Njála dómsgagn í nágrannadeilu Snorri Másson skrifar 10. apríl 2021 14:00 Hinn friðaði Bergþórshvoll og hjáleigan Káragerði standa við vesturbakka Affallsins, þar sem deilt hefur verið um hvort Káragerði eigi hlutdeild í veiðiréttindum. Svæðið er vitaskuld sögulega hlaðið og ekki þarf að grúska lengi í íslenskum fornbókmenntum til að finna fræg dæmi um nágrannerjur sem enduðu illa á Bergþórshvoli. Það var hjá þeim Njálu og Bergþóru en nú er öldin önnur. Mats Wibe Lund Landeigendur á Bergþórshvoli í Vestur-Landeyjum unnu mál fyrir Landsrétti á dögunum, þar sem nágrannar þeirra á bænum Káragerði höfðu stefnt þeim vegna þess að þeir töldu sig eiga tilkall til hlunninda á sameiginlegu landi jarðanna tveggja. Þeir eiga það ekki, var niðurstaðan á tveimur dómstigum. Þegar Bergþórshvoll er nefndur ætti það að hringja bjöllum hjá þeim sem fylgdust með í menntaskóla, enda helsti vettvangur atburða í Brennu-Njálssögu. Og stefnendur í málinu núna létu ekki hjá líða að vísa til þeirrar sögulegu staðreyndar, eins og fyrst var vakin athygli á í Morgunblaðinu í gær. „Bergþórshvols er fyrst getið í Brennu-Njálssögu sem talin er skrifuð á síðari hluta 13. aldar,“ er haft eftir landeigendum í Káragerði í dómnum. Áfram er vísað í eldri íslenskri bókmenntir þegar sagt er að hjáleigunnar Káragerðis sé fyrst getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem lokið var á árunum 1712 til 1714. Aldrei er að vita nema það hefði styrkt mál stefnendanna ef Káragerði hefði verið nefnd í Njálssögu sjálfri, en þar er Káragrófar aðeins getið, nefnilega í samhengi við flótta Kára Sölmundarsonar úr brennunni á Bergþórshvoli. Grágás og Jónsbók koma við sögu Trúlega er Káragerði kennd við sama Kára en nafnsins er hvergi getið fyrr en á átjándu öld. Þar var bæjarins þó aðeins getið sem hjáleigu af Bergþórshvoli og ekkert vikið að hlunnindum sem ættu að fylgja hjáleigunni. Ekki er gert ráð fyrir að slík hlunnindi fylgi jörðinni nema þess sé sérstaklega getið. Dómurinn féll sem segir landeigendum á Bergþórshvoli í hag, sem þýðir að Káragerðisbændur fá ekki hluta af ágóða sem hlýst af veiðiréttindum eða malartöku í Affallinu, á sem rennur á svæðinu. Miklar nágrannaerjur höfðu fyrir staðið yfir um langt skeið, eins og fjallað er um í frétt DV frá 2019. Aðilum málsins nægði ekki að blanda miðaldaritinu Njálu inn í málflutning sinn, heldur er einnig vísað til Landabrigðisþáttar Grágásar og Landleigubálks Jónsbókar, en reytur úr þeim lagabálkum mun enn að finna í gildandi íslenskri löggjöf. Dómsmál Dómstólar Bókmenntir Rangárþing eystra Nágrannadeilur Íslensk fræði Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira
Þegar Bergþórshvoll er nefndur ætti það að hringja bjöllum hjá þeim sem fylgdust með í menntaskóla, enda helsti vettvangur atburða í Brennu-Njálssögu. Og stefnendur í málinu núna létu ekki hjá líða að vísa til þeirrar sögulegu staðreyndar, eins og fyrst var vakin athygli á í Morgunblaðinu í gær. „Bergþórshvols er fyrst getið í Brennu-Njálssögu sem talin er skrifuð á síðari hluta 13. aldar,“ er haft eftir landeigendum í Káragerði í dómnum. Áfram er vísað í eldri íslenskri bókmenntir þegar sagt er að hjáleigunnar Káragerðis sé fyrst getið í jarðabók Árna Magnússonar og Páls Vídalín sem lokið var á árunum 1712 til 1714. Aldrei er að vita nema það hefði styrkt mál stefnendanna ef Káragerði hefði verið nefnd í Njálssögu sjálfri, en þar er Káragrófar aðeins getið, nefnilega í samhengi við flótta Kára Sölmundarsonar úr brennunni á Bergþórshvoli. Grágás og Jónsbók koma við sögu Trúlega er Káragerði kennd við sama Kára en nafnsins er hvergi getið fyrr en á átjándu öld. Þar var bæjarins þó aðeins getið sem hjáleigu af Bergþórshvoli og ekkert vikið að hlunnindum sem ættu að fylgja hjáleigunni. Ekki er gert ráð fyrir að slík hlunnindi fylgi jörðinni nema þess sé sérstaklega getið. Dómurinn féll sem segir landeigendum á Bergþórshvoli í hag, sem þýðir að Káragerðisbændur fá ekki hluta af ágóða sem hlýst af veiðiréttindum eða malartöku í Affallinu, á sem rennur á svæðinu. Miklar nágrannaerjur höfðu fyrir staðið yfir um langt skeið, eins og fjallað er um í frétt DV frá 2019. Aðilum málsins nægði ekki að blanda miðaldaritinu Njálu inn í málflutning sinn, heldur er einnig vísað til Landabrigðisþáttar Grágásar og Landleigubálks Jónsbókar, en reytur úr þeim lagabálkum mun enn að finna í gildandi íslenskri löggjöf.
Dómsmál Dómstólar Bókmenntir Rangárþing eystra Nágrannadeilur Íslensk fræði Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Innlent Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Erlent Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Erlent Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Erlent Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Innlent „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Innlent Fleiri fréttir Georgíumaður hafi kvænst Letta til þess að fá dvalarleyfi Eldur í bíl á Hellisheiði Líklegra að það gjósi nær áramótum Stíga ekki inn í Intra-málið í bili Vélfag kvartar til ESA og ræður kanónu „Væri fínt ef fullorðna fólkið myndi girða sig og setja reglur fyrir sig sjálft“ Álftin fæli bændur frá kornrækt Íslenskir unglingar veðja næst mest í Evrópu Húsnæðismálin í brennidepli og Alvotech lækkar á mörkuðum Aðalmeðferð í Súlunesmálinu frestað Viðreisn stillir upp á lista í Mosfellsbæ Styrktarfélag lamaðra og fatlaðra tekur upp nýtt nafn Foreldrar langveikra barna einangruð og endi jafnvel sem öryrkjar Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Sjá meira