Höfum öll ofboðslega gott af því að finna hvað heldur okkur gangandi Kristján Már Unnarsson skrifar 28. mars 2021 23:00 Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, daginn sem Kap VE, skipið fyrir aftan, landaði fyrstu loðnu íslensks fiskiskips í þrjú ár. Egill Aðalsteinsson „Það er bara gaman að vinna á vertíð. Það eru vaktir. Það er fjör. Þú finnur það að þú ert að bjarga verðmætum og að þetta skiptir máli. Ég held að við höfum öll bara ofboðslega gott af því að vera svona með puttann á púlsinum á því hvað heldur okkur gangandi,“ segir Íris Róbertsdóttir, bæjarstjóri í Vestmannaeyjum, um eigin reynslu af því að vinna á loðnuvertíð. „Stemmningin er til staðar. Og þú þarft ekki að vinna í loðnunni til að finna hana. Hún smitar út í allt,“ segir Norðfirðingurinn Smári Geirsson um stemmninguna sem fylgir loðnuvertíð á Austfjörðum. Smári Geirsson, söguritari Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, er fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.Einar Árnason Íris og Smári eru meðal viðmælenda þáttarins Um land allt á Stöð 2 en þar kynnumst við lífinu á loðnuvertíð. Farið er á loðnuveiðar með skipverjum á Beiti frá Neskaupstað. „Það er bara fundin torfa og kastað,“ segir skipstjórinn Sturla Þórðarson. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason Fylgst er með vinnslu í landi, bæði í Vestmannaeyjum og á Norðfirði. Fjallað er um áhrif loðnunnar í Vestmannaeyjum, stærsta loðnubænum, og á Austfjörðum, þeim landshluta sem mest á undir loðnu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Þetta er ævintýri,“ segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson í Eyjum. „Ég hef oft sagt að loðna er svona meira fyrir spennufíkla en margt annað,“ segir Gunnþór Ingvason í Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Loðnan dælist í lestar Beitis á loðnumiðum undan Snæfellsjökli. Fjær sést grænlenska skipið Polar Amaroq.Sigurjón Ólason „Það kemur ekkert í staðinn fyrir loðnuna. Það brosa allir mjög breitt í dag,“ segir Íris daginn sem fyrstu loðnunni er landað í Eyjum í þrjú ár. Beitir NK, flaggskip Síldarvinnslunnar, siglir inn Norðfjörð.Einar Árnason „Í Fjarðabyggð brosir fólk bara alltaf breitt allan ársins hring,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, þegar velheppnaðri vertíð er að ljúka. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld, mánudagskvöld. Hér má sjá sýnishorn: Um land allt Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Vopnafjörður Hornafjörður Langanesbyggð Akranes Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
„Stemmningin er til staðar. Og þú þarft ekki að vinna í loðnunni til að finna hana. Hún smitar út í allt,“ segir Norðfirðingurinn Smári Geirsson um stemmninguna sem fylgir loðnuvertíð á Austfjörðum. Smári Geirsson, söguritari Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, er fyrrverandi forseti bæjarstjórnar Fjarðabyggðar.Einar Árnason Íris og Smári eru meðal viðmælenda þáttarins Um land allt á Stöð 2 en þar kynnumst við lífinu á loðnuvertíð. Farið er á loðnuveiðar með skipverjum á Beiti frá Neskaupstað. „Það er bara fundin torfa og kastað,“ segir skipstjórinn Sturla Þórðarson. Sturla Þórðarson, skipstjóri á Beiti NK.Sigurjón Ólason Fylgst er með vinnslu í landi, bæði í Vestmannaeyjum og á Norðfirði. Fjallað er um áhrif loðnunnar í Vestmannaeyjum, stærsta loðnubænum, og á Austfjörðum, þeim landshluta sem mest á undir loðnu. Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson, betur þekktur sem Binni í Vinnslustöðinni.Egill Aðalsteinsson „Þetta er ævintýri,“ segir Binni í Vinnslustöðinni, Sigurgeir Brynjar Kristgeirsson í Eyjum. „Ég hef oft sagt að loðna er svona meira fyrir spennufíkla en margt annað,“ segir Gunnþór Ingvason í Síldarvinnslunni í Neskaupstað. Loðnan dælist í lestar Beitis á loðnumiðum undan Snæfellsjökli. Fjær sést grænlenska skipið Polar Amaroq.Sigurjón Ólason „Það kemur ekkert í staðinn fyrir loðnuna. Það brosa allir mjög breitt í dag,“ segir Íris daginn sem fyrstu loðnunni er landað í Eyjum í þrjú ár. Beitir NK, flaggskip Síldarvinnslunnar, siglir inn Norðfjörð.Einar Árnason „Í Fjarðabyggð brosir fólk bara alltaf breitt allan ársins hring,“ segir Jón Björn Hákonarson, bæjarstjóri Fjarðabyggðar, þegar velheppnaðri vertíð er að ljúka. Þátturinn er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 19:10 í kvöld, mánudagskvöld. Hér má sjá sýnishorn:
Um land allt Sjávarútvegur Fjarðabyggð Vestmannaeyjar Vopnafjörður Hornafjörður Langanesbyggð Akranes Efnahagsmál Tengdar fréttir Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29 Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00 Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55 Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39 Mest lesið Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar Innlent Jóhanna ætlar ekki aftur fram Innlent Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Erlent Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Erlent Tortryggnir í garð tolla Trumps Erlent Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Innlent Fleiri fréttir Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Jóhanna ætlar ekki aftur fram Rósa Guðbjarts hætt í bæjarstjórn Fólk hafi varann á þegar PIN-númer eru slegin inn Tíu ung börn voru orðin verkjuð og hjólbeinótt vegna beinkramar „Mér finnst þetta bara klaufaskapur“ Vill að þingið skoði mál Ríkisendurskoðanda Fleiri grunaðir en þeir sem voru handteknir Víðfeðm rannsókn, vasaþjófar og börn með beinkröm Þrír vasaþjófar handteknir á Þingvöllum Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Vasaþjófar höfðu fúlgur fjár af eldri mönnum og ferðamanni „Þau eru mjög æst í stærðfræði!“ „Þetta ástand hefur viðgengist í allt of langan tíma“ Fengu ekki að fylgjast með meintri vændisstarfsemi í leyni Léttir að vinnan í faraldrinum hafi verið lögmæt Níu af hverjum tíu foreldrum leikskólabarna í Reykjavík ánægðir en mælingin ekki samanburðarhæf Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Rætt við ráðherra sem svarar gagnrýni og ósáttan Litháa sem flæktist í bankaránið umfangsmikla Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum? Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Hæstiréttur ógildir skammir Persónuverndar í garð ÍE Óttast að stóru stofurnar gætu orðið einræðisherrar í eftirliti Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Stóladans þingmanna lækkar launatékka Karls Gauta en hækkar Bergþórs Sjá meira
Segir loðnuvertíðina stóran lottóvinning fyrir þjóðarbúið Núna er áætlað að loðnuvertíðin skili yfir tuttugu milljarða króna útflutningsverðmætum. Þetta kom fram í viðtali við Gunnþór Ingvason, forstjóra Síldarvinnslunnar í Neskaupstað, en þangað var Börkur NK í kvöld á leið með síðasta loðnufarm Austfjarða á þessari vertíð, 1.900 tonna farm. Þá virðist einungis Ísfélag Vestmannaeyja eiga eftir um þúsund tonn óveidd af sínum kvóta. 10. mars 2021 22:29
Loðnuvertíðin á lokametrunum: „Ævintýralegt fiskerí“ „Þetta er eiginlega búið að vera ævintýralegt fiskerí,“ sagði fréttamaðurinn Kristján Már Unnarsson í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld þar sem hann var staddur um borð í Beiti NK-123. Veiðin hefur gengið vel og er Beitir kominn með næstum 1.500 tonn. 6. mars 2021 21:00
Finnst gott að finna loðnulyktina og að fólkið fái meira útborgað Hrognafylling loðnunnar sem komin er á land í Vestmannaeyjum er orðin nægilega mikil fyrir Japansmarkað, sem stóreykur verðmæti hennar. Í Eyjum er slegist um að komast á loðnuvertíðina. 18. febrúar 2021 21:55
Fyrstu loðnunni landað í Eyjum Fyrsta loðnufarmi íslensks fiskiskips í þrjú ár var landað í Vestmannaeyjum í dag. Um þrjátíu prósent loðnukvótans er gerður út í Vestmannaeyjum og var líf og fjör í Eyjum í dag. 16. febrúar 2021 23:39
Bein útsending: Hvernig skilar jarðhitafræðsla sér í sjálfbærri þróun í orkumálum í samstarfslöndum?