Róleg nótt í Geldingadal Samúel Karl Ólason skrifar 21. mars 2021 07:20 Frá eldgosinu í gærkvöldi. Rax Nóttin var frekar róleg í Geldingadal á Reykjanesi. Hraunflæðið á svæðinu hefur að mestu verið það sama og það var í gærkvöldi, þó það hafi sveiflast upp og niður. Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur ekkert sést á vefmyndavélum af svæðinu frá því fyrir klukkan sex í morgun og er það vegna veðurs. Mjög lítil skjálftavirkni var í nótt en einn jarðskjálfti að stærð 3,2 mældist á svæðinu á þriðja tímanum. Fannst hann vel í Grindavík. Í gær mældust um 500 jarðskjálftar og sá stærsti var 2,8. Skjálftavirkni hefur verið töluvert minni í nótt og hafa tæplega hundrað skjálftar mælst. Þá mældist gasmengun á mælistöð í skamman tíma í Hvalfirði í nótt en annars ekkert á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vindurinn gæti hafa borið gasið. Þá er búist við verra veðri og meiri vindi í dag sem ætti að dreifa gasinu frekar. Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira
Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur ekkert sést á vefmyndavélum af svæðinu frá því fyrir klukkan sex í morgun og er það vegna veðurs. Mjög lítil skjálftavirkni var í nótt en einn jarðskjálfti að stærð 3,2 mældist á svæðinu á þriðja tímanum. Fannst hann vel í Grindavík. Í gær mældust um 500 jarðskjálftar og sá stærsti var 2,8. Skjálftavirkni hefur verið töluvert minni í nótt og hafa tæplega hundrað skjálftar mælst. Þá mældist gasmengun á mælistöð í skamman tíma í Hvalfirði í nótt en annars ekkert á höfuðborgarsvæðinu, þar sem vindurinn gæti hafa borið gasið. Þá er búist við verra veðri og meiri vindi í dag sem ætti að dreifa gasinu frekar. Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið.
Vegna umferðar nærri gosstöðvum í Geldingadal – Hvað ber að varast? Leiðbeiningar til almennings Utanvegaakstur er ólöglegur. *Þetta á við um öll vélknúin ökutæki, svo sem fjórhjól, sexhjól, mótorhjól. Það er mögulegt að leggja í Grindavík og við Bláa Lónið og ganga þaðan helgina 20.-21.3. *Ferðin frá bílastæði tekur 4-6 klukkustundir og er eingöngu fyrir fólk sem vant er útivist í erfiðum aðstæðum. Veður getur breyst á skömmum tíma. Það er kalt og blautt og spáð roki um helgina. *Vertu í gönguskóm, hlýjum og vatnsheldum fatnaði. *Gerðu ráð fyrir því að ferðin geti tekið lengri tíma en áætlað er. *Vertu með nesti og vatn að drekka. *Fylgstu vel með ferðafélögunum. Þreyta og ofkæling kemur fljótt. *Haldið ykkur við fell og hryggi. Forðist dali og dældir í landslaginu. *Það er hætta á grjóthruni. Varist brattar hlíðar. Það þarf ekki mikið út af að bregða til að villast. *Vertu með staðsetningartæki. Símasamband á svæðinu er slæmt og getur þá orðið erfitt að kalla á hjálp ef þörf krefur. Gosstöðvar geta breyst og nýjar gossprungur mögulega opnast með litlum fyrirvara. Gasmengun er mest nálægt svæðinu og getur leynst í dölum og dældum þar sem það er sérlega varasamt. Gasmengun getur breyst með litlum fyrirvara ef gosið eykst skyndilega og varasamt að vera nálægt gosstöðvunum án mælitækja. *Fólk á alltaf að halda sig undan vindi. Það þýðir að fólk á að vera með vindinn í bakið þegar það gengur að gosstöðvunum og í fangið þegar það gengur til baka. *Gasmengunin sést ekki og fylgir ekki endilega þeim sýnilega gasmekki á svæðinu. *Gasmengun getur verið lyktarlaus og þá er erfitt að verjast henni. *Gasmengun getur loðað við þó sýnilegur gosmökkur sé breyttur með breyttri vindátt *Grímur sem notaðar eru til sóttvarna veita enga vörn gegn gasmengun. *Ef þið finnið fyrir minnstu heilsufarseinkennum þá skulið þið forða ykkur strax með vindinn í fangið.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Jarðhræringar á Reykjanesi Mest lesið Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Innlent Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Innlent Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Innlent Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Innlent Fleiri fréttir Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Mannekla hafi mikil áhrif á fangaverði Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Íhugar ekki stöðu sína Þau sóttu um stöðu forstöðumanns Stafrænnar heilsu Hefði aldrei giskað á uppsagnir á hennar deild Sjá meira