Fermingarbörn í mikilli óvissu annað árið í röð Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. mars 2021 20:01 Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju. Stöð 2 Vegna nýrra sóttvarnareglna sem kynntar voru í dag og taka gildi á miðnætti er óvíst hvort verði úr fermingum á næstunni. Fermingartíminn er við það að hefjast en pálmasunnudagur er 28. mars, næsta sunnudag. Prestur í Laugarneskirkju segir allar fermingar sem fara áttu fram á næstunni frestast þar sem öll fermingarbörn kirkjunnar séu nú í sóttkví. „Ég fékk þær fréttir í morgun að öll fermingarbörn ársins með tölu væru komin í sóttkví. Það var í raun sjálfhætt við þessar fermingar sem hefðu átt að vera á sunnudaginn. Við sitjum þetta af okkur og bíðum með að taka ákvörðun um það í samráði við fjölskyldur fermingarbarna hvernig við höfum það,“ sagði Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju í kvöldfréttum Stöðvar 2. Möguleiki að fjölga fermingarathöfnum Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sendi í dag bréf vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Þar kemur fram að þar sem aðeins þrjátíu megi koma saman í helgiathöfnum sé tilhögun ferminga í uppnámi. Hún hvetji presta að ákveða með fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra hvort af fermingum verði á næstu þremur vikum eða hvort þeim verði frestað. „Mögulegt er að fjölga athöfnum þannig að færri verði viðstaddir í einu, en börnin verði fermd,“ segir í bréfinu. „Í fyrra gerðum við það þannig að við fermdum tvö börn í einu við fleiri og styttri athafnir. Við erum opin fyrir því að grípa til þess ráðs ef það verður nauðsynlegt en næsta fermingarathöfn hjá okkur er áætluð á sumardaginn fyrsta,“ segir Davíð Þór. „Við ætlum bara að bíða með að taka ákvarðanir um það þangað til það liggur fyrir hvaða sóttvarnareglur verða í gildi þá, þessar sem taka gildi á morgun gilda til 14. apríl þannig að við bara krossum fingur og biðjum almættið að vera með okkur.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fermingar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. 15. mars 2021 19:30 Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 „Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. 24. mars 2021 19:06 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
„Ég fékk þær fréttir í morgun að öll fermingarbörn ársins með tölu væru komin í sóttkví. Það var í raun sjálfhætt við þessar fermingar sem hefðu átt að vera á sunnudaginn. Við sitjum þetta af okkur og bíðum með að taka ákvörðun um það í samráði við fjölskyldur fermingarbarna hvernig við höfum það,“ sagði Davíð Þór Jónsson, prestur í Laugarneskirkju í kvöldfréttum Stöðvar 2. Möguleiki að fjölga fermingarathöfnum Frú Agnes M. Sigurðardóttir, biskup Íslands, sendi í dag bréf vegna hertra sóttvarnaaðgerða. Þar kemur fram að þar sem aðeins þrjátíu megi koma saman í helgiathöfnum sé tilhögun ferminga í uppnámi. Hún hvetji presta að ákveða með fermingarbörnum og fjölskyldum þeirra hvort af fermingum verði á næstu þremur vikum eða hvort þeim verði frestað. „Mögulegt er að fjölga athöfnum þannig að færri verði viðstaddir í einu, en börnin verði fermd,“ segir í bréfinu. „Í fyrra gerðum við það þannig að við fermdum tvö börn í einu við fleiri og styttri athafnir. Við erum opin fyrir því að grípa til þess ráðs ef það verður nauðsynlegt en næsta fermingarathöfn hjá okkur er áætluð á sumardaginn fyrsta,“ segir Davíð Þór. „Við ætlum bara að bíða með að taka ákvarðanir um það þangað til það liggur fyrir hvaða sóttvarnareglur verða í gildi þá, þessar sem taka gildi á morgun gilda til 14. apríl þannig að við bara krossum fingur og biðjum almættið að vera með okkur.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Fermingar Þjóðkirkjan Tengdar fréttir Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. 15. mars 2021 19:30 Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42 „Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. 24. mars 2021 19:06 Mest lesið Allt í loft upp í Færeyjum vegna Suðureyjarganga Erlent Níu í lífshættu eftir stunguárásina Erlent Segir hernum að undirbúa árás á Nígeríu Erlent Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Innlent Stúlka fannst á lífi í kassa í órafjarlægð frá heimili sínu Erlent Drónaumferð við herstöð í Belgíu Erlent Fjórir útskrifaðir af spítala en tveir enn í lífshættu Erlent Margir sagðir særðir eftir árás í Cambridge-skíri Erlent Fleiri fréttir Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Handtóku menn á tvítugsaldri vegna stórfelldrar fölsunar rafrænna skilríkja „Þetta er búið að ræna okkur innri ró“ Reiði meðal lögreglumanna Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Lögreglustjóri situr sem fastast og spáin gerir krökkunum grikk Vonast til að geta bjargað föstum hnúfubak í fyrramálið Fagnar komu Dags um borð í evrubátinn Nær öllu innanlandsflugi aflýst Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Sjá meira
Öll plön virkjuð og klár fyrir fermingarnar Mikil eftirvænting er fyrir fermingum sem munu að óbreyttu fara fram á næstu vikum. Prestarnir eru ekki síður spenntir en þeir ætla að gera allt sem í þeirra valdi stendur til þess að koma krökkunum í fullorðinna manna tölu. Þeir eru tilbúnir með plan B, C og jafnvel D. 15. mars 2021 19:30
Ljóst að einstaklingsbundnar sóttvarnir hafi brugðist Sóttvarnalæknir segir ekkert annað hafa komið til greina en að grípa til hörðustu mögulegu aðgerða nú þegar fjórða bylgja faraldursins er yfirvofandi. Það hafi sýnt sig síðasta árið að minna íþyngjandi aðgerðir hafi ekki borið tilsettan árangur. 24. mars 2021 19:42
„Nú þurfum við bara að keyra áfram og klára þetta hratt og örugglega,“ Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá ríkislögreglastjóra segir áhyggjuefni að komið sé upp nýtt afbrigði kórónuveirunnar sem hafi ekki fundist við landamæraskimun. Þá hvetur hann fólk til að ferðast innanhúss um páskana. 24. mars 2021 19:06