Keppt í íþróttum að nýju í kvöld – Svona hefur síðasta ár verið Sindri Sverrisson skrifar 21. apríl 2021 10:30 KR-konur byrja að keppa aftur í kvöld þegar þær mæta Val á Hlíðarenda. VÍSIR/BÁRA Fjórða keppnisbanninu í íþróttum á Íslandi, sem sett hefur verið á vegna kórónuveirufaraldursins, lauk síðastliðinn fimmtudag. Keppni er nú að hefjast í íþróttahúsum landsins. Heil umferð er í kvöld í Dominos-deild kvenna í körfubolta og þráðurinn í Dominos-deild karla verður tekinn upp annað kvöld. LOKSINS! LOKSINS!Körfuboltinn fer af stað í kvöld! Domino's deild kvenna Mið. 21. apr. 4 leikir LIVEstatt á https://t.co/mkXPRdeKeM 19:15 BRE-FJÖ SNÆ-HAU SKA-KEF Beint á @St2Sport2 20:15 Valur-KR #korfubolti #dominosdeildin— KKÍ (@kkikarfa) April 21, 2021 Í Olís-deild karla í handbolta eru tveir leikir annað kvöld en vegna landsleiks Íslands og Slóveníu í kvöld verður lengri bið þar til leikið verður að nýju í Olís-deild kvenna. Íslandsmótið í fótbolta hefst svo um mánaðamótin en leikið verður í Mjólkurbikar karla um helgina. Allar aðrar íþróttir hafa einnig verið leyfðar og mega hundrað áhorfendur mæta á íþróttaviðburði. Æfinga- og keppnisbanni í íþróttum lauk síðasta fimmtudag og hafði þá staðið frá 26. mars. Bannið var því ekki það lengsta sem íslenskt íþróttafólk hefur þurft að þola frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar í fyrra. Hér ber að nefna að þó að talað sé um „æfingabann“ þá hefur íþróttafólki aldrei verið algjörlega bannað að hreyfa sig. Takmarkanirnar hafa þó verið svo miklar að ekki er hægt að tala um venjulegar æfingar, þó að hægt hafi verið til að mynda að æfa í minni hópum og án þess að senda bolta á milli manna. Einar Rafn Eiðsson og félagar í FH snúa aftur á fjalirnar á morgun gegn Fram.vísir/vilhelm Fyrsta keppnisbannið vegna faraldursins var sett á um miðjan mars í fyrra. Æfingar voru þá einnig bannaðar, allt fram í byrjun maí, en keppni var leyfð á nýjan leik 25. maí. Körfuknattleikssambandið brást strax við og blés tímabilið í körfuboltanum af 18. mars. Handknattleikssambandið fór sömu leið hálfum mánuði síðar. Fresta þurfti upphafi Íslandsmótsins í fótbolta fram í júní. Stutt stopp síðasta sumar en lengsta hlé sögunnar hófst í október Á allra fyrstu leikjum fótboltasumarsins máttu 200 áhorfendur vera í hverju „sóttvarnahólfi“. Þeim var svo fjölgað í 500 í hverju hólfi strax 15. júní. Keppni hélt áfram óhindrað í júní og júlí, og útlit var fyrir fjölgun áhorfenda áður en smitum fjölgaði hratt í lok júlí. Þá var gert hlé á æfingum og keppni til 14. ágúst. Eftir að keppni hófst að nýju voru áhorfendur fljótlega leyfðir, eða 100 í hverju hólfi frá 28. ágúst, og 200 frá 5. september. Valsmenn hefja titilvörn sína í Pepsi Max-deild karla eftir níu daga, eða 30. apríl, gegn ÍA.VÍSIR/VILHELM Mánuði síðar, eða snemma í október, tók hins vegar við lengsta íþróttabann í sögu lýðveldisins. Í fyrstu voru íþróttir innandyra á höfuðborgarsvæðinu bannaðar en frá og með 20. október gilti algjört íþróttabann á höfuðborgarsvæðinu og 31. október hóf bannið að gilda um allt land. KSÍ blés mót sín af vegna þessa, án þess að tekist hefði að klára alla leiki. Íþróttafólk um allt land hafði svo þurft að bíða í 40 daga eftir því að geta hafið æfingar að nýju þegar það var leyft 10. desember. Ekki mátti þó spila leiki strax. Þegar keppni hófst svo að nýju í Dominos-deild kvenna 13. janúar höfðu liðið 99 dagar án kappleikja á Íslandi, ef frá eru taldar undanþágur vegna landsleikja og leikja í Evrópukeppnum félagsliða. Áhorfendur voru ekki leyfðir á leikjum fyrr en 24. febrúar, þá 200 í hverri stúku. Ört var því leikið í íþróttahúsum landsins og á gervigrasvöllum utandyra, frammi fyrir áhorfendum, í einn mánuð þar til síðasta bann tók gildi 25. mars. Samkomubann á Íslandi Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira
Heil umferð er í kvöld í Dominos-deild kvenna í körfubolta og þráðurinn í Dominos-deild karla verður tekinn upp annað kvöld. LOKSINS! LOKSINS!Körfuboltinn fer af stað í kvöld! Domino's deild kvenna Mið. 21. apr. 4 leikir LIVEstatt á https://t.co/mkXPRdeKeM 19:15 BRE-FJÖ SNÆ-HAU SKA-KEF Beint á @St2Sport2 20:15 Valur-KR #korfubolti #dominosdeildin— KKÍ (@kkikarfa) April 21, 2021 Í Olís-deild karla í handbolta eru tveir leikir annað kvöld en vegna landsleiks Íslands og Slóveníu í kvöld verður lengri bið þar til leikið verður að nýju í Olís-deild kvenna. Íslandsmótið í fótbolta hefst svo um mánaðamótin en leikið verður í Mjólkurbikar karla um helgina. Allar aðrar íþróttir hafa einnig verið leyfðar og mega hundrað áhorfendur mæta á íþróttaviðburði. Æfinga- og keppnisbanni í íþróttum lauk síðasta fimmtudag og hafði þá staðið frá 26. mars. Bannið var því ekki það lengsta sem íslenskt íþróttafólk hefur þurft að þola frá því að kórónuveiran barst til landsins í lok febrúar í fyrra. Hér ber að nefna að þó að talað sé um „æfingabann“ þá hefur íþróttafólki aldrei verið algjörlega bannað að hreyfa sig. Takmarkanirnar hafa þó verið svo miklar að ekki er hægt að tala um venjulegar æfingar, þó að hægt hafi verið til að mynda að æfa í minni hópum og án þess að senda bolta á milli manna. Einar Rafn Eiðsson og félagar í FH snúa aftur á fjalirnar á morgun gegn Fram.vísir/vilhelm Fyrsta keppnisbannið vegna faraldursins var sett á um miðjan mars í fyrra. Æfingar voru þá einnig bannaðar, allt fram í byrjun maí, en keppni var leyfð á nýjan leik 25. maí. Körfuknattleikssambandið brást strax við og blés tímabilið í körfuboltanum af 18. mars. Handknattleikssambandið fór sömu leið hálfum mánuði síðar. Fresta þurfti upphafi Íslandsmótsins í fótbolta fram í júní. Stutt stopp síðasta sumar en lengsta hlé sögunnar hófst í október Á allra fyrstu leikjum fótboltasumarsins máttu 200 áhorfendur vera í hverju „sóttvarnahólfi“. Þeim var svo fjölgað í 500 í hverju hólfi strax 15. júní. Keppni hélt áfram óhindrað í júní og júlí, og útlit var fyrir fjölgun áhorfenda áður en smitum fjölgaði hratt í lok júlí. Þá var gert hlé á æfingum og keppni til 14. ágúst. Eftir að keppni hófst að nýju voru áhorfendur fljótlega leyfðir, eða 100 í hverju hólfi frá 28. ágúst, og 200 frá 5. september. Valsmenn hefja titilvörn sína í Pepsi Max-deild karla eftir níu daga, eða 30. apríl, gegn ÍA.VÍSIR/VILHELM Mánuði síðar, eða snemma í október, tók hins vegar við lengsta íþróttabann í sögu lýðveldisins. Í fyrstu voru íþróttir innandyra á höfuðborgarsvæðinu bannaðar en frá og með 20. október gilti algjört íþróttabann á höfuðborgarsvæðinu og 31. október hóf bannið að gilda um allt land. KSÍ blés mót sín af vegna þessa, án þess að tekist hefði að klára alla leiki. Íþróttafólk um allt land hafði svo þurft að bíða í 40 daga eftir því að geta hafið æfingar að nýju þegar það var leyft 10. desember. Ekki mátti þó spila leiki strax. Þegar keppni hófst svo að nýju í Dominos-deild kvenna 13. janúar höfðu liðið 99 dagar án kappleikja á Íslandi, ef frá eru taldar undanþágur vegna landsleikja og leikja í Evrópukeppnum félagsliða. Áhorfendur voru ekki leyfðir á leikjum fyrr en 24. febrúar, þá 200 í hverri stúku. Ört var því leikið í íþróttahúsum landsins og á gervigrasvöllum utandyra, frammi fyrir áhorfendum, í einn mánuð þar til síðasta bann tók gildi 25. mars.
Samkomubann á Íslandi Dominos-deild kvenna Dominos-deild karla Olís-deild karla Olís-deild kvenna Pepsi Max-deild karla Pepsi Max-deild kvenna Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Alfreð klæddist kvennatreyjunni á leiknum við Ísland Handbolti „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Handbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Fleiri fréttir Segir Amorim ekki geta gert kraftaverk Arsenal jafnaði rúmlega aldargamalt félagsmet Jafnteflin ríkjandi í Meistaradeildinni í kvöld Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Liverpool vann risaslaginn Meistararnir lágu á heimavelli Sneypuför danskra til Lundúna Natasha semur við nýliða Grindavíkur/Njarðvíkur Cunha eða Mbeumo? Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Ráku lærlinga sem fögnuðu marki í beinni Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Mickelson blandast aftur inn í innherjasvikamál David Beckham aðlaður: „Ég gæti ekki verið stoltari“ Fram líka fljótt að finna nýja ást Viðtal Kjartans við Carrick: „Þolinmæðin minni og dómharkan meiri í hverri viku“ Steini um martraðarriðilinn: „Ekki draumaandstæðingar“ Veggmynd af Alexander-Arnold skemmd: „Bless, rotta“ Bikarmeistararnir fara norður Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Gyökeres ekki með Arsenal í Prag Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Þjálfari Alberts rekinn Of kalt til að Ísland geti mætt Noregi og Svíþjóð Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Sjáðu glæsilegan einleik Ndiayes og jöfnunarmarkið frá Xhaka „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Ronaldo kveðst vera betri en Messi: „Vil ekki vera hógvær“ Sjá meira