Gosið aldrei sést jafnvel frá Hafnarfirði Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. mars 2021 22:02 Þessa mynd tók Sigfús Steindórsson í Norðurbænum í Hafnarfirði nú á tíunda tímanum í kvöld. Bjarminn og mökkurinn frá gosinu sést vel á kvöldhimninum. Sigfús Steindórsson Eldgosið í Geldingadal sést óvenjuvel frá höfuðborginni í kvöld. Náttúruvársérfræðingur segir engin merki um að gosið hafi aukist. Skyggni og veðurskilyrði í kvöld séu einfaldlega betri en síðustu daga en þó geti verið að minni gígarnir tveir hafi sameinast í einn. Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í kvöld um að rauður bjarminn af gosinu, og mökkurinn sem stígur upp frá því, sjáist vel frá höfuðborgarsvæðinu, einkum Hafnarfirði. Gosið hafi raunar ekki sést svo vel frá því að það hófst 19. mars. „Það hefur verið rosalega þungskýjað, slæmt skyggni og slæmt veður þannig að við höfum ekki séð þetta fyrr en núna,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Þá segir hún þetta jafnframt í fyrsta sinn sem þau á Veðurstofunni sjái í gosið frá Bústaðaveginum. Skjáskot úr vefmyndavél RÚV nú á ellefta tímanum sem sýnir eldgosið í Geldingadal frá Fagradalsfjalli. Talsvert hraun flæðir nú og tveir gígar virðast áberandi. Ekki séu merki um að gefið hafi í gosið frá því til dæmis í dag, hraunflæði sé svipað. Þá minnir hún á að birtan blekki en rauðglóandi hraunið sést mun betur þegar dimmir. „Mér finnst þetta mjög svipað því sem var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Það er kannski eins og hafi aðeins aukist í öðrum minni gígnum en heldur minnkað í stærsta gígnum,“ segir Sigþrúður. Þá geti verið að tveir minni gígarnir hafi sameinast í einn gíg og meira hraun flæði nú þaðan. Ef til vill fáist úr því skorið á morgun. Líkt og áður segir sést gosið vel frá höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Svo virðist sem höfuðborgarbúar séu margir að berja bjarmann augum í fyrsta sinn frá heimilum sínum. Indriði Einar Reynisson læknir sér gosið til að mynda frá svölum Landspítalans. Á svölum hjartadeildar sést eldgosið. #volcano #næturvaktinPosted by Indriði Einar Reynisson on Þriðjudagur, 23. mars 2021 Gossvæðið var rýmt síðdegis í dag vegna hættu á gasmengun. Sigþrúður segir að miðað við tölur á Loftgæði.is ættu höfuðborgarbúar ekki að hafa áhyggjur af loftgæðum vegna gossins í kvöld. Þá verður metið í fyrramálið hvenær, og hvort, svæðið við gosstöðvarnar verði opnað almenningi á ný en mikil örtröð var á svæðinu í dag. Fleiri myndir af gosinu, teknar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, má sjá hér fyrir neðan. Gosið eins og það sást frá Veðurstofuhæðinni í Reykjavík í kvöld.Vísir/Sigurjón Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í kvöld.Vísir/Vilhelm Bjarminn af gosinu sást greinilega í Sörlaskjóli í Vesturbænum í kvöld.Vísir/margrét helga Fréttin hefur verið uppfærð. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. 23. mars 2021 20:02 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
Fréttastofu hafa borist nokkrar ábendingar í kvöld um að rauður bjarminn af gosinu, og mökkurinn sem stígur upp frá því, sjáist vel frá höfuðborgarsvæðinu, einkum Hafnarfirði. Gosið hafi raunar ekki sést svo vel frá því að það hófst 19. mars. „Það hefur verið rosalega þungskýjað, slæmt skyggni og slæmt veður þannig að við höfum ekki séð þetta fyrr en núna,“ segir Sigþrúður Ármannsdóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, í samtali við Vísi. Þá segir hún þetta jafnframt í fyrsta sinn sem þau á Veðurstofunni sjái í gosið frá Bústaðaveginum. Skjáskot úr vefmyndavél RÚV nú á ellefta tímanum sem sýnir eldgosið í Geldingadal frá Fagradalsfjalli. Talsvert hraun flæðir nú og tveir gígar virðast áberandi. Ekki séu merki um að gefið hafi í gosið frá því til dæmis í dag, hraunflæði sé svipað. Þá minnir hún á að birtan blekki en rauðglóandi hraunið sést mun betur þegar dimmir. „Mér finnst þetta mjög svipað því sem var í gærkvöldi og fyrrakvöld. Það er kannski eins og hafi aðeins aukist í öðrum minni gígnum en heldur minnkað í stærsta gígnum,“ segir Sigþrúður. Þá geti verið að tveir minni gígarnir hafi sameinast í einn gíg og meira hraun flæði nú þaðan. Ef til vill fáist úr því skorið á morgun. Líkt og áður segir sést gosið vel frá höfuðborgarsvæðinu í kvöld. Svo virðist sem höfuðborgarbúar séu margir að berja bjarmann augum í fyrsta sinn frá heimilum sínum. Indriði Einar Reynisson læknir sér gosið til að mynda frá svölum Landspítalans. Á svölum hjartadeildar sést eldgosið. #volcano #næturvaktinPosted by Indriði Einar Reynisson on Þriðjudagur, 23. mars 2021 Gossvæðið var rýmt síðdegis í dag vegna hættu á gasmengun. Sigþrúður segir að miðað við tölur á Loftgæði.is ættu höfuðborgarbúar ekki að hafa áhyggjur af loftgæðum vegna gossins í kvöld. Þá verður metið í fyrramálið hvenær, og hvort, svæðið við gosstöðvarnar verði opnað almenningi á ný en mikil örtröð var á svæðinu í dag. Fleiri myndir af gosinu, teknar á höfuðborgarsvæðinu í kvöld, má sjá hér fyrir neðan. Gosið eins og það sást frá Veðurstofuhæðinni í Reykjavík í kvöld.Vísir/Sigurjón Þessa mynd tók ljósmyndari Vísis í kvöld.Vísir/Vilhelm Bjarminn af gosinu sást greinilega í Sörlaskjóli í Vesturbænum í kvöld.Vísir/margrét helga Fréttin hefur verið uppfærð.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Hafnarfjörður Tengdar fréttir „Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. 23. mars 2021 20:02 Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55 Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Erlent Fleiri fréttir Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Ákærður fyrir að birta fjölda nektarmynda af fyrrverandi Ekki meiðyrði hjá RÚV að lýsa yfirlýsingum Elds Smára réttilega Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Sjá meira
„Þarna var rassinn á mér gjörsamlega að grillast“ Sveinn Snorri Sighvatsson hefur vakið athygli á samfélagsmiðlum síðustu daga eftir að hann reif sig úr öllum fötunum og sat fyrir nakinn – beint fyrir framan glóandi hraunið í Geldingadal. 23. mars 2021 20:02
Aðsóknin alltof mikil miðað við skipulagið Vel hefur gengið að rýma gossvæðið í Geldingadal nú síðdegis, að sögn aðalvarðstjóra á Suðurnesjum. Hann segir óvíst hvort svæðið verði opið almenningi á morgun en ljóst sé að ráðast verði í breytingar á skipulagi. Dagurinn í dag hafi ekki gengið upp. 23. mars 2021 18:55
Myndband af bílaröðinni svakalegu á Suðurstrandarvegi Það er óhætt að segja að margir hafi ákveðið að skella sér að gosstöðvunum í Geldingadal í dag. Og flestir komu á bíl. 23. mars 2021 16:15