Óttast banaslys vegna kæruleysis þeirra sem stýri Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. mars 2021 16:23 Ólafsfjarðargöng eða Múlagöng eru um 3.400 metrar að lengd og er að finna milli Ólafsfjarðar og Dalvíkur. Wikipedia Commons Slökkviliðsstjóri Fjallabyggðar segir Ólafsfjarðargöng ekkert annað en dauðagildru. Göngin séu barn síns tíma og hann vilji ekki þurfa að taka þátt í því að bjarga tugum látinna úr göngunum vegna kæruleysis í samgöngumálum. Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók í vikunni fjóra sem taldir eru hafa sprengt sprengju við rafmagnsgám í göngunum á dögunum. Engin vitni urðu að sprenginunni og talin mildi að enginn hafi verið á ferð. Rafmagn fór af göngunum um tíma. Göngin eru einbreið, 3,4 kílómetra löng en um þau liggur vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ámundi Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð. Hann sagði í samtali við Akureyri.net í morgun að ástandið í göngunum, óháð fyrrnefndri sprengingu, sé algjör martröð. Ekki var gagnrýnin minni þegar hann ræddi málin við Vísi í dag. „Göngin eru barn síns tíma. Vegagerðin er að dangla á móti því að endurbæta þetta,“ segir Ámundi. Klæðning sem hafði verið bönnuð í Noregi Hann segir að göngin hafi á sínum tíma verið klædd með pasteinangrun, efni sem þá þegar hafi verið búið að banna í Noregi. Það hafi engu skipt. Slíka klæðningu megi aðeins nota ef steypu sé sprautað yfir hana líkt og gert hafi verið í Héðinsfjarðargöngum. „Forverar mínir á Dalvík og Ólafsfirði ásamt brunamálastofnun börðust á móti þessu. En ekkert mark var tekið á þeim.“ Þá eru ekki öll vandræðin upptalin. Ekkert síma- eða útvarpssamband er í göngunum sem þó þurfi að vera samkvæmt reglugerð. Ef eitthvað komi upp í göngunum sé ekki hægt að láta vita. Bílar geti áfram streymt inn í göngin úr hinni áttinni. Rútur séu oft á svæðinu sem ekki sé hægt að snúa við. Þá segir hann of fá slökkvitæki í göngunum sem einnig brjóti í bága við reglugerð. Þau séu að finna í hverju útskoti en ættu að vera fleiri. Óttast manntjón „Þetta er horror. Samgöngustofa tók göngin út núna í september og þau hafa barið á Vegagerðinni því Samgöngustofa er með stjórnsýslu á göngunum,“ segir Ámundi. Vegagerðin dragi bara lappirnar hægri vinstri. „Við höfum barist fyrir þessu í fleiri ár en það bara gengur ekkert,“ segir Ámundi. Aðspurður hvort fleira sé að er svarið einfalt. „Já, það er allt að.“ Hann óttast að slys geti orðið þegar 50-150 manns geti verið inni í göngunum þegar umferð sé.„Menn þurfa að koma auga á þetta. Ég vil helst ekki taka þátt í því að þurfa kannski að bjarga tugum látinna út úr göngunum vegna kæruleysis þeirra sem eiga að stýra þessu.“ Fjallabyggð Samgöngur Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29 Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Lögreglan á Norðurlandi eystra handtók í vikunni fjóra sem taldir eru hafa sprengt sprengju við rafmagnsgám í göngunum á dögunum. Engin vitni urðu að sprenginunni og talin mildi að enginn hafi verið á ferð. Rafmagn fór af göngunum um tíma. Göngin eru einbreið, 3,4 kílómetra löng en um þau liggur vegurinn á milli Dalvíkur og Ólafsfjarðar. Ámundi Gunnarsson er slökkviliðsstjóri í Fjallabyggð. Hann sagði í samtali við Akureyri.net í morgun að ástandið í göngunum, óháð fyrrnefndri sprengingu, sé algjör martröð. Ekki var gagnrýnin minni þegar hann ræddi málin við Vísi í dag. „Göngin eru barn síns tíma. Vegagerðin er að dangla á móti því að endurbæta þetta,“ segir Ámundi. Klæðning sem hafði verið bönnuð í Noregi Hann segir að göngin hafi á sínum tíma verið klædd með pasteinangrun, efni sem þá þegar hafi verið búið að banna í Noregi. Það hafi engu skipt. Slíka klæðningu megi aðeins nota ef steypu sé sprautað yfir hana líkt og gert hafi verið í Héðinsfjarðargöngum. „Forverar mínir á Dalvík og Ólafsfirði ásamt brunamálastofnun börðust á móti þessu. En ekkert mark var tekið á þeim.“ Þá eru ekki öll vandræðin upptalin. Ekkert síma- eða útvarpssamband er í göngunum sem þó þurfi að vera samkvæmt reglugerð. Ef eitthvað komi upp í göngunum sé ekki hægt að láta vita. Bílar geti áfram streymt inn í göngin úr hinni áttinni. Rútur séu oft á svæðinu sem ekki sé hægt að snúa við. Þá segir hann of fá slökkvitæki í göngunum sem einnig brjóti í bága við reglugerð. Þau séu að finna í hverju útskoti en ættu að vera fleiri. Óttast manntjón „Þetta er horror. Samgöngustofa tók göngin út núna í september og þau hafa barið á Vegagerðinni því Samgöngustofa er með stjórnsýslu á göngunum,“ segir Ámundi. Vegagerðin dragi bara lappirnar hægri vinstri. „Við höfum barist fyrir þessu í fleiri ár en það bara gengur ekkert,“ segir Ámundi. Aðspurður hvort fleira sé að er svarið einfalt. „Já, það er allt að.“ Hann óttast að slys geti orðið þegar 50-150 manns geti verið inni í göngunum þegar umferð sé.„Menn þurfa að koma auga á þetta. Ég vil helst ekki taka þátt í því að þurfa kannski að bjarga tugum látinna út úr göngunum vegna kæruleysis þeirra sem eiga að stýra þessu.“
Fjallabyggð Samgöngur Slökkvilið Tengdar fréttir Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29 Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Íbúar í Fjallabyggð ekki hræddir vegna sprengju en komu af fjöllum í gær Bæjarstjóri Fjallabyggðar merkir ekki hræðslu meðal íbúa sveitarfélagsins eftir að sprengja var sprengd í Ólafsfjarðargöngum á dögunum. Fjórir voru handteknir vegna málsins sem lögregla lítur alvarlegum augum. Rannsóknin er vel á veg komin. 27. mars 2021 12:29
Fjórir handteknir og milljónatjón eftir sprengingu í Ólafsfjarðargöngum Milljónatjón varð í Ólafsfjarðargöngum, eða Múlagöngum, eftir að heimagerð sprengja var þar sprengd í vikunni. Mikill viðbúnaður var hjá lögreglunni á Norðurlandi eystra vegna málsins og voru fjórir handteknir í tengslum við málið að því er segir í tilkynningu. 26. mars 2021 11:45