Óttast stórslys vegna mikils ágangs á reiðstígum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 29. apríl 2021 20:01 Hulda Geirsdóttir biður fólk um að virða merkingar á reiðvegum. Vísir/Arnar Hestamenn hafa áhyggjur af auknum ágangi á reiðvegum í höfuðborginni, sem geti leitt til stórslysa. Dæmi eru um að hjólreiða- og motorcrossfólk nýti sér stígana sem hefur leitt til þess að knapar veigri sér við að fara í útreiðartúra. Hulda G. Geirsdóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, eftir að hafa mætt fjölmörgum; gangandi, hlaupandi og hjólandi, á sérmerktum reiðstígum í útreiðartúr sínum í gær. Hún bendir á að vegirnir séu kyrfilega merktir og byggðir upp fyrir fé hestamannafélaganna. „Og svo sáum við til hóps fólks sem stóð þarna á reiðveginum með hestana sína og þar voru motorcross-hjól búin að spæna þar um og það endaði með því að fólk varð hreinlega að henda sér af baki til þess að koma í veg fyrir stórslys. Þeir stoppuðu ekki, sinntu engum merkjum og valda stórhættu með þessu framferði,“ segir Hulda í samtali við fréttastofu. Hjörtur Bergstað tekur undir áhyggjur Huldu og segir áganginn allt of mikinn, sem skapi umtalsverða slysahættu.Vísir/Arnar Lítið megi út af bregða Hulda tekur fram að hestar séu í eðli sínu flóttadýr og að lítið megi út af bregða til þess að hesturinn rjúki af stað. „Það er ekkert grín að detta af hesti sem tekur á rás,“ segir Hulda, sem er félagi í Spretti í Kópavogi. Sama virðist vera upp á teningnum í Fáki í Víðidal, að sögn Hjartar Bergstað, formanns Fáks. „Fólk er farið að velja sér svolítið tímann til þess að fara út. Seinni partinn, eftir klukkan 16 á daginn, þegar fólk er búið í vinnu og svoleiðis þá flykkist fólk út að hreyfa sig og maður heyrir mikið á fólki að það er mikið hrætt,“ segir Hjörtur. Allir þurfi að sýna tillit Þau segja áganginn hafa verið vandamál lengi en hafa aukist í heimsfaraldrinum þegar líkamsræktarstöðvum var lokað. Bæði kalla þau eftir tillitssemi beggja vegna en einnig aukinni vitund. „Ég held það þurfi fyrst og fremst fræðslu, hvernig hestamenn eiga að umgangast hjólreiðafólk og hlaupafólk, og akkúrat öfugt,“ segir Hjörtur. Hulda segir að taka þurfi samtal svo hægt sé að bæta öryggi og samskipti meðal fólks. „Hestamenn eiga ekki að vera á göngustígum sem þeir mega ekki vera á. Og þeir sem villast inn á reiðstígana þurfa bara að hægja á sér og stöðva og helst víkja út í kant,“ segir hún. „Það er engin hætta á því að reiðhjólið þitt eða buggy-bíllinn þinn bregðist eitthvað illa við. Hestinum getur brugðið en farartækin gera ekki neitt. Hestar Hjólreiðar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira
Hulda G. Geirsdóttir vakti athygli á málinu á Facebook-síðu sinni í gær, eftir að hafa mætt fjölmörgum; gangandi, hlaupandi og hjólandi, á sérmerktum reiðstígum í útreiðartúr sínum í gær. Hún bendir á að vegirnir séu kyrfilega merktir og byggðir upp fyrir fé hestamannafélaganna. „Og svo sáum við til hóps fólks sem stóð þarna á reiðveginum með hestana sína og þar voru motorcross-hjól búin að spæna þar um og það endaði með því að fólk varð hreinlega að henda sér af baki til þess að koma í veg fyrir stórslys. Þeir stoppuðu ekki, sinntu engum merkjum og valda stórhættu með þessu framferði,“ segir Hulda í samtali við fréttastofu. Hjörtur Bergstað tekur undir áhyggjur Huldu og segir áganginn allt of mikinn, sem skapi umtalsverða slysahættu.Vísir/Arnar Lítið megi út af bregða Hulda tekur fram að hestar séu í eðli sínu flóttadýr og að lítið megi út af bregða til þess að hesturinn rjúki af stað. „Það er ekkert grín að detta af hesti sem tekur á rás,“ segir Hulda, sem er félagi í Spretti í Kópavogi. Sama virðist vera upp á teningnum í Fáki í Víðidal, að sögn Hjartar Bergstað, formanns Fáks. „Fólk er farið að velja sér svolítið tímann til þess að fara út. Seinni partinn, eftir klukkan 16 á daginn, þegar fólk er búið í vinnu og svoleiðis þá flykkist fólk út að hreyfa sig og maður heyrir mikið á fólki að það er mikið hrætt,“ segir Hjörtur. Allir þurfi að sýna tillit Þau segja áganginn hafa verið vandamál lengi en hafa aukist í heimsfaraldrinum þegar líkamsræktarstöðvum var lokað. Bæði kalla þau eftir tillitssemi beggja vegna en einnig aukinni vitund. „Ég held það þurfi fyrst og fremst fræðslu, hvernig hestamenn eiga að umgangast hjólreiðafólk og hlaupafólk, og akkúrat öfugt,“ segir Hjörtur. Hulda segir að taka þurfi samtal svo hægt sé að bæta öryggi og samskipti meðal fólks. „Hestamenn eiga ekki að vera á göngustígum sem þeir mega ekki vera á. Og þeir sem villast inn á reiðstígana þurfa bara að hægja á sér og stöðva og helst víkja út í kant,“ segir hún. „Það er engin hætta á því að reiðhjólið þitt eða buggy-bíllinn þinn bregðist eitthvað illa við. Hestinum getur brugðið en farartækin gera ekki neitt.
Hestar Hjólreiðar Reykjavík Kópavogur Mest lesið Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Innlent Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Erlent Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Innlent Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Erlent Tugir drukknuðu og margra enn saknað Erlent Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Innlent Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Innlent Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Innlent Fleiri fréttir Þyrluáhöfn kölluð út til að fylgjast með umferðinni „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Bónus og Prís virða frídag verslunarmanna en aðrir ekki Fimm vistaðir í fangaklefa eftir hópslagsmál Þórisvatn fullt í fyrsta skipti í sex ár Íslenskar konur gáfu nýjan búning á fjallkonuna í Gimli Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Sjá meira