Segir viðbúnað á gossvæðinu „eitthvað sem gengur ekki til lengri tíma“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 10. apríl 2021 20:01 Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarna. Vísir/Vilhelm Fjórða sprungan opnaðist á Reykjanesskaga í nótt og mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu í dag. Unnið er að breytingu á skipulögðum viðbúnaði á svæðinu. Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tíðar sprungur gætu þýtt aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan en að of snemmt væri að fullyrða um það. Gasmengun í höfuðborginni Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu en ólíklegt er að hún hafi áhrif á heilsu fólks. Líkur eru á að mengunin verði meiri í borginni í kvöld og er fólk hvatt til að fylgjast vel með gasmengunarspám. Mikill kostnaður Gossvæðið var vaktað af lögreglu og björgunarsveitum í dag og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Viðbragðsaðilar munu standa vaktina frá hádegi til miðnættis næstu daga en almannavarnir vinna nú að breytingu á viðbúnaði á svæðinu til lengri tíma litið. „En eins og ég sagði áðan þá er þetta eitthvað sem getur ekki gengið með svona miklum mannafla til lengri tíma og kostnaðurinn af þessu er auðvitað mjög mikill,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Helstu áhyggjur almannavarna snúa að fólki sem er illa búið á svæðinu. „Alvarlegustu verkefnin undanfarna daga hafa einmitt snúið að því að fólk hefur verið að detta og meiða sig og fólk hefur verið að fara inn á svæði sem við teljum mjög varasöm og þar af leiðandi höfum við þurft að senda okkar viðbragðsaðila á eftir fólki til að sækja það og koma því frá. Oft er þetta fólk sem áttar sig ekki á aðstæðum og verður hughrifið á staðnum. Þetta er auðvitað mikið sjónarspil. Sérstaklega í myrkrinu,“ sagði Víðir. Á þessu korti almannavarna sést svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar. Innan hættusvæðisins er mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan hættusvæðisins geta verið aðrar hættur á borð við gassöfnun. Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira
Sérfræðingar á Veðurstofunni urðu varir við fjórðu sprunguna um klukkan þrjú í nótt. Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofunni sagði í hádegisfréttum Bylgjunnar að tíðar sprungur gætu þýtt aukning á kvikustreymi upp í ganginn sjálfan en að of snemmt væri að fullyrða um það. Gasmengun í höfuðborginni Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofunni mælist gasmengun á Höfuðborgarsvæðinu en ólíklegt er að hún hafi áhrif á heilsu fólks. Líkur eru á að mengunin verði meiri í borginni í kvöld og er fólk hvatt til að fylgjast vel með gasmengunarspám. Mikill kostnaður Gossvæðið var vaktað af lögreglu og björgunarsveitum í dag og verður svæðinu lokað klukkan níu í kvöld. Viðbragðsaðilar munu standa vaktina frá hádegi til miðnættis næstu daga en almannavarnir vinna nú að breytingu á viðbúnaði á svæðinu til lengri tíma litið. „En eins og ég sagði áðan þá er þetta eitthvað sem getur ekki gengið með svona miklum mannafla til lengri tíma og kostnaðurinn af þessu er auðvitað mjög mikill,“ sagði Víðir Reynisson, yfirlögregluþjónn almannavarnardeildar ríkislögreglustjóra. Helstu áhyggjur almannavarna snúa að fólki sem er illa búið á svæðinu. „Alvarlegustu verkefnin undanfarna daga hafa einmitt snúið að því að fólk hefur verið að detta og meiða sig og fólk hefur verið að fara inn á svæði sem við teljum mjög varasöm og þar af leiðandi höfum við þurft að senda okkar viðbragðsaðila á eftir fólki til að sækja það og koma því frá. Oft er þetta fólk sem áttar sig ekki á aðstæðum og verður hughrifið á staðnum. Þetta er auðvitað mikið sjónarspil. Sérstaklega í myrkrinu,“ sagði Víðir. Á þessu korti almannavarna sést svæði þar sem fólk getur verið í bráðri hættu vegna skyndilegra atburða sem geta orðið við gosstöðvarnar. Innan hættusvæðisins er mesta hættan á opnun fleiri gossprungna án fyrirvara og því getur fylgt skyndilegt og hratt hraunflæði sem erfitt er að forðast. Utan hættusvæðisins geta verið aðrar hættur á borð við gassöfnun.
Eldgos og jarðhræringar Eldgos í Fagradalsfjalli Almannavarnir Björgunarsveitir Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Innlent Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Innlent Fundu Guð í App store Erlent Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Innlent Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Innlent Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Innlent Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Erlent Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Innlent Fleiri fréttir „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Helmingur nýrra íbúða óseldur í yfir 200 daga Ógnaði öðrum með skærum 3,6 stiga skjálfti mældist í Vatnajökli Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem einangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum Sjá meira