Tveir íslenskir hestar felldir vegna skæðrar veiru Kristín Ólafsdóttir skrifar 18. apríl 2021 13:29 Tveir íslenskir hestar í Þýskalandi voru felldir vegna veirunnar. Vísir/Vilhelm Skæð herpesveira sem herjað hefur á hesta í Evrópu hefur greinst í íslenskum hestum á að minnsta kosti fjórum búgörðum í Þýskalandi. Þurft hefur að fella tvo íslenska hesta vegna sjúkdómsins sem veiran veldur, að því er fram kemur í tilkynningu Landssamtaka íslenska hestsins í Þýskalandi. Eiðfaxi greindi fyrst frá. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir segir að þetta hafi talsverða þýðingu fyrir íslenskt hestasamfélag. „Íslenska hestasamfélagið er í gríðarlega miklum tengslum við hið alþjóðlega, þar á meðal í Þýskalandi, ekki síst, og það er ákveðin hætta á að þessi herpesveira geti borist til landsins með ferðum fólks, ef það gætir sín ekki nógu vel að fylgja öllum þeim ströngu reglum sem við erum með.“ Bannað er að flytja lifandi hesta til landsins. „En notaðan búnað er líka bannað að flytja til landsins og allan fatnað og skófatnað sem notaður hefur verið í umhverfi hesta þarf að hreins og sótthreinsa eftir tilteknum reglum.“ Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.Aðsend Þetta gæti haft áhrif á mótahald íslenska hestsins erlendis. „Það hefur verið bann við mótahaldi þar undanfarið við þessum faraldri sem gengur þar. Þetta er fyrst og fremst í öðrum hestakynjum en auðvitað var þess að vænta að það gæti borist þannig í íslenska hestinn þarna úti því íslenski hesturinn er ekki haldinn aðskilinn frá öðrum hestakynjum,“ segir Sigríður. „Það getur haft áhrif. Það er heldur verið að létta á mótahaldinu en á móti kemur að þessi faraldur hefur leitt vel í ljós hversu samþjöppun hrossa á mótasvæðum er gríðarlega hættuleg þegar kemur að hættunni á smitsjúkdómum, þannig að til lengri tíma getur þetta allt haft áhrif.“ Hestar Dýraheilbrigði Þýskaland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
Eiðfaxi greindi fyrst frá. Sigríður Björnsdóttir dýralæknir segir að þetta hafi talsverða þýðingu fyrir íslenskt hestasamfélag. „Íslenska hestasamfélagið er í gríðarlega miklum tengslum við hið alþjóðlega, þar á meðal í Þýskalandi, ekki síst, og það er ákveðin hætta á að þessi herpesveira geti borist til landsins með ferðum fólks, ef það gætir sín ekki nógu vel að fylgja öllum þeim ströngu reglum sem við erum með.“ Bannað er að flytja lifandi hesta til landsins. „En notaðan búnað er líka bannað að flytja til landsins og allan fatnað og skófatnað sem notaður hefur verið í umhverfi hesta þarf að hreins og sótthreinsa eftir tilteknum reglum.“ Sigríður Björnsdóttir, dýralæknir hrossasjúkdóma hjá Matvælastofnun.Aðsend Þetta gæti haft áhrif á mótahald íslenska hestsins erlendis. „Það hefur verið bann við mótahaldi þar undanfarið við þessum faraldri sem gengur þar. Þetta er fyrst og fremst í öðrum hestakynjum en auðvitað var þess að vænta að það gæti borist þannig í íslenska hestinn þarna úti því íslenski hesturinn er ekki haldinn aðskilinn frá öðrum hestakynjum,“ segir Sigríður. „Það getur haft áhrif. Það er heldur verið að létta á mótahaldinu en á móti kemur að þessi faraldur hefur leitt vel í ljós hversu samþjöppun hrossa á mótasvæðum er gríðarlega hættuleg þegar kemur að hættunni á smitsjúkdómum, þannig að til lengri tíma getur þetta allt haft áhrif.“
Hestar Dýraheilbrigði Þýskaland Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira