Drungilas dæmdur í tveggja leikja bann Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 25. mars 2021 13:05 Adomas Drungilas verður í banni í næstu tveimur leikjum Þórs Þ., hvenær sem þeir verða. vísir/hulda margrét Adomas Drungilas, leikmaður Þórs Þ. í Domino's deild karla, hefur verið úrskurðaður í tveggja leikja bann fyrir að gefa Mirza Saralilja olnbogaskot í leik gegn Stjörnunni 18. mars. Í dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ segir að mat hennar sé „að myndbandsupptaka sem fylgdi kæru sýni með óyggjandi hætti að kærði hafi, með því að reka olnboga sinn í höfuð andstæðings síns, framið brot sem hefði átt að leiða til brottvísunar.“ Í viðtali við Vísi eftir leik Þórs Þ. og ÍR á mánudaginn sagðist Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, afar ósáttur með að hafa frétt af kæru dómaranefndar í Domino's Körfuboltakvöldi. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja,“ sagði Lárus. „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefu á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta.“ Í greinargerð Þórs vegna kæru dómaranefndar segir að hreyfing Drungilas hafi augljóslega verið eðlileg varnarhreyfing og engin ásetningur hafi fylgt henni. Þetta hafi verið óheppilegt óviljaverk. Aga- og úrskurðarnefnd leit hins vegar öðruvísi á atvikið og dæmdi Drungilas í tveggja leikja bann. Dóm aga- og úrskurðarnefndar má lesa með því að smella hér. Keppni í Domino's deild karla liggur niðri næstu þrjár vikurnar sökum hertra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Næstu tveir leikir Þórs áttu að vera gegn Þór Ak. og KR. Drungilas hefur leikið vel með Þór í vetur en hann er með 15,8 stig, 10,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er fjórði frákastahæsti leikmaður Domino's deildarinnar. Þórsarar eru í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, sex stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Í dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ segir að mat hennar sé „að myndbandsupptaka sem fylgdi kæru sýni með óyggjandi hætti að kærði hafi, með því að reka olnboga sinn í höfuð andstæðings síns, framið brot sem hefði átt að leiða til brottvísunar.“ Í viðtali við Vísi eftir leik Þórs Þ. og ÍR á mánudaginn sagðist Lárus Jónsson, þjálfari Þórsara, afar ósáttur með að hafa frétt af kæru dómaranefndar í Domino's Körfuboltakvöldi. „Dómaranefnd er að kæra atvik sem er augljóslega er óviljaverk hjá Adomas. Það er mjög skrýtið, því að við vitum ekki almennilega hvaða atriði dómaranefnd er að velja til að kæra en við höldum að atvikið sem um ræðir sé algjört óviljaverk. Ég hef rætt við dómaranefndina varðandi atriði þar sem menn eru að gera hluti viljandi en það er látið kjurt liggja,“ sagði Lárus. „Svo er annað sem mér finnst mjög skrýtið en við fréttum fyrst af þessari kæru í Körfuboltakvöldi á föstudaginn. Þannig að fjölmiðlar vita af því að dómaranefndin sé að taka eitthvað atvik fyrir áður en þeir aðilar sem eiga hlut í máli fá að vita af því. Þannig að ég þarf að setja stór spurningarmerki við vinnubrögðin hjá dómaranefndinni. Hver er tilgangurinn að fjölmiðlar viti af þessu áður en að við fáum að vita af málinu. Við fengum kæruna á hádegi á laugardegi en það er fjallað um þetta í Körfuboltakvöldi klukkan hálf ellefu á föstudagskvöldi. Það er það fyrsta sem við vitum um málið. Ég set stórt spurningarmerki við þetta.“ Í greinargerð Þórs vegna kæru dómaranefndar segir að hreyfing Drungilas hafi augljóslega verið eðlileg varnarhreyfing og engin ásetningur hafi fylgt henni. Þetta hafi verið óheppilegt óviljaverk. Aga- og úrskurðarnefnd leit hins vegar öðruvísi á atvikið og dæmdi Drungilas í tveggja leikja bann. Dóm aga- og úrskurðarnefndar má lesa með því að smella hér. Keppni í Domino's deild karla liggur niðri næstu þrjár vikurnar sökum hertra samkomutakmarkana vegna kórónuveirufaraldursins. Næstu tveir leikir Þórs áttu að vera gegn Þór Ak. og KR. Drungilas hefur leikið vel með Þór í vetur en hann er með 15,8 stig, 10,3 fráköst og 4,7 stoðsendingar að meðaltali í leik. Hann er fjórði frákastahæsti leikmaður Domino's deildarinnar. Þórsarar eru í 2. sæti deildarinnar með 22 stig, sex stigum á eftir toppliði Keflavíkur. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Dominos-deild karla Þór Þorlákshöfn Mest lesið Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ Körfubolti „Þetta er eins og eldgamla tómatsósan“ Íslenski boltinn „Settum meiri pressu á þá þegar líða tók á leikinn“ Fótbolti Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Faðir Haliburton fær ekki að mæta á leiki hjá Pacers Sjá meira
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn
Uppgjörið: Víkingur - Fram 3-2 | Gylfi Þór skoraði fyrsta mark sitt í torsóttum sigri Víkings Íslenski boltinn