Ærumeiðingar ekki teknar alvarlega Eva Hauksdóttir skrifar 28. mars 2021 15:31 Þann 19. mars sl. felldi Landsréttur tvo dóma í ærumeiðingamálum sem sprottin eru af fréttaflutningi af Hlíðamálinu, sem svo hefur verið kallað. Nánar tiltekið voru tveir menn, sem grunaðir voru um nauðgun, sakaðir um skipulagða kynferðisglæpi á opinberum vettvangi án þess að nokkuð lægi fyrir um sekt þeirra. Fullyrðingar fjölmiðla um sérútbúna nauðgunaraðstöðu reyndust úr lausu lofti gripnar en vöktu að vonum óhug og voru til þess fallnar að hvetja til ærumeiðandi ummæla. Niðurstaða Landsréttar í þeim málum sem hér um ræðir var sú að fréttaflutningur hefði þó ekki gefið tilefni til að slá því föstu að mennirnir væru sekir og skyldu ummæli þar að lútandi teljast ólögmæt meingjörð. Á þeirri forsendu voru ummælin lýst dauð og ómerk, auk þess að vera bótaskyld. Sú niðurstaða er í samræmi við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og kemur ekki á óvart. Furðu vekur hinsvegar að Landsréttur skuli hafa lækkað þær smánarlegu miskabætur sem þolendum meiðyrðanna voru dæmdar í héraði. Í báðum tilvikum dæmdi Landsréttur hinar brotlegu til að greiða hvorum stefnanda um sig miskabætur að fjárhæð 100.000 kr. Eitt hundrað þúsund króna miskabætur fyrir laskað mannorð? Eru dómarar að hæðast að þeim sem misgert var við og þeim takmörkunum sem tjáningarfrelsinu eru sett með lögum? Skilaboð Landsréttar með nýföllnum dómum eru á þessa leið: Nei, það er ekki löglegt að halda þvi fram að menn séu sekir um glæpi sem þeir hafa ekki verið sakfelldir fyrir – en kommon strákar, ekki vera að sóa tíma ykkar í að eltast við fólk sem hefur ekki gert ykkur neitt alvarlegra en að reyna að telja fólki trú um að þið séuð glæpamenn. Ekki gera ykkur vonir um að dómstólar taki rétt ykkar til æruverndar alvarlega. Þetta eru bara meiðyrði, ekki brot sem varða alvöru mannréttindi. Þessi skilaboð gefa ranga hugmynd um inntak laga og alvarleika málsins. Rétturinn til æruverndar fellur undir friðhelgi einkalífs sem kveðið er á um í 71. grein stjórnarskrárinnar og 8. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Sá réttur hefur sama vægi og önnur mannréttindi og fjárhæð miskabóta ætti að vera í samræmi við það. Íslensk dómaframkvæmd ber þess þó ekki merki að dómarar hafi minnsta skilning á því hverskonar tjón það er sem miskabótum vegna meiðyrða er ætlað að bæta. Algengt er að í ærumeiðingamálum séu ákveðnar miskabætur upp á 200.000 kr. og virðist þá litlu máli skipta hversu grófar aðdróttanirnar voru eða hvort um var að ræða eitt tilvik eða endurteknar árásir. Í dómunum frá 19. mars réttlætir Landsréttur smánarbætur með því að stefnendum hafi þegar verið dæmdar miskabætur vegna rangra og villandi staðhæfinga í fjölmiðlum. Samkvæmt því ættu þeir sem slást í hóp þeirra sem þegar hafa framið líkamsárás að sleppa nokkuð vel; nokkur spörk í skrokk þess sem þegar liggur í blóði sínu í götunni getur varla talist miski sem orð er á hafandi eða hvað? Hvað með hópnauðgun – fá hinir síðustu sem svívirða fórnarlambið afslátt út á það að forsprakkarnir hafi þegar verið dæmdir til að greiða brotaþola miskabætur? Gerendur í ærumeiðingamálum sleppa almennt vel en í þetta sinn enn betur en venjulega. Reyndar þurfa þær að greiða málskostnað þolenda sinna en eiga þó kost á að sækja um styrk úr „málfrelsissjóði“ þeim sem stofnaður var í kjölfar þess að dómar yfir þeim féllu í héraði. (Þess má geta að ósk um upplýsingar um styrkumsóknir og úthlutanir úr „málfrelsissjóði“ hefur verið synjað.) Miskabætur sem virðast fremur ætlaðar til háðungar en að rétta hlut þess sem misgert er við eru til þess fallnar að letja þolendur ærumeiðinga og eineltis til að leita réttar síns. Þegar við bætist að gerendurnir geta sótt um fjárhagsaðstoð úr sérstökum sjóði sem hefur þann augljósa tilgang hvetja til ásakana um kynferðisbrot af hálfu fólks sem ekkert getur vitað um málið, þá eru varnaðaráhrif hlægilega vægra dóma sáralítil. Þar sem dómstólar hafa tekið þá stefnu að afnema rétt til æruverndar með smánarbótum er ekki annað til ráða en að Alþingi kveði á um lágmarksbætur í lögum. Höfundur er lögfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eva Hauksdóttir Tjáningarfrelsi Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Þann 19. mars sl. felldi Landsréttur tvo dóma í ærumeiðingamálum sem sprottin eru af fréttaflutningi af Hlíðamálinu, sem svo hefur verið kallað. Nánar tiltekið voru tveir menn, sem grunaðir voru um nauðgun, sakaðir um skipulagða kynferðisglæpi á opinberum vettvangi án þess að nokkuð lægi fyrir um sekt þeirra. Fullyrðingar fjölmiðla um sérútbúna nauðgunaraðstöðu reyndust úr lausu lofti gripnar en vöktu að vonum óhug og voru til þess fallnar að hvetja til ærumeiðandi ummæla. Niðurstaða Landsréttar í þeim málum sem hér um ræðir var sú að fréttaflutningur hefði þó ekki gefið tilefni til að slá því föstu að mennirnir væru sekir og skyldu ummæli þar að lútandi teljast ólögmæt meingjörð. Á þeirri forsendu voru ummælin lýst dauð og ómerk, auk þess að vera bótaskyld. Sú niðurstaða er í samræmi við dómaframkvæmd Mannréttindadómstóls Evrópu og kemur ekki á óvart. Furðu vekur hinsvegar að Landsréttur skuli hafa lækkað þær smánarlegu miskabætur sem þolendum meiðyrðanna voru dæmdar í héraði. Í báðum tilvikum dæmdi Landsréttur hinar brotlegu til að greiða hvorum stefnanda um sig miskabætur að fjárhæð 100.000 kr. Eitt hundrað þúsund króna miskabætur fyrir laskað mannorð? Eru dómarar að hæðast að þeim sem misgert var við og þeim takmörkunum sem tjáningarfrelsinu eru sett með lögum? Skilaboð Landsréttar með nýföllnum dómum eru á þessa leið: Nei, það er ekki löglegt að halda þvi fram að menn séu sekir um glæpi sem þeir hafa ekki verið sakfelldir fyrir – en kommon strákar, ekki vera að sóa tíma ykkar í að eltast við fólk sem hefur ekki gert ykkur neitt alvarlegra en að reyna að telja fólki trú um að þið séuð glæpamenn. Ekki gera ykkur vonir um að dómstólar taki rétt ykkar til æruverndar alvarlega. Þetta eru bara meiðyrði, ekki brot sem varða alvöru mannréttindi. Þessi skilaboð gefa ranga hugmynd um inntak laga og alvarleika málsins. Rétturinn til æruverndar fellur undir friðhelgi einkalífs sem kveðið er á um í 71. grein stjórnarskrárinnar og 8. grein Mannréttindasáttmála Evrópu. Sá réttur hefur sama vægi og önnur mannréttindi og fjárhæð miskabóta ætti að vera í samræmi við það. Íslensk dómaframkvæmd ber þess þó ekki merki að dómarar hafi minnsta skilning á því hverskonar tjón það er sem miskabótum vegna meiðyrða er ætlað að bæta. Algengt er að í ærumeiðingamálum séu ákveðnar miskabætur upp á 200.000 kr. og virðist þá litlu máli skipta hversu grófar aðdróttanirnar voru eða hvort um var að ræða eitt tilvik eða endurteknar árásir. Í dómunum frá 19. mars réttlætir Landsréttur smánarbætur með því að stefnendum hafi þegar verið dæmdar miskabætur vegna rangra og villandi staðhæfinga í fjölmiðlum. Samkvæmt því ættu þeir sem slást í hóp þeirra sem þegar hafa framið líkamsárás að sleppa nokkuð vel; nokkur spörk í skrokk þess sem þegar liggur í blóði sínu í götunni getur varla talist miski sem orð er á hafandi eða hvað? Hvað með hópnauðgun – fá hinir síðustu sem svívirða fórnarlambið afslátt út á það að forsprakkarnir hafi þegar verið dæmdir til að greiða brotaþola miskabætur? Gerendur í ærumeiðingamálum sleppa almennt vel en í þetta sinn enn betur en venjulega. Reyndar þurfa þær að greiða málskostnað þolenda sinna en eiga þó kost á að sækja um styrk úr „málfrelsissjóði“ þeim sem stofnaður var í kjölfar þess að dómar yfir þeim féllu í héraði. (Þess má geta að ósk um upplýsingar um styrkumsóknir og úthlutanir úr „málfrelsissjóði“ hefur verið synjað.) Miskabætur sem virðast fremur ætlaðar til háðungar en að rétta hlut þess sem misgert er við eru til þess fallnar að letja þolendur ærumeiðinga og eineltis til að leita réttar síns. Þegar við bætist að gerendurnir geta sótt um fjárhagsaðstoð úr sérstökum sjóði sem hefur þann augljósa tilgang hvetja til ásakana um kynferðisbrot af hálfu fólks sem ekkert getur vitað um málið, þá eru varnaðaráhrif hlægilega vægra dóma sáralítil. Þar sem dómstólar hafa tekið þá stefnu að afnema rétt til æruverndar með smánarbótum er ekki annað til ráða en að Alþingi kveði á um lágmarksbætur í lögum. Höfundur er lögfræðingur.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun