Lítið en mikilfenglegt „túristagos“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. mars 2021 19:43 Gosið er sannarlega stórkostlegt sjónarspil. Vísir/Vilhelm Eldgosið í Geldingadal hefur nú staðið í næstum sólahring. Þetta er lítið gos en mikilfenglegt engu að síður, segja þeir sem hafa séð það með eigin augum. Fögur gígaröð er að mótast í gosinu, sem kann að vera það fyrsta af mörgum. Gosið hefur verið kallað „túristagos“ og margir freistað þess að leggja leið sína að hraunstreyminu. Vísindaráð Almannavarna hefur hins vegar varað fólk við að fara of nálægt og mælist til þess að fólk virði gosstöðvarnar fyrir sér af hæðunum í kringum dalinn. Ráðið hefur meðal annars varað við því að nýjar sprungur kunna að geta opnast í nágrenninu og þá geti hröð og skyndileg framhjáhlaup orðið þar sem hrauntungurnar brjótast fram. Lífshættulegar gastegundir geti einnig safnast í dældir og orðið mönnum að bana. Sjá: Nýjar hrauntungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum Lokað er fyrir umferð að svæðinu en fólki hleypt þangað fótgangandi og eru dæmi um að það sé að leggja af stað illa undirbúið, jafnvel í gallabuxum og á strigaskóm. Páll Einarsson, einn reynslumesti jarðeðlisfræðingur landsins, segir að gosið í Geldingadal sé til marks um að nýtt kvikuskeið sé runnið upp á Reykjanesinu. Umbrotið minni á upphaf Kröfluelda og það sé óhætt að gera ráð fyrir fleiri eldgosum á svæðinu í náinni framtíð. „Þetta er semsagt staðfesting á því að sennilega erum við að ganga inn í nýtt kvikuskeið,“ segir Páll en Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem stóð yfir á árunum 1975 til 1984 en tímabilið hófst með örlitlu gosi líkt og því sem nú sést í Geldingadal. Sjá: Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna Hér fyrir neðan má finna hlekki á helstu upplýsingar: Almannavarnir Veðurstofa Íslands Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands
Gosið hefur verið kallað „túristagos“ og margir freistað þess að leggja leið sína að hraunstreyminu. Vísindaráð Almannavarna hefur hins vegar varað fólk við að fara of nálægt og mælist til þess að fólk virði gosstöðvarnar fyrir sér af hæðunum í kringum dalinn. Ráðið hefur meðal annars varað við því að nýjar sprungur kunna að geta opnast í nágrenninu og þá geti hröð og skyndileg framhjáhlaup orðið þar sem hrauntungurnar brjótast fram. Lífshættulegar gastegundir geti einnig safnast í dældir og orðið mönnum að bana. Sjá: Nýjar hrauntungur geta brotist fram á miklum hraða sem erfitt er að forðast á hlaupum Lokað er fyrir umferð að svæðinu en fólki hleypt þangað fótgangandi og eru dæmi um að það sé að leggja af stað illa undirbúið, jafnvel í gallabuxum og á strigaskóm. Páll Einarsson, einn reynslumesti jarðeðlisfræðingur landsins, segir að gosið í Geldingadal sé til marks um að nýtt kvikuskeið sé runnið upp á Reykjanesinu. Umbrotið minni á upphaf Kröfluelda og það sé óhætt að gera ráð fyrir fleiri eldgosum á svæðinu í náinni framtíð. „Þetta er semsagt staðfesting á því að sennilega erum við að ganga inn í nýtt kvikuskeið,“ segir Páll en Kröflueldar voru hrina eldgosa og kvikuhlaupa sem stóð yfir á árunum 1975 til 1984 en tímabilið hófst með örlitlu gosi líkt og því sem nú sést í Geldingadal. Sjá: Eldsumbrotum á Reykjanesi eigi eftir að fjölga til muna Hér fyrir neðan má finna hlekki á helstu upplýsingar: Almannavarnir Veðurstofa Íslands Eldfjallafræði og náttúruvárhópur Háskóla Íslands
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út Innlent Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent „Því miður er þetta þrautalending“ Innlent „Þetta er salami-leiðin“ Innlent „Ástandið er að versna“ Erlent Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Innlent Fækkar herforingjum um fimmtung Erlent Reikningum Flokks fólksins lokað um stund Innlent Fleiri fréttir Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Byssum stolið úr bílskúr í Kópavogi Ekki standi til að sækja strandveiðiheimildir í aflamarkskerfið Ný stjórn Ungra umhverfissinna kjörin Skjálfti 4,8 að stærð í Bárðarbungu Konan „terroríseri“ alla í hryllingshúsinu Mannréttindastofnun Íslands tekin til starfa Segist „eiginlega sammála“ ákvörðun Amgen Vaknaði eldsnemma til að hefja veiðar þrátt fyrir slæma veðurspá „Engin örugg skref, bara eitt illa unnið pennastrik“ Kári Stefánsson í beinni, „hryllingshús“ og trillukarlar Gekk inn á lögreglustöðina í annarlegu ástandi og var snarlega handtekinn Kári segist hafa verið rekinn vegna lygasögu Sjá meira
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent
Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Innlent