Leikmenn ÍR eru ekki nógu góðir til að spila í efstu deild Andri Már Eggertsson skrifar 30. apríl 2021 22:00 Kristinn var ósáttur með hversu lítið sínir menn lögðu á sig. Vísir/Elín ÍR féll endanlega úr Olís deildinni í kvöld eftir 26 - 32 tap á móti Gróttu. Kristinn Björgúlfsson þjálfari ÍR var afar svekktur með liðið sitt eftir tap kvöldsins. „Þó við föllum tölfræðilega í kvöld, þá vorum við löngu fallnir úr deildinni og því eru tilfinningarnar mínar ekkert öðruvísi eftir þennan leik. Það er fínt að við séum endanlega fallnir því það er enginn í mínu liði sem er nógu góður til að spila í Olís deildinni," sagði Kristinn eftir leik. ÍR átti góðan fyrri hálfleik og lék liðið afar vel um miðjan fyrri hálfleik þar sem þeir komust mest 12 - 9 yfir. „Á þessum kafla spiluðum við eins og menn, við þorðum að fara í aðgerðir. Við fáum síðan á okkur 3 - 0 kafla rétt fyrir hálfleik sem við fylgdum eftir með ömurlegum seinni hálfleik, þar sem við einfaldlega þorðum ekki," sagði Kristinn og bætti við að léleg skot ÍR kveiktu í Stefáni markverði Gróttu. Kristinn Björgúlfsson tók leikhlé þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum þar sem hann lét það vel í sér heyra að flestir íbúar Breiðholts hafa eflaust heyrt öskrin í honum. „Ég hef engann áhuga á því að vera alltaf að tapa leikjum, ég legg á mig hellings vinnu fyrir þetta lið dag og nótt en fæ aldrei neitt greitt fyrir það." Kristinn sagði að munurinn á ÍR og Gróttu væri að leikmenn Gróttu hafa lagt talsvert meira á sig en hans menn sem skilur liðin að. „Leikmenn ÍR leggja ekki nægilega mikið á sig, ástæðan fyrir því að Grótta eru með öll sín stig er vegna þess að þeir eru duglegir og vinnusamir sem er vel gert hjá þeim." „Það er bæði innan sem utan vallar sem mitt lið er ekki að leggja næginlega mikið á sig, þetta helst allt í hendur. Ég hef oft talað um að við klikkum mikið á dauðafærum, það er hægt að rétt ýminda sér hvernig færa nýtingin er á æfingum hjá okkur," sagði Kristinn að lokum og bætti við að ÍR er bara Grill lið. ÍR Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
„Þó við föllum tölfræðilega í kvöld, þá vorum við löngu fallnir úr deildinni og því eru tilfinningarnar mínar ekkert öðruvísi eftir þennan leik. Það er fínt að við séum endanlega fallnir því það er enginn í mínu liði sem er nógu góður til að spila í Olís deildinni," sagði Kristinn eftir leik. ÍR átti góðan fyrri hálfleik og lék liðið afar vel um miðjan fyrri hálfleik þar sem þeir komust mest 12 - 9 yfir. „Á þessum kafla spiluðum við eins og menn, við þorðum að fara í aðgerðir. Við fáum síðan á okkur 3 - 0 kafla rétt fyrir hálfleik sem við fylgdum eftir með ömurlegum seinni hálfleik, þar sem við einfaldlega þorðum ekki," sagði Kristinn og bætti við að léleg skot ÍR kveiktu í Stefáni markverði Gróttu. Kristinn Björgúlfsson tók leikhlé þegar tæplega 10 mínútur voru eftir af leiknum þar sem hann lét það vel í sér heyra að flestir íbúar Breiðholts hafa eflaust heyrt öskrin í honum. „Ég hef engann áhuga á því að vera alltaf að tapa leikjum, ég legg á mig hellings vinnu fyrir þetta lið dag og nótt en fæ aldrei neitt greitt fyrir það." Kristinn sagði að munurinn á ÍR og Gróttu væri að leikmenn Gróttu hafa lagt talsvert meira á sig en hans menn sem skilur liðin að. „Leikmenn ÍR leggja ekki nægilega mikið á sig, ástæðan fyrir því að Grótta eru með öll sín stig er vegna þess að þeir eru duglegir og vinnusamir sem er vel gert hjá þeim." „Það er bæði innan sem utan vallar sem mitt lið er ekki að leggja næginlega mikið á sig, þetta helst allt í hendur. Ég hef oft talað um að við klikkum mikið á dauðafærum, það er hægt að rétt ýminda sér hvernig færa nýtingin er á æfingum hjá okkur," sagði Kristinn að lokum og bætti við að ÍR er bara Grill lið.
ÍR Olís-deild karla Handbolti Íslenski handboltinn Mest lesið Uppgjörið: ÍBV - Vestri 0-2 | Vestramenn aftur á toppinn Íslenski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Enski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Fleiri fréttir Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Uppgjörið: Fram - FH 34-33 | Fram í úrslit eftir tvíframlengdan leik Selfoss skaust aftur upp í Olís-deildina Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita