Þakklátir Húsvíkingar moka peningum í RÚV Snorri Másson skrifar 25. apríl 2021 19:12 Heimsfrægð er handan við hornið fyrir Húsavík, sem á lag á Óskarsverðlaununum í kvöld. Húsvíkingar opna hátíðina klukkan 22.38. Vísir/Vilhelm Óskarsverðlaunin verða sýnd í Ríkissjónvarpinu í kvöld eftir að samningar náðust við Disney á síðustu stundu. Húsvíkingar fagna því vitanlega mjög að verðlaunahátíðin verði á dagskrá í íslensku sjónvarpi og í þakklætisskyni við RÚV fyrir að hafa landað samningunum, fylltu húsvísk fyrirtæki auglýsingapláss kvöldsins. „Það var bara einhver samtakamáttur sem greip um sig hjá okkur af því að RÚV fékk ósanngjarnan díl á þessu, þannig að allir keyptu bara auglýsingar fyrir kvöldið,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri á Húsavík sem hefur haft mikla aðkomu að málefnum Óskarsverðlaunanna í bænum undanfarið. „RÚV töluðu hart fyrir okkar máli til að fá sýningarréttinn en fengu hann á síðustu stundu, þannig að þeir gátu auðvitað ekki selt auglýsingar í þetta. Þess vegna vildu fyrirtæki hér sýna þakklæti. Þær verða áberandi auglýsingarnar frá Húsavík í kvöld og það hafa sennilega aldrei jafnmörg fyrirtæki frá bænum auglýst á einu kvöldi í sjónvarpinu,“ segir Örlygur. Hótelstjórinn og Eurovision-aðdáandinn Örlygur Hnefill Örlygsson er búinn að vera á fullu í tengslum við Óskarsverðlaunin undanfarið.Stöð 2 Upphitun hefst kl. 22.30 á RÚV í kvöld og sjálf verðlaunaathöfnin á miðnætti. Húsvíkingar opna hátíðina með sinni útgáfu af laginu Husavik úr Netflix-mynd Will Ferrel, þar sem stúlknakór bæjarins syngur með hinni sænsku Molly Sandén. Það atriði á að hefjast klukkan 22.38. Lagið Husavik er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokki frumsaminna sönglaga. Bærinn er orðinn heimsfrægur af þessum sökum og mun það verða til þess að auka hróðurinn ef hann hreppir styttuna, sem ætti að koma í ljós nokkru eftir miðnætti í kvöld. Íslendingar eiga annan fulltrúa á Óskarnum í kvöld, nefnilega Gísla Darra Halldórsson, sem tilnefndur er til verðlaunanna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið. Hann er staddur í Los Angeles í Kaliforníu og mætir á hátíðina í kvöld. Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Óskarinn Norðurþing Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32 Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Húsvíkingar fagna því vitanlega mjög að verðlaunahátíðin verði á dagskrá í íslensku sjónvarpi og í þakklætisskyni við RÚV fyrir að hafa landað samningunum, fylltu húsvísk fyrirtæki auglýsingapláss kvöldsins. „Það var bara einhver samtakamáttur sem greip um sig hjá okkur af því að RÚV fékk ósanngjarnan díl á þessu, þannig að allir keyptu bara auglýsingar fyrir kvöldið,“ segir Örlygur Hnefill Örlygsson, safnstjóri á Húsavík sem hefur haft mikla aðkomu að málefnum Óskarsverðlaunanna í bænum undanfarið. „RÚV töluðu hart fyrir okkar máli til að fá sýningarréttinn en fengu hann á síðustu stundu, þannig að þeir gátu auðvitað ekki selt auglýsingar í þetta. Þess vegna vildu fyrirtæki hér sýna þakklæti. Þær verða áberandi auglýsingarnar frá Húsavík í kvöld og það hafa sennilega aldrei jafnmörg fyrirtæki frá bænum auglýst á einu kvöldi í sjónvarpinu,“ segir Örlygur. Hótelstjórinn og Eurovision-aðdáandinn Örlygur Hnefill Örlygsson er búinn að vera á fullu í tengslum við Óskarsverðlaunin undanfarið.Stöð 2 Upphitun hefst kl. 22.30 á RÚV í kvöld og sjálf verðlaunaathöfnin á miðnætti. Húsvíkingar opna hátíðina með sinni útgáfu af laginu Husavik úr Netflix-mynd Will Ferrel, þar sem stúlknakór bæjarins syngur með hinni sænsku Molly Sandén. Það atriði á að hefjast klukkan 22.38. Lagið Husavik er tilnefnt til Óskarsverðlauna í flokki frumsaminna sönglaga. Bærinn er orðinn heimsfrægur af þessum sökum og mun það verða til þess að auka hróðurinn ef hann hreppir styttuna, sem ætti að koma í ljós nokkru eftir miðnætti í kvöld. Íslendingar eiga annan fulltrúa á Óskarnum í kvöld, nefnilega Gísla Darra Halldórsson, sem tilnefndur er til verðlaunanna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið. Hann er staddur í Los Angeles í Kaliforníu og mætir á hátíðina í kvöld.
Eurovision Eurovision-mynd Will Ferrell Óskarinn Norðurþing Auglýsinga- og markaðsmál Ríkisútvarpið Tengdar fréttir Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32 Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00 Mest lesið Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Innlent Indland gerir árás á Pakistan Erlent Moskítóflugur muni koma til Íslands Innlent Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Innlent Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Innlent Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Erlent Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Innlent Konan í Bríetartúni komin á götuna Innlent Fleiri fréttir Vilja að ríkisstarfsmenn starfi til 73 ára aldurs Alþingi hafi mistekist að tryggja þjóðinni eðlilegan hlut Boða sprengingar við Hvammsvirkjun í allt sumar Moskítóflugur muni koma til Íslands Áberandi ráðamenn „keppist við að hnykla vöðva sína, beita hótunum og þvingunum“ Ekki inni í myndinni að fyrirkomulag hvalveiða haldist óbreytt Fékk rætin skilaboð vegna veðmála eftir að hafa klikkað á vítum Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Álfurinn í landsliðsbúningi í ár Líflátshótanir í kjölfar veðmála og óttaslegin eftir útburð Þrír fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys við Smáralind Ekki talin yfirvofandi hætta en maðurinn geti orðið hættulegur Núverandi fyrirkomulag „virðist hylma yfir ábyrgð og gagnsæi“ Ítarleg skýrsla á borði ráðherra Inga skipar konu í stað karls í stjórn HMS Óboðlegt að vera „friðardúfur“ í kosningabaráttu og horfa síðan þögul á „hryllingsmynd í beinni“ Líkur á nýju gosi munu aukast þegar líða fer á haustið „Því miður er þetta þrautalending“ Reikningum Flokks fólksins lokað um stund „Hún gat ekki gefið neinar skýringar á þessu, hvorki mér né lögreglunni“ Konan í Bríetartúni komin á götuna Hækkandi matarverð hringir bjöllum hjá ráðherra Viðvörunarbjöllur óma vegna verðhækkana Lítur það grafalvarlegum augum ef ráðherra fari ekki að lögum Treystir Ingu til að leggja mat á hæfi stjórnarmanna og að lögum sé fylgt Konungshjónin tóku á móti Höllu og Birni Hasar við Bríetartún 20: Verið að bera konuna út „Þetta er salami-leiðin“ Gunnlaugur Claessen er látinn Bætir í vind og úrkomu í kvöld Sjá meira
Fetar ekki í fótspor Bjarkar á Óskarnum: „Ef ég væri með þetta hugrekki mætti ég í hrafnabúningi“ Gísli Darri Halldórsson, sem tilnefndur er til Óskarsverðlauna fyrir stuttteiknimyndina Já fólkið, er staddur í Los Angeles í Kaliforníu vegna verðlaunahátíðarinnar sem fer þar fram í kvöld. Hann segist mjög spenntur fyrir hátíðinni en þó mest stressaður yfir því hvað hann ætti að segja vinni hann verðlaunin. 25. apríl 2021 14:32
Stóra stundin fyrir Húsavík, Já fólkið og Eggert Óskarsverðlaunin fara fram í 93. skipti í kvöld. Netflix kvikmyndin Mank fékk flestar tilnefningar í ár eða tíu talsins. 25. apríl 2021 09:00