Enn mikil aðsókn að svæðinu en hætturnar margar í myrkrinu Hólmfríður Gísladóttir og Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifa 20. mars 2021 21:39 Ragnar Axelsson náði þessari stórkostlegu mynd af hrauninu flæða fram. Vísir/RAX Enn er mikil aðsókn að gosstöðvunum í Geldingadal, þrátt fyrir myrkur og erfiðar aðstæður. Björgunarsveitarmenn og lögregla verður á staðnum í nótt en vara enn og aftur við því að fólk freisti þess að fara of nálægt. „Þetta er búið að vera mjög mikið í dag og bætti frekar í þegar leið á daginn,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem var á svæðinu seinni part dags og aftur um kvöldmatarleytið. Gunnar segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikil umferð var að svæðinu við lokun Grindavíkurvegs. Hann segist hins vegar telja að margir sem leggja af stað fótgangandi snúi á endanum við, enda langt að fara og erfitt yfirferðar. „Það hafa verið þarna björgunarsveitarmenn í allan dag, einn til tveir bílar, og talað við alla sem fara þarna um,“ segir Gunnar. „Fólk er tekið tali og þulið yfir það sem er búið að segja í fjölmiðlum aftur og aftur,“ bætir hann við en það virðist ekki alltaf skila sér. Varðandi skilaboðin í fjölmiðlum vísar hann meðal annars til tilmæla Vísindaráðs, sem bað fólk um að fara ekki nálgæt gosinu og halda sig frekar á hæðum umhverfis dalinn. Mikil hætta getur skapast ef hraunið hleypur skyndilega fram, ef gos kemur upp í nágrenninu og þegar gas safnast fyrir í dældum, svo dæmi séu nefnd. Þessi hætta eykst að sjálfsögðu í niðamyrkri. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að sýna almenna skynsemi og fara ekki í námunda við gíginn sem gýs úr og halda...Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Saturday, March 20, 2021 Fólk streymir að úr öllum áttum Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að björgunarsveitir muni standa vaktina á svæðinu til klukkan átta í fyrramálið. Aðspurður segir hann að vissulega sé komin nokkur þreyta í mannskapinn en Þorbjörn nýtur aðstoðar björgunarsveita frá höfuðborgarsvæðinu og af Suðurlandi einnig sem munu standa vaktina á svæðinu í nótt. „Við erum með nokkra hópa, þeir verða til átta í fyrramálið og svo hættum við störfum,“ segir Bogi í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að segja til um það hversu margt fólk hafi farið um svæðið í dag og í kvöld enda streymi fólk að „úr öllum áttum,“ eins og Bogi orðar það. „Það er búið að opna þetta alveg fyrir göngum.“ Um tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn í senn hafa staðið vaktina á svæðinu í dag og munu gera áfram í nótt. „En klukkan átta í fyrramálið þá drögum við alveg úr viðbragði,“ segir Bogi. „Lögreglan ákvað að loka vettvangsstjórn í fyrramálið, ekki vera með hann opinn, við erum ekki að gera þetta að okkar eigin frumkvæði,“ segir Bogi. Liðsmenn björgunarsveitarinnar hafi verið allir að vilja gerðir og reiðubúnir að standa vaktina á meðan á þurftir að halda. „Við verðum kannski eitthvað á ferðinni á morgun en það verður ekkert fast viðbragð,“ segir Bogi, en þeir sem hyggjast halda inn á svæðið geri það á eigin ábyrgð. Hann brýnir fyrir öllum sem hyggjast berja gosið augum að fara varlega, vera vel búnir og kynna sér vel þær hættur sem blasa við. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
„Þetta er búið að vera mjög mikið í dag og bætti frekar í þegar leið á daginn,“ segir Gunnar Schram, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Suðurnesjum, sem var á svæðinu seinni part dags og aftur um kvöldmatarleytið. Gunnar segir að það hafi komið sér á óvart hversu mikil umferð var að svæðinu við lokun Grindavíkurvegs. Hann segist hins vegar telja að margir sem leggja af stað fótgangandi snúi á endanum við, enda langt að fara og erfitt yfirferðar. „Það hafa verið þarna björgunarsveitarmenn í allan dag, einn til tveir bílar, og talað við alla sem fara þarna um,“ segir Gunnar. „Fólk er tekið tali og þulið yfir það sem er búið að segja í fjölmiðlum aftur og aftur,“ bætir hann við en það virðist ekki alltaf skila sér. Varðandi skilaboðin í fjölmiðlum vísar hann meðal annars til tilmæla Vísindaráðs, sem bað fólk um að fara ekki nálgæt gosinu og halda sig frekar á hæðum umhverfis dalinn. Mikil hætta getur skapast ef hraunið hleypur skyndilega fram, ef gos kemur upp í nágrenninu og þegar gas safnast fyrir í dældum, svo dæmi séu nefnd. Þessi hætta eykst að sjálfsögðu í niðamyrkri. Lögreglan á Suðurnesjum biðlar til fólks að sýna almenna skynsemi og fara ekki í námunda við gíginn sem gýs úr og halda...Posted by Lögreglan á Suðurnesjum on Saturday, March 20, 2021 Fólk streymir að úr öllum áttum Bogi Adolfsson, formaður Björgunarsveitarinnar Þorbjarnar í Grindavík, segir að björgunarsveitir muni standa vaktina á svæðinu til klukkan átta í fyrramálið. Aðspurður segir hann að vissulega sé komin nokkur þreyta í mannskapinn en Þorbjörn nýtur aðstoðar björgunarsveita frá höfuðborgarsvæðinu og af Suðurlandi einnig sem munu standa vaktina á svæðinu í nótt. „Við erum með nokkra hópa, þeir verða til átta í fyrramálið og svo hættum við störfum,“ segir Bogi í samtali við Vísi. Hann segir erfitt að segja til um það hversu margt fólk hafi farið um svæðið í dag og í kvöld enda streymi fólk að „úr öllum áttum,“ eins og Bogi orðar það. „Það er búið að opna þetta alveg fyrir göngum.“ Um tíu til tuttugu björgunarsveitarmenn í senn hafa staðið vaktina á svæðinu í dag og munu gera áfram í nótt. „En klukkan átta í fyrramálið þá drögum við alveg úr viðbragði,“ segir Bogi. „Lögreglan ákvað að loka vettvangsstjórn í fyrramálið, ekki vera með hann opinn, við erum ekki að gera þetta að okkar eigin frumkvæði,“ segir Bogi. Liðsmenn björgunarsveitarinnar hafi verið allir að vilja gerðir og reiðubúnir að standa vaktina á meðan á þurftir að halda. „Við verðum kannski eitthvað á ferðinni á morgun en það verður ekkert fast viðbragð,“ segir Bogi, en þeir sem hyggjast halda inn á svæðið geri það á eigin ábyrgð. Hann brýnir fyrir öllum sem hyggjast berja gosið augum að fara varlega, vera vel búnir og kynna sér vel þær hættur sem blasa við.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira