Frumstæðasta kvika sem komið hefur upp í 7000 ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 23. mars 2021 12:06 Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir erfitt að segja til um hversu lengi gosið í Geldingadal mun standa. Vísir/Vilhelm Magnús Tumi Guðmundsson, prófessor í jarðeðlisfræði, segir niðurstöður rannsókna á hraunsýnum úr eldgosinu í Geldingadal mjög athyglisverðar og spennandi. Niðurstöðurnar sýna að kvikan sé sennilega sú frumstæðasta sem komið hefur upp á landi á Íslandi síðustu 7000 árin eða svo. Þá sýna mælingar að upptök kvikunnar eru á margra kílómetra dýpi. „Þetta er mjög líkt því sem kemur á úthafshryggjunum og síðan sýna mælingarnar að upptakadýpi er kannski á 17 til 20 kílómetrum. Þá erum við komin undir jarðskorpuna, þetta kom beint upp þaðan. Þá þýðir þetta það að þetta er öðruvísi en í megineldstöðinni í Grímsvötnum og Kötlu þess vegna eða Heklu eða öðru þar sem er kvikuhólf í jarðskorpunni þar sem kvikan safnast í og breytir svolítið og mótast,“ sagði Magnús Tumi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kvikan væri þannig að koma beint að neðan, eins og Magnús Tumi orðaði það, og djúpt að. „Og það er þannig sem dyngjurnar stóru, og sumar litlar, mynduðust, sérstaklega framan af eftir að jökla leysti og fram eftir nútíma sem kallað er.“ Spurður að því hversu lengi gosið gæti varað sagðist Magnús Tumi ekki vita það. Hann benti þó á að flest gos standi ekki lengur, kannski vikum saman, en aftur á móti væri þetta gos lítið, stöðugt og kvikan að koma djúpt að. „Og það er vísbending um að þessi kvika, þetta eru oft frekar stórar bráðir sem kallað er, mikið pláss, þess vegna eru ákveðnar líkur á og við ættum ekki að láta koma okkur á óvart að þetta standi í langan tíma. En eins og þið heyrið, ég veit þetta ekki, ég er að horfa á þessar líkur,“ sagði Magnús Tumi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni. Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Niðurstöðurnar sýna að kvikan sé sennilega sú frumstæðasta sem komið hefur upp á landi á Íslandi síðustu 7000 árin eða svo. Þá sýna mælingar að upptök kvikunnar eru á margra kílómetra dýpi. „Þetta er mjög líkt því sem kemur á úthafshryggjunum og síðan sýna mælingarnar að upptakadýpi er kannski á 17 til 20 kílómetrum. Þá erum við komin undir jarðskorpuna, þetta kom beint upp þaðan. Þá þýðir þetta það að þetta er öðruvísi en í megineldstöðinni í Grímsvötnum og Kötlu þess vegna eða Heklu eða öðru þar sem er kvikuhólf í jarðskorpunni þar sem kvikan safnast í og breytir svolítið og mótast,“ sagði Magnús Tumi í Bítinu á Bylgjunni í morgun. Kvikan væri þannig að koma beint að neðan, eins og Magnús Tumi orðaði það, og djúpt að. „Og það er þannig sem dyngjurnar stóru, og sumar litlar, mynduðust, sérstaklega framan af eftir að jökla leysti og fram eftir nútíma sem kallað er.“ Spurður að því hversu lengi gosið gæti varað sagðist Magnús Tumi ekki vita það. Hann benti þó á að flest gos standi ekki lengur, kannski vikum saman, en aftur á móti væri þetta gos lítið, stöðugt og kvikan að koma djúpt að. „Og það er vísbending um að þessi kvika, þetta eru oft frekar stórar bráðir sem kallað er, mikið pláss, þess vegna eru ákveðnar líkur á og við ættum ekki að láta koma okkur á óvart að þetta standi í langan tíma. En eins og þið heyrið, ég veit þetta ekki, ég er að horfa á þessar líkur,“ sagði Magnús Tumi. Hlusta má á viðtalið í heild sinni í spilaranum ofar í fréttinni.
Eldgos og jarðhræringar Jarðhræringar á Reykjanesi Eldgos í Fagradalsfjalli Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira