Horfum til heildarhagsmuna Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 8. apríl 2021 08:00 Það hvílir á stjórnvöldum hverju sinni að tryggja öryggi og heilsu borgara sinna. Jafnframt að tryggja réttindi borgaranna. Við viljum tryggja heilsu og mannréttindi fólks. Það er eðlilegt að fólk láti reyna á þær sóttvarnir sem stjórnvöld setja hverju sinni. Einkum og sér í lagi þegar þær eru íþyngjandi. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að baki sóttvörnum liggur sú grundvallarhugsun að tryggja heilsu fólks. Aðgerðirnar snúast ekki um neitt annað en sóttvarnir. Sóttvarnir og sóttvarnarlög eru ekki tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði og það er ekki ósk neins ráðherra sem ég hef rekist á að þurfa að takmarka réttindi almennings. Þvert á móti eru heimildir í lögunum til að vernda almenning og tryggja að stjórnvöld hafi þau tæki sem þarf til að vernda líf og heilsu. Samlíkingar á borð við að sóttkví sé eins og refsivist og um frelsissviptingu sé að ræða, jafnvel mannréttindabrot, eru í mínum huga fráleitar. Almenningur hefur rétt á því að vera eins öruggur frá smiti og kostur er og það er stjórnvalda að tryggja það. Þegar heimsfaraldur geisar þá birtist það í sóttvarnaaðgerðum sem eru misíþyngjandi. Þær geta verið frá tveggja metra reglu og yfir í margra daga einangrun ef fólk greinist smitað. Undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um sóttvarnir. Þar hefur frelsi fólks til að ferðast og komast um hindrunarlaust verið hampað mikið á kostnað frelsis almennings til að forðast smit. Gleymum því ekki að um heimasóttkví gilda nokkuð strangar reglur og það varðar sektum að virða ekki sóttkví. Ekki vegna þess að yfirvöld vilja sekt almenning, heldur vegna þess að við erum að reyna að stöðva heimsfaraldur. Sóttvarnalæknir hefur frá upphafi faraldursins hrósað almenningi fyrir samstöðuna, og bent á leiðir til að lágmarka smithættu, sem við höfum flest farið eftir. Ráðleggingar sóttvarnalæknis til yfirvalda hafa byggst á bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma, með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Því er furðulegt þegar farið er að tala um að sóttvarnir og sótvarnalög séu tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði. Það gæti ekki verið meira fjarri lagi, enda held ég að öll hlutaðeigandi bíði spennt eftir þeim degi sem hægt er að aflétta öllum hömlum innanlands. Í faraldrinum höfum við borið gæfu til þess sem samfélag að vera samstíga og horfa til heildarhagsmuna. Bólusetningar halda áfram og líklegt að bróðurparturinn verði bólusettur fyrir mitt sumar. Höldum þetta út á endasprettinum. Þannig komumst við öll saman í mark og tryggjum öryggi allra landsmanna. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Vinstri græn Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Skoðun Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Það hvílir á stjórnvöldum hverju sinni að tryggja öryggi og heilsu borgara sinna. Jafnframt að tryggja réttindi borgaranna. Við viljum tryggja heilsu og mannréttindi fólks. Það er eðlilegt að fólk láti reyna á þær sóttvarnir sem stjórnvöld setja hverju sinni. Einkum og sér í lagi þegar þær eru íþyngjandi. Það er þó mikilvægt að hafa í huga að baki sóttvörnum liggur sú grundvallarhugsun að tryggja heilsu fólks. Aðgerðirnar snúast ekki um neitt annað en sóttvarnir. Sóttvarnir og sóttvarnarlög eru ekki tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði og það er ekki ósk neins ráðherra sem ég hef rekist á að þurfa að takmarka réttindi almennings. Þvert á móti eru heimildir í lögunum til að vernda almenning og tryggja að stjórnvöld hafi þau tæki sem þarf til að vernda líf og heilsu. Samlíkingar á borð við að sóttkví sé eins og refsivist og um frelsissviptingu sé að ræða, jafnvel mannréttindabrot, eru í mínum huga fráleitar. Almenningur hefur rétt á því að vera eins öruggur frá smiti og kostur er og það er stjórnvalda að tryggja það. Þegar heimsfaraldur geisar þá birtist það í sóttvarnaaðgerðum sem eru misíþyngjandi. Þær geta verið frá tveggja metra reglu og yfir í margra daga einangrun ef fólk greinist smitað. Undanfarna daga hefur farið fram mikil umræða um sóttvarnir. Þar hefur frelsi fólks til að ferðast og komast um hindrunarlaust verið hampað mikið á kostnað frelsis almennings til að forðast smit. Gleymum því ekki að um heimasóttkví gilda nokkuð strangar reglur og það varðar sektum að virða ekki sóttkví. Ekki vegna þess að yfirvöld vilja sekt almenning, heldur vegna þess að við erum að reyna að stöðva heimsfaraldur. Sóttvarnalæknir hefur frá upphafi faraldursins hrósað almenningi fyrir samstöðuna, og bent á leiðir til að lágmarka smithættu, sem við höfum flest farið eftir. Ráðleggingar sóttvarnalæknis til yfirvalda hafa byggst á bestu fáanlegu þekkingu á hverjum tíma, með hagsmuni heildarinnar að leiðarljósi. Því er furðulegt þegar farið er að tala um að sóttvarnir og sótvarnalög séu tæki í höndum yfirvalda til að beita almenning harðræði. Það gæti ekki verið meira fjarri lagi, enda held ég að öll hlutaðeigandi bíði spennt eftir þeim degi sem hægt er að aflétta öllum hömlum innanlands. Í faraldrinum höfum við borið gæfu til þess sem samfélag að vera samstíga og horfa til heildarhagsmuna. Bólusetningar halda áfram og líklegt að bróðurparturinn verði bólusettur fyrir mitt sumar. Höldum þetta út á endasprettinum. Þannig komumst við öll saman í mark og tryggjum öryggi allra landsmanna. Höfundur er þingmaður VG.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun