„Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 10. apríl 2021 21:39 Arnar Pálsson er erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands. HÍ/Kristinn Ingvarsson Misskipting bóluefnis gegn kórónuveirunni í heiminum gæti haft alvarlegar afleiðingar, að mati erfðafræðings. Sum bóluefni er auðvelt að uppfæra gegn nýjum afbrigðum en önnur gæti þurft að þróa frá grunni. Innan við ár gæti liðið þar til bóluefni sem þróuð hafa verið tapa virkni sinni gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýlegrar könnunar sem lögð var fyrir 77 faralds- og veirufræðinga víðsvegar um heiminn. Sérfræðingarnir telja að hættuna megi einna helst rekja til hægagangs bólusetningar í fátækari löndum - á meðan stór hluti ríkari þjóða á borð við Breta og Bandaríkjamenn hefur þegar verið bólusettur. Samkvæmt tölum frá Our World in Data, sem byggir útreikninga sína á opinberum bólusetningartölum frá ríkjum heimsins, höfðu innan við fimm prósent allrar heimsbyggðarinnar fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni nú í byrjun aprílmánaðar. Á sama tíma höfðu rúmlega 60 prósent Ísraela þó fengið að minnsta kosti eina sprautu, 46,4 prósent Breta og 31,1 prósent Bandaríkjamanna. Þá höfðu 20,2 prósent íbúa Norður-Ameríku verið bólusett að minnsta kosti einu sinni; hlutfallið var 13,2 prósent í Evrópu en aðeins 2,3 prósent í Asíu og 0,57 prósent í Afríku. Nýjasta samanburðinn má sjá á grafinu hér fyrir neðan. Vonir eru þó bundnar við að bólusetning gangi æ hraðar í heiminum eftir því sem lengra líður á árið í takt við aukna framleiðslugetu og samþykki nýrra bóluefna. Töluverð hætta á að sum bóluefni verði óvirk Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands, telur misskiptingu bóluefnis í heiminum þó áhyggjuefni. Hann kveðst sammála þeirri ályktun sérfræðinganna sem svöruðu könnuninni að líklegt sé að veiran þróist og breytist með tímanum. „Og það er töluverð hætta á að hún muni breytast á þann veg að sum bóluefni verði óvirk eða veiti takmarkaða vörn eftir ár eða tvö ár,“ segir Arnar. „Þetta byggir á að veiran er að stökkbreytast en vandamálið er að veiran er mjög útbreidd, hún er á mörgum svæðum. Það þýðir að þó að líkurnar [á stökkbreytingu] séu litlar er teningnum kastað það oft og þá fara líkurnar á hinu ómögulega að verða mögulegar og þá er bara hætt við að þetta muni gerast.“ „Þá þýðir það að veiran er að malla þar í tvö ár“ Þessi misskipting sem ríkt hefur í bólusetningu í heiminum, gæti hún valdið því að veiran grasseri óáreitt í löndum þar sem bólusetning gengur hægt og stökkbreytist þannig að bóluefni hætti að bíta á henni? „Já, versta tilfellið væri að hún næði að malla á vissum svæðum vegna þess að það er þá ónóg bólusetning eða heilbrigðisþjónusta eða lokanir eða eitthvað slíkt, þannig að hún væri alltaf að blossa upp aftur og aftur. Það væri eiginlega versta tilfellið. Hvenær sem hún fjölgar sér eru einhverjar líkur á að hún stökkbreytist og verði að verra eða svikulla afbrigði,“ segir Arnar. „Ef við náum ekki að bólusetja fátækari þjóðir fyrr en eftir tvö ár þá þýðir það að veiran er að malla þar í tvö ár. Ef við viljum horfa til eigin hagsmuna þá eru það okkar eigin hagsmunir að bólusetja alla, því veiran gæti stökkbreyst og gæti þá komið til baka í öðru formi. Einhver sem hefur verið bólusettur með einu bóluefni væri kannski viðkvæmur fyrir nýja afbrigðinu. Þannig að það er öllum í hag til styttri og lengri tíma að bólusetja markvisst – og alla heimsbyggðina.“ Gæti gerst Inntur eftir því sama í lok síðasta mánaðar sagði Þórólfur Guðnasón sóttvarnalæknir að það væri í raun ómögulegt að segja til um það hvernig veiran þróist í þessu tilliti. Það væri þó mögulegt að ný afbrigði verði til í fátækari löndum, þar sem bólusetning gengur hægar, og bóluefni hætti að bíta á þeim. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „En vissulega er það hárrétt, það hefur verið bent á ójafnvægið í bólusetningunum og dreifingunni, að hún sé ekki jöfn milli heimshluta og svo framvegis. Það þýðir bara að veiran verður enn þá með okkur, ef hún er einhvers staðar í heiminum þá er hún enn til staðar. Ef hún er lengur fær hún frekari tækifæri til að stökkbreyta sér og ný afbrigði koma upp, þannig að það gæti gerst. En það er ómögulegt að segja hverjar líkurnar eru á því, það veit enginn.“ Gætum við lent aftur á byrjunarreit? Arnar segir þó aðspurður ólíklegt að þetta færi baráttuna við faraldurinn aftur á byrjunarreit. „Það er ólíklegt að við förum á byrjunarreit en versta tilfellið væri að við myndum ekki ná að slökkva faraldurinn þannig að hún væri sífellt mallandi einhvers staðar og væri að blossa upp endurtekið aftur og aftur. […] Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar.“ Þá virðist þegar komin fram afbrigði veirunnar sem bóluefni vinni verr á en fyrri afbrigðum. „Það er enn verið að vinna úr þeim gögnum. Það eru blikur á lofti um að það séu komnar gerðir sem virka allavega á ólíkan hátt sem við þekkjum og höfum heyrt sóttvarnalækni tala um. Eins og til dæmis breska afbrigði sem hegðar sér öðruvísi en afbrigðið sem við sáum í fyrra.“ Bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll. Yfir níutíu prósent Íslendinga yfir áttrætt hafa verið fullbólusettir.Vísir/vilhelm Sum bóluefni „aðlaganlegri“ en önnur Arnar bendir þó á að heimsbyggðin búi að mikilli þekkingu á bóluefnum. Verið sé að prófa hversu vel viss bóluefni gangi gegn vissum tilbrigðum veirunnar og við séum vel í stakk búin að laga bóluefni að nýjum afbrigðum – í það minnsta sum bóluefni. „Það eru tvö bóluefni, frá Pfizer og Moderna, sem eru „aðlaganlegust“ af því að það er í raun og veru bara kjarnsýra. Hægt er að framleiða nýtt tilbrigði af kjarnsýru sem myndi þá „klukka“ nýju tilbrigðin með frekar lítilli endurhönnun,“ segir Arnar. „En gallinn við þau bóluefni er að það þarf að geyma það við mikinn kulda og miklu erfiðara að dreifa því út um heimsbyggðina, til segjum fátækari landa.“ Önnur bóluefni, eins og bóluefni AstraZeneca og Janssen, gæti hins vegar þurft að hanna frá grunni og setja aftur ferli. „Þannig að sum þeirra eru uppfæranlegri en önnur krefjast meiri vinnu,“ segir Arnar. Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Þórólfur sýnir fordæmi og þiggur ekki bólusetningu sem læknir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ákvað að þiggja ekki boð í bólusetningu sem hann fékk sem heilbrigðisstarfsmaður á dögunum. „Ég er ekki að vinna með sjúklinga, þannig að ég bíð,“ segir Þórólfur. 10. apríl 2021 08:00 Stærsti bólusetningardagurinn til þessa Í gær voru um 6.630 einstaklingar bólusettir fyrir Covid-19 hér á landi og hafa aldrei fleiri verið bólusettir gegn veirunni á einum degi. Einstaklingarnir sem bólusettir voru í gær telja um 2,4 prósent allra þeirra landsmanna sem til stendur að bólusetja fyrir Covid-19. 9. apríl 2021 17:54 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Innan við ár gæti liðið þar til bóluefni sem þróuð hafa verið tapa virkni sinni gegn nýjum afbrigðum kórónuveirunnar. Þetta sýna niðurstöður nýlegrar könnunar sem lögð var fyrir 77 faralds- og veirufræðinga víðsvegar um heiminn. Sérfræðingarnir telja að hættuna megi einna helst rekja til hægagangs bólusetningar í fátækari löndum - á meðan stór hluti ríkari þjóða á borð við Breta og Bandaríkjamenn hefur þegar verið bólusettur. Samkvæmt tölum frá Our World in Data, sem byggir útreikninga sína á opinberum bólusetningartölum frá ríkjum heimsins, höfðu innan við fimm prósent allrar heimsbyggðarinnar fengið að minnsta kosti einn skammt af bóluefni gegn kórónuveirunni nú í byrjun aprílmánaðar. Á sama tíma höfðu rúmlega 60 prósent Ísraela þó fengið að minnsta kosti eina sprautu, 46,4 prósent Breta og 31,1 prósent Bandaríkjamanna. Þá höfðu 20,2 prósent íbúa Norður-Ameríku verið bólusett að minnsta kosti einu sinni; hlutfallið var 13,2 prósent í Evrópu en aðeins 2,3 prósent í Asíu og 0,57 prósent í Afríku. Nýjasta samanburðinn má sjá á grafinu hér fyrir neðan. Vonir eru þó bundnar við að bólusetning gangi æ hraðar í heiminum eftir því sem lengra líður á árið í takt við aukna framleiðslugetu og samþykki nýrra bóluefna. Töluverð hætta á að sum bóluefni verði óvirk Arnar Pálsson, erfðafræðingur og prófessor í lífupplýsingafræði við Háskóla Íslands, telur misskiptingu bóluefnis í heiminum þó áhyggjuefni. Hann kveðst sammála þeirri ályktun sérfræðinganna sem svöruðu könnuninni að líklegt sé að veiran þróist og breytist með tímanum. „Og það er töluverð hætta á að hún muni breytast á þann veg að sum bóluefni verði óvirk eða veiti takmarkaða vörn eftir ár eða tvö ár,“ segir Arnar. „Þetta byggir á að veiran er að stökkbreytast en vandamálið er að veiran er mjög útbreidd, hún er á mörgum svæðum. Það þýðir að þó að líkurnar [á stökkbreytingu] séu litlar er teningnum kastað það oft og þá fara líkurnar á hinu ómögulega að verða mögulegar og þá er bara hætt við að þetta muni gerast.“ „Þá þýðir það að veiran er að malla þar í tvö ár“ Þessi misskipting sem ríkt hefur í bólusetningu í heiminum, gæti hún valdið því að veiran grasseri óáreitt í löndum þar sem bólusetning gengur hægt og stökkbreytist þannig að bóluefni hætti að bíta á henni? „Já, versta tilfellið væri að hún næði að malla á vissum svæðum vegna þess að það er þá ónóg bólusetning eða heilbrigðisþjónusta eða lokanir eða eitthvað slíkt, þannig að hún væri alltaf að blossa upp aftur og aftur. Það væri eiginlega versta tilfellið. Hvenær sem hún fjölgar sér eru einhverjar líkur á að hún stökkbreytist og verði að verra eða svikulla afbrigði,“ segir Arnar. „Ef við náum ekki að bólusetja fátækari þjóðir fyrr en eftir tvö ár þá þýðir það að veiran er að malla þar í tvö ár. Ef við viljum horfa til eigin hagsmuna þá eru það okkar eigin hagsmunir að bólusetja alla, því veiran gæti stökkbreyst og gæti þá komið til baka í öðru formi. Einhver sem hefur verið bólusettur með einu bóluefni væri kannski viðkvæmur fyrir nýja afbrigðinu. Þannig að það er öllum í hag til styttri og lengri tíma að bólusetja markvisst – og alla heimsbyggðina.“ Gæti gerst Inntur eftir því sama í lok síðasta mánaðar sagði Þórólfur Guðnasón sóttvarnalæknir að það væri í raun ómögulegt að segja til um það hvernig veiran þróist í þessu tilliti. Það væri þó mögulegt að ný afbrigði verði til í fátækari löndum, þar sem bólusetning gengur hægar, og bóluefni hætti að bíta á þeim. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir.Vísir/Vilhelm „En vissulega er það hárrétt, það hefur verið bent á ójafnvægið í bólusetningunum og dreifingunni, að hún sé ekki jöfn milli heimshluta og svo framvegis. Það þýðir bara að veiran verður enn þá með okkur, ef hún er einhvers staðar í heiminum þá er hún enn til staðar. Ef hún er lengur fær hún frekari tækifæri til að stökkbreyta sér og ný afbrigði koma upp, þannig að það gæti gerst. En það er ómögulegt að segja hverjar líkurnar eru á því, það veit enginn.“ Gætum við lent aftur á byrjunarreit? Arnar segir þó aðspurður ólíklegt að þetta færi baráttuna við faraldurinn aftur á byrjunarreit. „Það er ólíklegt að við förum á byrjunarreit en versta tilfellið væri að við myndum ekki ná að slökkva faraldurinn þannig að hún væri sífellt mallandi einhvers staðar og væri að blossa upp endurtekið aftur og aftur. […] Við erum aldrei á byrjunarreit en þetta myndi lengja aðeins líf veirunnar.“ Þá virðist þegar komin fram afbrigði veirunnar sem bóluefni vinni verr á en fyrri afbrigðum. „Það er enn verið að vinna úr þeim gögnum. Það eru blikur á lofti um að það séu komnar gerðir sem virka allavega á ólíkan hátt sem við þekkjum og höfum heyrt sóttvarnalækni tala um. Eins og til dæmis breska afbrigði sem hegðar sér öðruvísi en afbrigðið sem við sáum í fyrra.“ Bólusett gegn kórónuveirunni í Laugardalshöll. Yfir níutíu prósent Íslendinga yfir áttrætt hafa verið fullbólusettir.Vísir/vilhelm Sum bóluefni „aðlaganlegri“ en önnur Arnar bendir þó á að heimsbyggðin búi að mikilli þekkingu á bóluefnum. Verið sé að prófa hversu vel viss bóluefni gangi gegn vissum tilbrigðum veirunnar og við séum vel í stakk búin að laga bóluefni að nýjum afbrigðum – í það minnsta sum bóluefni. „Það eru tvö bóluefni, frá Pfizer og Moderna, sem eru „aðlaganlegust“ af því að það er í raun og veru bara kjarnsýra. Hægt er að framleiða nýtt tilbrigði af kjarnsýru sem myndi þá „klukka“ nýju tilbrigðin með frekar lítilli endurhönnun,“ segir Arnar. „En gallinn við þau bóluefni er að það þarf að geyma það við mikinn kulda og miklu erfiðara að dreifa því út um heimsbyggðina, til segjum fátækari landa.“ Önnur bóluefni, eins og bóluefni AstraZeneca og Janssen, gæti hins vegar þurft að hanna frá grunni og setja aftur ferli. „Þannig að sum þeirra eru uppfæranlegri en önnur krefjast meiri vinnu,“ segir Arnar.
Bólusetningar Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02 Þórólfur sýnir fordæmi og þiggur ekki bólusetningu sem læknir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ákvað að þiggja ekki boð í bólusetningu sem hann fékk sem heilbrigðisstarfsmaður á dögunum. „Ég er ekki að vinna með sjúklinga, þannig að ég bíð,“ segir Þórólfur. 10. apríl 2021 08:00 Stærsti bólusetningardagurinn til þessa Í gær voru um 6.630 einstaklingar bólusettir fyrir Covid-19 hér á landi og hafa aldrei fleiri verið bólusettir gegn veirunni á einum degi. Einstaklingarnir sem bólusettir voru í gær telja um 2,4 prósent allra þeirra landsmanna sem til stendur að bólusetja fyrir Covid-19. 9. apríl 2021 17:54 Mest lesið Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Innlent Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Erlent Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Erlent Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Innlent Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Innlent Eins og að vera fangi í eigin líkama Innlent Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Innlent Joe Biden með krabbamein Erlent Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Innlent Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Innlent Fleiri fréttir Segist ekki taka hagsmuni sela fram yfir hagsmuni íþrótta Saumandi hressar og skemmtilegar bútasaumskonur Hundur drapst af völdum hitaslags á höfuðborgarsvæðinu Besta maíveður í manna minnum og ungir ofurhugar Varað við bikblæðingum um land allt Líþíumrafhlaða líkleg orsök eldsins Gullfallegt fley Getty-kóngsins við Reykjavíkurhöfn Tilraun með ræktun hveitis á Íslandi gefur góð fyrirheit Grunaðir um að neyða pilt upp í bíl og gefa honum rafstuð Gegndarlaus áróður hafi tryggt gott gengi Ísraels Ekki hissa á góðu gengi Ísrael og innsetningarmessa páfans Segja kristnar kirkjur ekki geta staðið hjá Staðan í hagkerfinu og alþjóðamálin Eins og að vera fangi í eigin líkama Þrír réðust á ungan mann í Árbænum og flúðu á brott Þegar Þorvaldur í Síld og fisk varð örlagavaldur Loftleiða Framtíðar kvikmyndagerðarfólk í Sunnulækjarskóla á Selfossi Fölsuð ökuskírteini aldrei fleiri og aldrei verið eins fullkomin Laugdælingur og Hvergerðingur hlutskarpastir í Pangeu Fjölgun falsaðra skilríkja og úrslitakvöld Eurovision Hafa náð stjórn á sinueldi í sumarhúsabyggð Hryðjuverkamálið gæti haft verulega þýðingu Grunaður um að fá alls konar búnað frá fyrirtæki fyrir fíkniefnarækt „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Róttækar breytingar á byggingareftirliti og í beinni frá Basel Blöndulón fyllist sögulega snemma og staðan góð í lónum Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Svalt þokuloft ekki langt undan Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Sjá meira
Afhending á bóluefnum til snauðra ríkja nær stöðvast Nær ekkert hefur verið afhent af bóluefni gegn kórónuveirunni til fátækustu ríkja heims frá því á mánudag og nú stefnir í að allt að sextíu ríki geti ekki gefið seinni skammt af bóluefni fyrr en í júní. Forstjóri Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar gagnrýnir harðlega misskiptingu í bólusetningum á milli ríkra þjóða og snauðra. 10. apríl 2021 10:02
Þórólfur sýnir fordæmi og þiggur ekki bólusetningu sem læknir Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ákvað að þiggja ekki boð í bólusetningu sem hann fékk sem heilbrigðisstarfsmaður á dögunum. „Ég er ekki að vinna með sjúklinga, þannig að ég bíð,“ segir Þórólfur. 10. apríl 2021 08:00
Stærsti bólusetningardagurinn til þessa Í gær voru um 6.630 einstaklingar bólusettir fyrir Covid-19 hér á landi og hafa aldrei fleiri verið bólusettir gegn veirunni á einum degi. Einstaklingarnir sem bólusettir voru í gær telja um 2,4 prósent allra þeirra landsmanna sem til stendur að bólusetja fyrir Covid-19. 9. apríl 2021 17:54