Stefna ójafnaðar Oddný G. Harðardóttir skrifar 16. apríl 2021 11:31 Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er megináherslan á að stöðva hlutfallslegan vöxt skuldasöfnunar en minni metnaður lagður í arðbærar fjárfestingar, opinbera þjónustu, öflugri almannatryggingar og stuðning við fólk sem misst hefur vinnuna. Ef spár ganga eftir verða um tíu þúsund manns án atvinnu hér á landi eftir fimm ár. Í stað þess að útfæra frekari aðgerðir til að fleyta fólki, fyrirtækjum og hagkerfinu í heild í gegnum efnahagsvandann leggur ríkisstjórnin ofuráherslu á að miða við ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með tilheyrandi niðurskurði á ríkisútgjöldum. Auk þessarar fjármálareglu sem ríkisstjórnin hefur sett sér sjálf eiga fjármálareglur laga um opinber fjármál að taka gildi árið 2026. Öll önnur ríki sem við viljum bera okkur saman við hafa vikið fjármálareglum til hliðar nú á óvissutímum og hafa ekki sett sér nýjar líkt og ríkisstjórnin íslenska hefur gert í miðri efnahagslægðinni. Varnaðarorð Fjármálaráðs Fjármálaráð, sem hefur það lögbundna hlutverk að skrifa álitsgerð um fjármálaáætlanir sem ríkisstjórnir leggja fram, hefur uppi varnaðarorð um þetta í álitsgerð sinni um fjármálaáætlunina fyrir árin 2022-2026. Ráðið bendir réttilega á að bæði afkomureglan og skuldalækkunarreglan í lögum um opinber fjármál, geti orðið stór biti að kyngja eftir viðlíka efnahagshremmingar og nú er tekist á við. Skuldalækkunin verði mest íþyngjandi á fyrsta ári skuldalækkunarinnar á sama tíma og enn gæti áhrifa faraldursins í efnahagslífinu. Og þrátt fyrir stöðvun vaxtar skuldahlutfallsins árið 2025 verði afkoman engu að síður neikvæð um 1,5% af vergri landsframleiðslu það ár og einnig árið 2026. Þannig sé fyrirséð að afkomureglan í lögunum verði íþyngjandi við gildistöku hennar á nýjan leik. Niðurskurður og skattahækkanir Fjármálaáætlunin gerir ráð fyrir að niðurskurður og skattahækkanir hefjist árið 2023, þegar spáð er 6 - 7% atvinnuleysi. Ábyrga leiðin, leiðin sem við í Samfylkingunni viljum fara, snýst um að beita ekki of hörðum aðgerðum of snemma. Við viljum veita svigrúm og skapa frið um hvernig eigi að skipta tekjum og afla þeirra. Dreifa byrðunum sem koma mjög ójafnt niður og allir sjá hverjir bera, þó stjórnarflokkarnir vilji loka augunum fyrir því. Fjármálaráð bendir á að fyrir COVID hafi fjármálaáætlanir sýnt svigrúm til nýrra verkefna upp á um 2% af landsframleiðslu á ári. Nú boðar ríkisstjórnin aðgerðir frá árinu 2023 sem ná yfir allt þetta svigrúm. Og þegar fjármálareglurnar koma líka til framkvæmda árið 2026 kalla þær á enn frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum. Mikilvægir innviðir munu líða fyrir slíka hagstjórn í langan tíma með tilheyrandi kostnaði. Innviðaskuldir munu hlaðast upp ef áætlanir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga, hvort sem er i vega- og flutningskerfum eða í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Við í Samfylkingunni munum leggja til að gerðar verði breytingar á fjármálaáætluninni til að forða þeim skaða sem stefna ríkisstjórnarinnar ber með sér, nái hún fram að ganga. Að tekið verði tillit til umsvifa í hagkerfinu þegar ákvörðun um skuldaviðmið verður tekin. Ekki verði einungis miðað við ákveðið ártal í þeim efnum, líkt og ríkisstjórnin leggur til í skammsýni sinni. Hitt er ljóst að með fjármálaáætluninni til næstu fimm ára hefur ríkisstjórnin markað sér stefnu fyrir næsta kjörtímabil haldi hún velli að loknum kosningum í september. Stjórnarflokkarnir munu að óbreyttu samþykkja stefnu niðurskurðar og ójafnaðar fyrir þinglok í vor. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Oddný G. Harðardóttir Skoðun: Kosningar 2021 Samfylkingin Efnahagsmál Mest lesið Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skortur á rafiðnaðarfólki ógnar samkeppnishæfni Evrópu Kristján Daníel Sigurbergsson Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Samkvæmt fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til næstu fimm ára er megináherslan á að stöðva hlutfallslegan vöxt skuldasöfnunar en minni metnaður lagður í arðbærar fjárfestingar, opinbera þjónustu, öflugri almannatryggingar og stuðning við fólk sem misst hefur vinnuna. Ef spár ganga eftir verða um tíu þúsund manns án atvinnu hér á landi eftir fimm ár. Í stað þess að útfæra frekari aðgerðir til að fleyta fólki, fyrirtækjum og hagkerfinu í heild í gegnum efnahagsvandann leggur ríkisstjórnin ofuráherslu á að miða við ákveðið skuldahlutfall árið 2025 með tilheyrandi niðurskurði á ríkisútgjöldum. Auk þessarar fjármálareglu sem ríkisstjórnin hefur sett sér sjálf eiga fjármálareglur laga um opinber fjármál að taka gildi árið 2026. Öll önnur ríki sem við viljum bera okkur saman við hafa vikið fjármálareglum til hliðar nú á óvissutímum og hafa ekki sett sér nýjar líkt og ríkisstjórnin íslenska hefur gert í miðri efnahagslægðinni. Varnaðarorð Fjármálaráðs Fjármálaráð, sem hefur það lögbundna hlutverk að skrifa álitsgerð um fjármálaáætlanir sem ríkisstjórnir leggja fram, hefur uppi varnaðarorð um þetta í álitsgerð sinni um fjármálaáætlunina fyrir árin 2022-2026. Ráðið bendir réttilega á að bæði afkomureglan og skuldalækkunarreglan í lögum um opinber fjármál, geti orðið stór biti að kyngja eftir viðlíka efnahagshremmingar og nú er tekist á við. Skuldalækkunin verði mest íþyngjandi á fyrsta ári skuldalækkunarinnar á sama tíma og enn gæti áhrifa faraldursins í efnahagslífinu. Og þrátt fyrir stöðvun vaxtar skuldahlutfallsins árið 2025 verði afkoman engu að síður neikvæð um 1,5% af vergri landsframleiðslu það ár og einnig árið 2026. Þannig sé fyrirséð að afkomureglan í lögunum verði íþyngjandi við gildistöku hennar á nýjan leik. Niðurskurður og skattahækkanir Fjármálaáætlunin gerir ráð fyrir að niðurskurður og skattahækkanir hefjist árið 2023, þegar spáð er 6 - 7% atvinnuleysi. Ábyrga leiðin, leiðin sem við í Samfylkingunni viljum fara, snýst um að beita ekki of hörðum aðgerðum of snemma. Við viljum veita svigrúm og skapa frið um hvernig eigi að skipta tekjum og afla þeirra. Dreifa byrðunum sem koma mjög ójafnt niður og allir sjá hverjir bera, þó stjórnarflokkarnir vilji loka augunum fyrir því. Fjármálaráð bendir á að fyrir COVID hafi fjármálaáætlanir sýnt svigrúm til nýrra verkefna upp á um 2% af landsframleiðslu á ári. Nú boðar ríkisstjórnin aðgerðir frá árinu 2023 sem ná yfir allt þetta svigrúm. Og þegar fjármálareglurnar koma líka til framkvæmda árið 2026 kalla þær á enn frekari niðurskurð á ríkisútgjöldum. Mikilvægir innviðir munu líða fyrir slíka hagstjórn í langan tíma með tilheyrandi kostnaði. Innviðaskuldir munu hlaðast upp ef áætlanir ríkisstjórnarinnar ná fram að ganga, hvort sem er i vega- og flutningskerfum eða í heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Við í Samfylkingunni munum leggja til að gerðar verði breytingar á fjármálaáætluninni til að forða þeim skaða sem stefna ríkisstjórnarinnar ber með sér, nái hún fram að ganga. Að tekið verði tillit til umsvifa í hagkerfinu þegar ákvörðun um skuldaviðmið verður tekin. Ekki verði einungis miðað við ákveðið ártal í þeim efnum, líkt og ríkisstjórnin leggur til í skammsýni sinni. Hitt er ljóst að með fjármálaáætluninni til næstu fimm ára hefur ríkisstjórnin markað sér stefnu fyrir næsta kjörtímabil haldi hún velli að loknum kosningum í september. Stjórnarflokkarnir munu að óbreyttu samþykkja stefnu niðurskurðar og ójafnaðar fyrir þinglok í vor. Höfundur er þingflokksformaður Samfylkingarinnar.
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun