„Hún er bara krakki!“: Sextán ára svört stúlka skotin til bana af lögreglumanni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 21. apríl 2021 07:26 Lögregla birti í gær klippur úr upptöku „líkamsmyndavélar“ lögreglumannsins. AP Lögreglumaður skaut sextán ára gamla svarta stúlku til bana í Ohio í Bandaríkjunum í gær. Að sögn fjölskyldu stúlkunnar hafði hún hringt eftir aðstoð þegar hópur „eldri krakka“ veittist að henni. Atvikið átti sér stað skömmu áður en dómur var kveðinn upp í málinu gegn Derek Chauvin. Lögreglan í Columbus hefur ekki staðfest að það hafi verið stúlkan sem bað um aðstoð lögreglu en hún hefur birt brot úr myndskeiði sem tekið var upp með myndavél sem lögreglumaðurinn sem skaut stúlkuna bar á sér. Beiðni um aðstoð lögreglu barst kl. 16.30 og sagði sá sem hringdi að hópur stúlkna væri við heimilið að reyna að „stinga þær og leggja hendur á þær“. Lögregla kom á vettvang kl. 16.44 en lögreglustjórinn Michael Woods sagði að fyrrnefnd myndbandsupptaka sýndi stúlkuna, Ma'Khia Bryant, halda á hníf og ýta tveimur stúlkum. Sagði hann að lögreglumennirnir hefðu talið hana vera að reyna að stinga stúlkurnar. Upptakan sýnir lögreglumanninn yfirgefa bifreið sína og ganga að hópi fólks sem hrópar og kallar í þyrpingu í heimreið. „Hvað er í gangi?“ spyr hann en sekúndum seinna brjótast út átök milli Bryant og annarrar stúlku. Bryant sést hrinda stúlkunni í jörðina og ganga að annarri stúlku og ýta henni á bifreið í heimreiðinni. „Leggist niður!“ hrópar lögreglumaðurinn þrisvar, tekur upp byssu og skýtur að minnsta kosti fjórum sinnum í áttina að Bryant. Maður sem stendur til hliðar heyrist þá kalla: „Hún er bara krakki!“ Efnt var til mótmæla í Ohio í gær eftir að fregnir bárust af harmleiknum.AP Bryant var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn segja við tvo félaga sína að Bryant hefði haldið á hníf og veist að annarri stúlkunni. Woods sagði rannsókn myndu leiða í ljós hvort lögreglumaðurinn brást rétt við. Hann varaði við því að atvikið væri nýskeð og enn væri verið að afla upplýsinga. Yfirvöld sögðust hafa viljað birta myndbandsupptökuna strax til að tryggja „gegnsæi“ en hins vegar var ljóst að upptakan hafði verið klippt til áður en henni var deilt með fjölmiðlum. Efnt var til mótmæla þegar fregnir bárust af harmleiknum en margir sem tóku þátt höfðu verið á leiðinni á fjöldafund í miðbæ Columbus til að fagna niðurstöðunni í málinu gegn Derek Chauvin. Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Atvikið átti sér stað skömmu áður en dómur var kveðinn upp í málinu gegn Derek Chauvin. Lögreglan í Columbus hefur ekki staðfest að það hafi verið stúlkan sem bað um aðstoð lögreglu en hún hefur birt brot úr myndskeiði sem tekið var upp með myndavél sem lögreglumaðurinn sem skaut stúlkuna bar á sér. Beiðni um aðstoð lögreglu barst kl. 16.30 og sagði sá sem hringdi að hópur stúlkna væri við heimilið að reyna að „stinga þær og leggja hendur á þær“. Lögregla kom á vettvang kl. 16.44 en lögreglustjórinn Michael Woods sagði að fyrrnefnd myndbandsupptaka sýndi stúlkuna, Ma'Khia Bryant, halda á hníf og ýta tveimur stúlkum. Sagði hann að lögreglumennirnir hefðu talið hana vera að reyna að stinga stúlkurnar. Upptakan sýnir lögreglumanninn yfirgefa bifreið sína og ganga að hópi fólks sem hrópar og kallar í þyrpingu í heimreið. „Hvað er í gangi?“ spyr hann en sekúndum seinna brjótast út átök milli Bryant og annarrar stúlku. Bryant sést hrinda stúlkunni í jörðina og ganga að annarri stúlku og ýta henni á bifreið í heimreiðinni. „Leggist niður!“ hrópar lögreglumaðurinn þrisvar, tekur upp byssu og skýtur að minnsta kosti fjórum sinnum í áttina að Bryant. Maður sem stendur til hliðar heyrist þá kalla: „Hún er bara krakki!“ Efnt var til mótmæla í Ohio í gær eftir að fregnir bárust af harmleiknum.AP Bryant var flutt á sjúkrahús þar sem hún var úrskurðuð látin. Á upptökunni heyrist lögreglumaðurinn segja við tvo félaga sína að Bryant hefði haldið á hníf og veist að annarri stúlkunni. Woods sagði rannsókn myndu leiða í ljós hvort lögreglumaðurinn brást rétt við. Hann varaði við því að atvikið væri nýskeð og enn væri verið að afla upplýsinga. Yfirvöld sögðust hafa viljað birta myndbandsupptökuna strax til að tryggja „gegnsæi“ en hins vegar var ljóst að upptakan hafði verið klippt til áður en henni var deilt með fjölmiðlum. Efnt var til mótmæla þegar fregnir bárust af harmleiknum en margir sem tóku þátt höfðu verið á leiðinni á fjöldafund í miðbæ Columbus til að fagna niðurstöðunni í málinu gegn Derek Chauvin.
Bandaríkin Black Lives Matter Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Segir Pútín hafa valdið sér „miklum vonbrigðum“ Sviptu hulunni af skósveinum GRU sem sendu sprengjur í flugvélar Eltihrellir sat fyrir lögregluþjónum og skaut þrjá til bana Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Hans Enoksen er látinn Telja að manngerð hlýnun hafi valdið 16.500 viðbótardauðsföllum í sumar 80.000 lögreglumenn í viðbragðsstöðu vegna boðaðra mótmæla í dag Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Fundu Guð í App store Nýr kókaínkóngur í Mexíkó Segir Kennedy hafa rekið sig fyrir að standa við vísindaleg heilindi Fjarlægðu skýrslu um pólitískt ofbeldi hægri öfgamanna Vatnaskil í dönskum varnarmálum: Ætla að kaupa langdræg vopn í fyrsta sinn Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Segir að Navalní hafi verið myrtur í fangelsinu Bein útsending: Rauða dreglinum rúllað út fyrir Trump Evrópa sein með nýtt loftslagsmarkmið vegna óeiningar Opna tímabundna flóttaleið Ráðast í frekari rannsókn á andláti kvennanna sem létust í Laos Trump fær konunglegar móttökur í Bretlandi „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Sjá meira
Menningarmálaráðherrann ósáttur og vill skrúfa fyrir fjármagn til ísraelsku kvikmyndaverðlaunanna
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“