Tekist á um sóttvarnaaðgerðir í Víglínunni Heimir Már Pétursson skrifar 25. apríl 2021 16:30 Inga Sæland formaður Flokks fólksins hefði viljað nánast loka landamærunum strax í upphafi covid 19 faraldursins. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins segir bólusetningar það langt komnar að hægt væri að slaka verulega á sóttvarnatakmörkunum. Stöð 2/Einar Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra fer yfir stöðuna í baráttunni gegn covid 19 veirunni hjá Heimi Má Péturssyni fréttamanni í Víglínunni í dag. Þá takast þær Sigríður Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins og Inga Sæland formaður Flokks fólksins á um ólík sjónarmið í baráttuni í þættinum. Það urðu tímamót í aðgerðum stjórnvalda í baráttunni við covid 19 þegar Alþingi samþykkti lög snemma morguns á sumardaginn fyrsta. Heilbrigðisráðherra fer yfir aðdragandann að setningu laganna og horfurnar framundan næstu vikurnar. Þá mæta þær Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins í þáttinn en þær eru konur öndverðra skoðna hvað aðgerðir gegn veirunni varðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á 75 prósent þjóðarinnar hafi að minnsta kosti fegnið fyrri bólusetningarsprautuna um miðjan júní. Þá verði hægt að slaka nánast á öllum sóttvarnaaðgerðum.Stöð 2/Einar Ríkisstjórninn kynnti frumvarp á þriðjudag sem veitti heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra heimild til að herða mjög reglur á landamærunum að undangengnum tillögum frá sóttvarnalækni. Mörgum fannst tillögurnar ruglingslegar í byrjun og tóku þær nokkrum breytingum í meðförum þingsins. Sótttvarnalæknir hefur síðan lagt fram tillögur til ráðherra sem munu taka gildi með reglugerðum heilbrigðis- og dómsmálaráðherra á þriðjudag. Samkvæmt þeim er fólk frá hááhættusvæðum skyldað til að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi á milli skimana eftir komuna til landsins. Þá verða ónauðsynleg ferðalög frá þessum svæðum til Íslands bönnuð með nokkrum undanþágum sem þó lúta stífum reglum. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um heimildir til hertra aðgerða á landamærum.Stöð 2/Einar Frumvarp ríkisstjórnarinnar fékk misjafnar undirtektir og settu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrirvara við það þegar það var afgreitt út úr þingflokki. Þótt frumvarpið hafi verið afgreitt með hraði eins og flest frumvörp af þessu tagi tóku umræður í nefnd ásamt annarri og þriðju umræðu um tólf klukkustundir og frumvarpið varð ekki að lögum fyrr en klukkan hálf fimm að morgni sumardagsins fyrsa, daginn sem lögin tóku jafnframt gildi. Inga Sæland vill að allir sem koma til landsins lúti eftirliti í sóttkví hvort sem það er í sóttvarnahúsi eða á eigin kostnaði í heimahúsi.Stöð 2/Einar Sigríður Á. Andersen var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hún telur hægt að fara vægar í sakirnar í ljósi þess að búið sé að verja viðkvæmustu hópana í samfélaginu með bólusetningum. Inga Sæland hefur hins vegar talað fyrir því að loka landamærunum nánast alveg og skylda alla þá sem þó mættu koma til landsins til að fara í sóttkví undir eftirliti í sóttvarnahúsi. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40. Þátturinn fer á Stöð 2+ efnisveituna fljótlega eftir útsendingu. Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Þrettán greindust innanlands og allir í sóttkví Þrettán greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Enginn greindist á landamærum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 25. apríl 2021 10:47 Segja faraldrinum lokið í Bretlandi en staðan aldrei verri á Indlandi Þriðja daginn í röð var slegið vafasamt met í fjölda dauðsfalla af völdum covid-19 á Indlandi. Á sama tíma hafa sérfræðingar lýst því yfir að faraldrinum sé lokið á Bretlandi. 24. apríl 2021 13:01 Sautján greindust smitaðir og einn utan sóttkvíar Sautján greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær, þar af var einn sem var ekki í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Tveir greindust á landamærunum. 24. apríl 2021 10:22 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Það urðu tímamót í aðgerðum stjórnvalda í baráttunni við covid 19 þegar Alþingi samþykkti lög snemma morguns á sumardaginn fyrsta. Heilbrigðisráðherra fer yfir aðdragandann að setningu laganna og horfurnar framundan næstu vikurnar. Þá mæta þær Inga Sæland formaður Flokks fólksins og Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins í þáttinn en þær eru konur öndverðra skoðna hvað aðgerðir gegn veirunni varðar. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra er bjartsýn á 75 prósent þjóðarinnar hafi að minnsta kosti fegnið fyrri bólusetningarsprautuna um miðjan júní. Þá verði hægt að slaka nánast á öllum sóttvarnaaðgerðum.Stöð 2/Einar Ríkisstjórninn kynnti frumvarp á þriðjudag sem veitti heilbrigðisráðherra og dómsmálaráðherra heimild til að herða mjög reglur á landamærunum að undangengnum tillögum frá sóttvarnalækni. Mörgum fannst tillögurnar ruglingslegar í byrjun og tóku þær nokkrum breytingum í meðförum þingsins. Sótttvarnalæknir hefur síðan lagt fram tillögur til ráðherra sem munu taka gildi með reglugerðum heilbrigðis- og dómsmálaráðherra á þriðjudag. Samkvæmt þeim er fólk frá hááhættusvæðum skyldað til að fara í sóttkví í sóttvarnahúsi á milli skimana eftir komuna til landsins. Þá verða ónauðsynleg ferðalög frá þessum svæðum til Íslands bönnuð með nokkrum undanþágum sem þó lúta stífum reglum. Sigríður Á. Andersen þingmaður Sjálfstæðisflokksins var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar um heimildir til hertra aðgerða á landamærum.Stöð 2/Einar Frumvarp ríkisstjórnarinnar fékk misjafnar undirtektir og settu nokkrir þingmenn Sjálfstæðisflokksins fyrirvara við það þegar það var afgreitt út úr þingflokki. Þótt frumvarpið hafi verið afgreitt með hraði eins og flest frumvörp af þessu tagi tóku umræður í nefnd ásamt annarri og þriðju umræðu um tólf klukkustundir og frumvarpið varð ekki að lögum fyrr en klukkan hálf fimm að morgni sumardagsins fyrsa, daginn sem lögin tóku jafnframt gildi. Inga Sæland vill að allir sem koma til landsins lúti eftirliti í sóttkví hvort sem það er í sóttvarnahúsi eða á eigin kostnaði í heimahúsi.Stöð 2/Einar Sigríður Á. Andersen var eini stjórnarþingmaðurinn sem greiddi atkvæði gegn frumvarpi ríkisstjórnarinnar. Hún telur hægt að fara vægar í sakirnar í ljósi þess að búið sé að verja viðkvæmustu hópana í samfélaginu með bólusetningum. Inga Sæland hefur hins vegar talað fyrir því að loka landamærunum nánast alveg og skylda alla þá sem þó mættu koma til landsins til að fara í sóttkví undir eftirliti í sóttvarnahúsi. Víglínan er á dagskrá Stöðvar 2 klukkan 17:40. Þátturinn fer á Stöð 2+ efnisveituna fljótlega eftir útsendingu.
Víglínan Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Alþingi Tengdar fréttir Þrettán greindust innanlands og allir í sóttkví Þrettán greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Enginn greindist á landamærum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 25. apríl 2021 10:47 Segja faraldrinum lokið í Bretlandi en staðan aldrei verri á Indlandi Þriðja daginn í röð var slegið vafasamt met í fjölda dauðsfalla af völdum covid-19 á Indlandi. Á sama tíma hafa sérfræðingar lýst því yfir að faraldrinum sé lokið á Bretlandi. 24. apríl 2021 13:01 Sautján greindust smitaðir og einn utan sóttkvíar Sautján greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær, þar af var einn sem var ekki í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Tveir greindust á landamærunum. 24. apríl 2021 10:22 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Að bugast á hálf nöktum ferðamönnum og beita sektum Erlent Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent Fleiri fréttir Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Sjá meira
Þrettán greindust innanlands og allir í sóttkví Þrettán greindust með covid-19 innanlands í gær og þar af voru allir í sóttkví. Enginn greindist á landamærum. Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum frá almannavarnadeild ríkislögreglustjóra. 25. apríl 2021 10:47
Segja faraldrinum lokið í Bretlandi en staðan aldrei verri á Indlandi Þriðja daginn í röð var slegið vafasamt met í fjölda dauðsfalla af völdum covid-19 á Indlandi. Á sama tíma hafa sérfræðingar lýst því yfir að faraldrinum sé lokið á Bretlandi. 24. apríl 2021 13:01
Sautján greindust smitaðir og einn utan sóttkvíar Sautján greindust smitaðir af kórónuveirunni innanlands í gær, þar af var einn sem var ekki í sóttkví, samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum. Tveir greindust á landamærunum. 24. apríl 2021 10:22