Tólf tilkynningar um meint ofbeldi eða harðræði starfsfólks leik- og grunnskóla í fyrra Nadine Guðrún Yaghi skrifar 10. apríl 2021 19:01 Tólf tilkynningar um meint ofbeldi eða harðræði af hálfu starfsfólks í leik og grunnskólum borgarinnar bárust barnavernd Reykjavíkur í fyrra. Vísir/Vilhelm Tólf tilkynningar um meint ofbeldi eða harðræði af hálfu starfsfólks í leik og grunnskólum borgarinnar bárust barnavernd Reykjavíkur í fyrra. Flest málin snúast um harðræði en einnig eru dæmi um óeðileg samskipti af kynferðislegum toga. Samkvæmt 35. grein barnaverndarlaga skal barnavernd hefja könnun máls ef nefndin fær ábendingu um að atferli manns, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant. Árið 2020 bárust tólf slíkar ábendingar til barnaverndar Reykjavíkur um starfsmenn í leik- og grunnskólum borgarinnar. Árið 2019 voru málin sex og níu árið 2018. Vinnuveitanda ber að fara af stað með sjálfstæða rannsókn ef ábening berst um að hegðun starfsmanns gagnvart barni sé stórlega ábótavant. Barnaverndarnefnd skoðar málin líka og tekur svo ákvörðun um hvort tilefni sé til frekari rannsóknar af þeirra hálfu. Af málum tólf í fyrra tók nefndin fimm mál lengra. Sigurður Örn Magnússon, deildarstjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur, segir að aðallega sé um að ræða ásakanir nemenda á hendur starfsfólks um að einhvers konar harðræði hafi verið beitt. „Þar sem að viðkomandi nemandi var að gagnrýna starfsmann fyrir að hafa tekið of harkalega í sig eða orðaskipti sem nemandanum fannst á sér brotið í,“ segir Sigurður Örn. Sum málin eru alvarlegri. „Það hafa komið mál þar sem grunur er, út frá frásögn barnsins, um að barn sé að greina frá óeðlilegum samskiptum af kynferðislegum toga. Þau mál eru þó mjög fátíð,“ segir Sigurður Örn. Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira
Samkvæmt 35. grein barnaverndarlaga skal barnavernd hefja könnun máls ef nefndin fær ábendingu um að atferli manns, sem starfa sinna vegna hefur samskipti við börn, sé stórlega ábótavant. Árið 2020 bárust tólf slíkar ábendingar til barnaverndar Reykjavíkur um starfsmenn í leik- og grunnskólum borgarinnar. Árið 2019 voru málin sex og níu árið 2018. Vinnuveitanda ber að fara af stað með sjálfstæða rannsókn ef ábening berst um að hegðun starfsmanns gagnvart barni sé stórlega ábótavant. Barnaverndarnefnd skoðar málin líka og tekur svo ákvörðun um hvort tilefni sé til frekari rannsóknar af þeirra hálfu. Af málum tólf í fyrra tók nefndin fimm mál lengra. Sigurður Örn Magnússon, deildarstjóri hjá Barnavernd Reykjavíkur, segir að aðallega sé um að ræða ásakanir nemenda á hendur starfsfólks um að einhvers konar harðræði hafi verið beitt. „Þar sem að viðkomandi nemandi var að gagnrýna starfsmann fyrir að hafa tekið of harkalega í sig eða orðaskipti sem nemandanum fannst á sér brotið í,“ segir Sigurður Örn. Sum málin eru alvarlegri. „Það hafa komið mál þar sem grunur er, út frá frásögn barnsins, um að barn sé að greina frá óeðlilegum samskiptum af kynferðislegum toga. Þau mál eru þó mjög fátíð,“ segir Sigurður Örn.
Barnavernd Ofbeldi gegn börnum Kynferðisofbeldi Börn og uppeldi Reykjavík Skóla - og menntamál Leikskólar Grunnskólar Mest lesið Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Innlent Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Innlent „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Innlent Jónína vill taka við af Ásmundi Einari Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Fleiri fréttir „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Bætir þrepi við greiðsluþátttökukerfið „Ég bý ekki einu sinni í Reykjavík“ Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Ekki liðnir níu dagar þegar það var aftur brotist inn Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Dómsuppkvaðning í Gufunesmálinu og óveður í aðsigi Meirihluti íbúa ánægður með flutning stórtónleika á sunnudag Annar fulltrúa Framsóknar hættur í bæjarstjórn Kópavogs Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Ekki búin að ákveða hvort þjóðaröryggisráð verði kallað saman „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Grindavíkurgersemin Birna Óladóttir fallin frá Kristrún í pallborði með Starmer, Carney og Albanese Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Sjá meira