Grípum gæsina meðan hún gefst Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifar 23. mars 2021 11:31 Gosið í Geldingadal kom kannski ekki mörgum á óvart. Það er sem betur fer lítið og virðist frekar meinlaust. Almenningur hefur fylgst grannt með þróuninni í aðdragandanum og nú er enginn maður með mönnum sem ekki kann eitthvað fyrir sér í jarðfræði. Áhuginn á gosinu er mikill ,skyldi engan undra, og margir hafa áhuga á að berja gosið augum. Leiðin að gosinu er nokkuð strembin sérstaklega fyrir óvana göngumenn. Á svæðinu eru nokkrir slóðar sem færir eru öflugum bílum. Þessa slóða er vel hægt að laga. Veghefill og hugsanlega jarðýtur þyrftu ekki langan tíma til að gera þessa slóða aksturshæfa fyrir rútur. Gott væri að merkja leið með stikum svo að skipulagðar jeppa og fjórhjólaferðir endi ekki með ósköpum, það myndi gera öldruðum og fötluðum einstaklingum kleift að berja gosið augum. Þar sem ferðaþjónustan glímir við kreppu væri greiðfær leið að gosstöðvunum búbót. Fjöldinn allur af rútum stendur verkefnalaus á bílastæðum og skiptir miklu máli að útvega þeim verkefni. Akstur að gosinu í Geldingadal myndi skapa atvinnu þó ekki væri nema í stutta stund. Bónusinn væri sá að færri slösuðust, enginn þyrfti að týnast á leiðinni, og stóri bónusinn fleiri fengju notið einstaks náttúrufyrirbrigðis. Við erum ekki stór þjóð og verðum að nýta öll tækifæri. Eldgosið á Reykjanesi er eitt slíkt. Það eina sem þarf er viljinn. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldgos í Fagradalsfjalli Ferðamennska á Íslandi Miðflokkurinn Mest lesið Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Við erum hafið Guillaume Bazard skrifar Skoðun Deja Vu Sverrir Agnarsson skrifar Skoðun Mun mannkynið lifa af gervigreindina? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ríkisstofnun rassskellt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Orkuöflun á eyjaklösum - Vestmannaeyjar og Orkneyjar Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Hugrekki getur af sér hugrekki Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Helför gyðinga gegn íbúum Palestínu Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Leiðréttingin leiðrétt Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson skrifar Skoðun Hvað skiptir okkur mestu máli? Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægt skref til sáttar Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Staðið með þjóðinni Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Við vitum alveg upphafið Guðný Níelsen skrifar Skoðun Betri nýting á tíma og fjármunum Reykjavíkurborgar 3/3 Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Varalitur á skattagrísinum Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun D-vítamín mín besta forvörn Auður Elisabet Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Sjá meira
Gosið í Geldingadal kom kannski ekki mörgum á óvart. Það er sem betur fer lítið og virðist frekar meinlaust. Almenningur hefur fylgst grannt með þróuninni í aðdragandanum og nú er enginn maður með mönnum sem ekki kann eitthvað fyrir sér í jarðfræði. Áhuginn á gosinu er mikill ,skyldi engan undra, og margir hafa áhuga á að berja gosið augum. Leiðin að gosinu er nokkuð strembin sérstaklega fyrir óvana göngumenn. Á svæðinu eru nokkrir slóðar sem færir eru öflugum bílum. Þessa slóða er vel hægt að laga. Veghefill og hugsanlega jarðýtur þyrftu ekki langan tíma til að gera þessa slóða aksturshæfa fyrir rútur. Gott væri að merkja leið með stikum svo að skipulagðar jeppa og fjórhjólaferðir endi ekki með ósköpum, það myndi gera öldruðum og fötluðum einstaklingum kleift að berja gosið augum. Þar sem ferðaþjónustan glímir við kreppu væri greiðfær leið að gosstöðvunum búbót. Fjöldinn allur af rútum stendur verkefnalaus á bílastæðum og skiptir miklu máli að útvega þeim verkefni. Akstur að gosinu í Geldingadal myndi skapa atvinnu þó ekki væri nema í stutta stund. Bónusinn væri sá að færri slösuðust, enginn þyrfti að týnast á leiðinni, og stóri bónusinn fleiri fengju notið einstaks náttúrufyrirbrigðis. Við erum ekki stór þjóð og verðum að nýta öll tækifæri. Eldgosið á Reykjanesi er eitt slíkt. Það eina sem þarf er viljinn. Höfundur er formaður Miðflokksdeildar í Kópavogi.
Skoðun Neikvæðni í garð sjávarútvegs á Íslandi – orsakir og afleiðingar Kristín Þórarinsdóttir skrifar
Skoðun Gjaldfrjálsar skólamáltíðir – margþættur ávinningur Ludvig Guðmundsson,Guðrún E. Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Húmanisminn í kærleikanum og kærleikurinn í húmanismanum Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar