Daði fær silfurplötu í Bretlandi Stefán Árni Pálsson skrifar 27. apríl 2021 15:31 Daði með silfrið. Hann er kominn í hóp þekktustu tónlistarmanna Íslands í Bretlandi. Daði Freyr hefur fengið silfurplötu í Bretlandi fyrir lagið Think About Things. Um er að ræða söluviðurkenningu sem vottar að lagið seldist í 200 þúsund eintökum þar í landi. wow thank you! pic.twitter.com/Vrh0XYCvBo— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) April 27, 2021 Daði náði þeim áfanga í lok janúar en lagið kom út í apríl í fyrra. Think About Things náði miklum vinsældum í Bretlandi í fyrra og var alls sex vikur á topp 40 vinsældalistanum. Klippa: Daði Freyr (Daði & Gagnamagnið) - Think About Things Í dag eru þrjár vikur í fyrra undanúrslitakvöld Eurovision. Daði og Gagnamagnið koma fram á því seinna fyrir hönd Íslands með lagið 10 Years. Það fer fram fimmtudagskvöldið 20. maí í Ahoy höllinni í Rotterdam. Daði kominn í flottan hóp Aðrir íslenskir listamenn sem hafa náð þessum árangri með sölu smáskífa í Bretlandi eru Björk, Sigur Rós, Kaleo og Of Monsters and Men. Daði er því sá fimmti á þann lista. Of Monsters and Men eru þau einu sem hafa náð þessum áfanga með tveimur lögum. Little Talks sem kom út í febrúar 2012 fékk að lokum tvöfalt platínum og lagið Dirty Paws sem kom út í apríl sama ár náði silfri. Björk Guðmundsdóttir náði gulli fyrir lagið It's Oh So Quiet sem kom út í nóvember 1995. Hoppípolla kom út í september 2005 og fengu Sigur Rós að lokum silfurplötu fyrir það. Kaleo náðu svo gulli með lagi sínu Way Down We Go sem kom út í september 2015. Athygli vekur þó að Daði var furðu fljótur að ná þessum áfanga miðað við mörg af hinum íslensku lögunum sem hafa náð honum. Í þessu samhengi ber að nefna viðurkenningar sem hafa hlotist fyrir sölu á plötum í fullri lengd. Björk trónir þar á toppnum en hún hefur verið verðlaunuð fyrir sölu á sjö plötum. Síðan Sigur Rós fimm, Of Monsters and Men tveimur og Kaleo einni. Upplýsingarnar eru fengnar af vef BPI, British Phonographic Industry. Eurovision Íslendingar erlendis Menning Björk Of Monsters and Men Kaleo Sigur Rós Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira
wow thank you! pic.twitter.com/Vrh0XYCvBo— Daði Freyr 🥑 (@dadimakesmusic) April 27, 2021 Daði náði þeim áfanga í lok janúar en lagið kom út í apríl í fyrra. Think About Things náði miklum vinsældum í Bretlandi í fyrra og var alls sex vikur á topp 40 vinsældalistanum. Klippa: Daði Freyr (Daði & Gagnamagnið) - Think About Things Í dag eru þrjár vikur í fyrra undanúrslitakvöld Eurovision. Daði og Gagnamagnið koma fram á því seinna fyrir hönd Íslands með lagið 10 Years. Það fer fram fimmtudagskvöldið 20. maí í Ahoy höllinni í Rotterdam. Daði kominn í flottan hóp Aðrir íslenskir listamenn sem hafa náð þessum árangri með sölu smáskífa í Bretlandi eru Björk, Sigur Rós, Kaleo og Of Monsters and Men. Daði er því sá fimmti á þann lista. Of Monsters and Men eru þau einu sem hafa náð þessum áfanga með tveimur lögum. Little Talks sem kom út í febrúar 2012 fékk að lokum tvöfalt platínum og lagið Dirty Paws sem kom út í apríl sama ár náði silfri. Björk Guðmundsdóttir náði gulli fyrir lagið It's Oh So Quiet sem kom út í nóvember 1995. Hoppípolla kom út í september 2005 og fengu Sigur Rós að lokum silfurplötu fyrir það. Kaleo náðu svo gulli með lagi sínu Way Down We Go sem kom út í september 2015. Athygli vekur þó að Daði var furðu fljótur að ná þessum áfanga miðað við mörg af hinum íslensku lögunum sem hafa náð honum. Í þessu samhengi ber að nefna viðurkenningar sem hafa hlotist fyrir sölu á plötum í fullri lengd. Björk trónir þar á toppnum en hún hefur verið verðlaunuð fyrir sölu á sjö plötum. Síðan Sigur Rós fimm, Of Monsters and Men tveimur og Kaleo einni. Upplýsingarnar eru fengnar af vef BPI, British Phonographic Industry.
Eurovision Íslendingar erlendis Menning Björk Of Monsters and Men Kaleo Sigur Rós Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið Fasteignasalar og ofurskvísur í Októberfest stemningu Lífið Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Lífið Fleiri fréttir Ekkert rapplag á topp 40 í fyrsta sinn í 35 ár „Lélegur í að fela hvernig mér líður og bera harm minn í hljóði“ Breytti um nafn eftir djúpa ástarsorg Spila jólalög allan sólarhringinn fram að jólum Gervigreindarsvikarar reyna að hagnast á íslenskum stjörnum Katrín Odds og Þorgerður ástfangnar á frumsýningu Englar Birnis frumsýndir og heimildarmynd á leiðinni Sleppti tökunum á ástarsorgarplötu aldarinnar Lofar hlustendum jákvæðri og skemmtilegri stemmingu Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar „Þetta er ömurleg fjárhagsleg ákvörðun“ Borgarstjóri og bombur í brjálaðri GusGus-gleði Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Íslenskar stjörnur heiðra Bítlana Frumsýning á Vísi: Iceguys trylla þjóðina enn og aftur í nýju myndbandi Baunar á kókaða söngkonu fyrir baktal Sjá meira