Gosstöðvarnar verða opnaðar að nýju í fyrramálið Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. apríl 2021 15:12 Svona var staðan á gosstöðvunum í gærkvöldi. Sannkölluð sýning fyrir augað. Vísir/Vilhelm Bogi Adolfsson hjá björgunarsveitinni Þorbirni í Grindavík segir útlitið á gosstöðvunum ágætt ef frá er talin gasmengun á svæðinu. Lögreglustjórinn á Suðurnesjum hefur ákveðið að opna aftur fyrir umferð fólks um svæðið í fyrramálið. Talsverð virkni var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum sem myndaðist í gær. Björgunarsveitin Þorbjörn hafði komið sér upp búðum á þeim slóðum og höfðu snar handtök í gær. „Já, við rukum upp eftir og rifum það niður. Fórum með niður í hús, þrifum og græjuðum,“ segir Bogi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann reiknar ekki með því að aðrar búðir verði settar upp heldur verði þær frekar færanlegar, á fjórum hjólum. Útlitið sé ágætt á svæðinu. „Þetta lítur ágætlega út fyrir utan vissa gasmengun og annað. Það hefur verið tekin ákvörðun í dag að vera bara með vísindamenn hér inni á meðan við erum að ná áttum á því hvað þetta gerir.“ En ætli það verði hægt að opna fyrir umferð gangandi á morgun? „Það eru allar líkur á því en það er ekki okkar að ákveða heldur lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ sagði Bogi í hádeginu. Á fjórða tímanum barst svo tilkynning frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum að opnað yrði að nýju klukkan sex í fyrramálið. Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09 Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Talsverð virkni var á gosstöðvunum á Reykjanesskaga í nótt, bæði í Geldingadölum og einnig í nýju sprungunni í Meradölum sem myndaðist í gær. Björgunarsveitin Þorbjörn hafði komið sér upp búðum á þeim slóðum og höfðu snar handtök í gær. „Já, við rukum upp eftir og rifum það niður. Fórum með niður í hús, þrifum og græjuðum,“ segir Bogi en rætt var við hann í hádegisfréttum Bylgjunnar í dag. Hann reiknar ekki með því að aðrar búðir verði settar upp heldur verði þær frekar færanlegar, á fjórum hjólum. Útlitið sé ágætt á svæðinu. „Þetta lítur ágætlega út fyrir utan vissa gasmengun og annað. Það hefur verið tekin ákvörðun í dag að vera bara með vísindamenn hér inni á meðan við erum að ná áttum á því hvað þetta gerir.“ En ætli það verði hægt að opna fyrir umferð gangandi á morgun? „Það eru allar líkur á því en það er ekki okkar að ákveða heldur lögreglustjórans á Suðurnesjum,“ sagði Bogi í hádeginu. Á fjórða tímanum barst svo tilkynning frá Lögreglustjóranum á Suðurnesjum að opnað yrði að nýju klukkan sex í fyrramálið. Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri.
Tilkynning frá lögreglustjóranum á Suðurnesjum Opnað verður aftur fyrir umferð að gosstöðvunum kl. 6:00 í fyrramálið, miðvikudaginn 7. apríl. Lokað verður fyrir alla umferð að gosstöðvunum kl. 18:00 eða fyrr ef nauðsyn krefur. Viðbragðsaðilar munu hefja rýmingu á gossvæðunum kl. 22:00. Þeir sem hyggjast ætla að fara að gosstöðvunum eru hvattir til að klæða sig eftir veðri.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Tengdar fréttir Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09 Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40 Mest lesið Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Sjá meira
Önnur sprunga gæti opnast Náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni segir hættu á að fleiri sprungur opnist meðfram sprungunni sem opnaðist við Meradali í gær. 6. apríl 2021 12:09
Gosstöðvarnar tilkomumiklar að kvöldi til Vilhelm Gunnarsson, ljósmyndari Vísis, er staddur við gosstöðvarnar í Geldingadölum þar sem nýjar sprungur opnuðust fyrr í dag. Mikið hraun flæðir úr nýju sprungunum og þekur hraunið nær Meradali. 5. apríl 2021 21:40