleysi og smá hroki í Keflavíkurliðinu. Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka,“ sagði Pálína. Það má sjá alla umræðuna um Keflavíkurliðið hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira
Keflavíkurliðið hafði náð toppsæti deildarinnar með sigri því Valskonur töpuðu á sama tíma. Kjartan Atli Kjartansson spurði Pálínu Gunnlaugsdóttur um hversu svekktur Jón Halldór Eðvaldsson, þjálfari Keflavíkurliðsins, væri eftir þetta tap á móti neðsta liðinu. „Ég held að hann sé mjög svekktur. KR-ingar spiluðu mjög flotta vörn í leiknum en mér fannst líka Keflvíkingar graf sína eigin gröf. Þær voru pínulítið værukærar og það voru pínu stælar í þeim. Öll þessi þriggja stiga skot sem við sáum, það var eins og þær nenntu ekki að fara inn í teig,“ sagði Pálína Gunnlaugsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. Klippa: Dominos Körfuboltakvöld: Hroki í Keflavíkurkonum „Þær eru með skelfilega nýtingu í þriggja stiga skotum eða sextán prósent. Ég held að þær hafi farið þrisvar sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna í fyrsta leikhluta,“ sagði Pálína. „Það var það sama í fjórða leikhluta því þá skutu þær fimmtán þriggja stiga skotum og fóru kannski þrisvar, fjórum sinnum inn fyrir þriggja stiga línuna," sagði Berglind Gunnarsdóttir, sérfræðingur í Domino´s Körfuboltakvöldi. „Þetta er bara dauðadæmt. Ef þær hitta, allt í lagi, en ef þær eru ekki að hitta þá þurfa þær að fara nær körfunni. Ef þær eru ekki að hitta og eru að taka svona galin skot þá verður þetta bara fáránlegt. Mér fannst ákveðið agaleysi og smá hroki í Keflavíkurliðinu. Það er munur á því að vera með sjálfstraust og að vera með hroka,“ sagði Pálína. Það má sjá alla umræðuna um Keflavíkurliðið hér fyrir ofan. Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Dominos-deild kvenna Körfuboltakvöld Keflavík ÍF Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti Yfirburðir Sunderland dugðu ekki til sigurs Enski boltinn Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta Íslenski boltinn Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Spence og van de Ven báðust afsökunar Fótbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Forðuðu sér frá bráðsmitandi óléttu í Fram Handbolti „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Ósammála um Gyökeres: „Hefðirðu verið ánægður með fjögur mörk?“ Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 86-82 | Þarf ekki alltaf að vera fallegt ef það virkar „Varnarleikur snýst eiginlega bara um að nenna“ Uppgjörið: Valur - Grindavík 55-90 | Taplausir Grindvíkingar kjöldrógu Val „Búnir að sýna hvað við getum verið lélegir“ KR - ÍA 109-75 | KR-ingar sýndu allar sínar bestu hliðar þegar þeir burstuðu Skagamenn Sjá meira