Maðurinn fundinn sem leitað var að við gosstöðvarnar Sunna Kristín Hilmarsdóttir og Birgir Olgeirsson skrifa 22. mars 2021 10:01 Frá gosstöðvunum í Geldingadal. Vísir/Vilhelm Maður sem leitað hefur verið í nágrenni gosstöðvanna í Geldingadal er fundinn. Þetta segir Davíð Már Bjarnason, upplýsingafulltrúi Landsbjargar í samtali við Vísi. Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að leitað hafi verið að fólki úr nokkrum bílum snemma í morgun. Það fólk komst í leitirnar eitt af öðru en eftir stóð einn maður sem hafði verið á bíl á þýskum númerum. Nú skömmu fyrir klukkan 10 spurðist til mannsins heilum á húfi í Grindavík og skömmu síðar var staðfest að um væri að ræða manninn sem leitað var að. Mikill viðbúnaður var við leitina og töluverður fjöldi sem leitaði að manninum að sögn Gunnars. Björgunarsveitarfólk leitaði að manninum gangandi í svokallaðri hraðleit frá bílnum að gosstöðvunum. Þá voru aðrir björgunarsveitarmenn sem komu sér fyrir á sjónpóstum uppi á fellum auk þess sem drónar voru notaðir við leitina. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og flaug hún yfir gossvæðið. Björgunarsveitarfólk er nú hætt að leita og þyrlan lenti í Reykjavík klukkan 10. Davíð Már segir að þyrlusveit Gæslunnar hafi ekki séð neinn á ferli við gosstöðvarnar. Gossvæðinu var lokað í morgun vegna hættulegrar gasmengunar. Almannavarnir biðja fólk um að virða þá lokun. Þá er veðurspáin mjög slæm fyrir Suðurnesin og þar með gossvæðið mjög slæm; gul viðvörun er í gildi vegna hvassviðris eða storms og gætu hviður farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Mikið mæddi á björgunarsveitarfólki í nótt þar sem tugum einstaklinga var komið til aðstoðar sem höfðu lent í vandræðum í nágrenni gosstöðvanna vegna veðurs. Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum og um fjörutíu manns leituðu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem komið var upp í Grindavík. „Þeir sem voru hérna i nótt lýsa því svoleiðis að í raun hafi þeir bjargað mannslífum í einhverjum tilvikum,“ segir Gunnar. Davíð Már segir að nú verði skoðað hvernig hægt sé að skipuleggja hlutina betur svo minnka megi líkurnar á því að ástand sambærilegt því sem skapaðist í nótt endurtaki sig. Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Gunnar Schram hjá lögreglunni á Suðurnesjum segir í samtali við fréttastofu að leitað hafi verið að fólki úr nokkrum bílum snemma í morgun. Það fólk komst í leitirnar eitt af öðru en eftir stóð einn maður sem hafði verið á bíl á þýskum númerum. Nú skömmu fyrir klukkan 10 spurðist til mannsins heilum á húfi í Grindavík og skömmu síðar var staðfest að um væri að ræða manninn sem leitað var að. Mikill viðbúnaður var við leitina og töluverður fjöldi sem leitaði að manninum að sögn Gunnars. Björgunarsveitarfólk leitaði að manninum gangandi í svokallaðri hraðleit frá bílnum að gosstöðvunum. Þá voru aðrir björgunarsveitarmenn sem komu sér fyrir á sjónpóstum uppi á fellum auk þess sem drónar voru notaðir við leitina. Þyrla Landhelgisgæslunnar var einnig kölluð út og flaug hún yfir gossvæðið. Björgunarsveitarfólk er nú hætt að leita og þyrlan lenti í Reykjavík klukkan 10. Davíð Már segir að þyrlusveit Gæslunnar hafi ekki séð neinn á ferli við gosstöðvarnar. Gossvæðinu var lokað í morgun vegna hættulegrar gasmengunar. Almannavarnir biðja fólk um að virða þá lokun. Þá er veðurspáin mjög slæm fyrir Suðurnesin og þar með gossvæðið mjög slæm; gul viðvörun er í gildi vegna hvassviðris eða storms og gætu hviður farið í allt að þrjátíu metra á sekúndu. Mikið mæddi á björgunarsveitarfólki í nótt þar sem tugum einstaklinga var komið til aðstoðar sem höfðu lent í vandræðum í nágrenni gosstöðvanna vegna veðurs. Rúmlega 140 björgunarsveitarmenn tóku þátt í aðgerðunum og um fjörutíu manns leituðu í fjöldahjálparstöð Rauða krossins sem komið var upp í Grindavík. „Þeir sem voru hérna i nótt lýsa því svoleiðis að í raun hafi þeir bjargað mannslífum í einhverjum tilvikum,“ segir Gunnar. Davíð Már segir að nú verði skoðað hvernig hægt sé að skipuleggja hlutina betur svo minnka megi líkurnar á því að ástand sambærilegt því sem skapaðist í nótt endurtaki sig. Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Björgunarsveitir Grindavík Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira