Mörgum milljörðum komið undan: „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur“ Birgir Olgeirsson og Nadine Guðrún Yaghi skrifa 5. maí 2021 13:49 Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Skattrannsóknarstjóri telur að einn milljarður hafi tapast í fyrra vegna nokkurra mála sem eru til rannsóknar sem tengjast skipulögðum glæpahópum. Talið sé að mörgum milljörðum sé komið undan á ári hverju með slíkri svikastarfsemi. Í Kompás er fjallað um skipulagða glæpastarfsemi og margvíslega áhrif hennar á íslenskt samfélag. Lögreglan er á því að þetta sé ein mesta ógn sem steðjar að samfélagi okkar. Skattrannsóknastjóri rannsakar brot sem tengjast skiplögðum glæpum og varða útgáfu tilhæfulausra reikninga þar sem fyrirtæki, jafnvel með engan rekstur á bak við sig, eru nýtt til að koma peningum undan skatti. Í mörgum tilfellum eru leppar hafðir sem eigendur fyrirtækjanna, þeir gefa út reikning á annað fyrirtæki sem greiðir upphæðina. Hún er tekin út í reiðufé og skilað til þeirra sem greiddu reikninginn. Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar. „Sem nota þá í þeim tilgangi að lækka sína skattbyrði. Að greiða út svört laun, til að ná út fjármunum úr rekstrinum. Þetta sjáum við mikið í auknum mæli síðustu árin," segir Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Varnaðaráhrifin hafi lítið að segja. „Í skattsvikamálum þá færðu skilorðsbundinn dóm og háar fésektir sem fást ekki greiddar og það er hægt að taka það út í samfélagsþjónustu. Þannig er verið að milda refsinguna til muna." Vilji er fyrir því innan embættisins að geta brugðist strax við grunsamlegu athæfi fyrirtækja en eins og sakir standa geta liðið mörg ár þar til eitthvað sé hægt að gera eins og lagaumhverfið er í dag. „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur, við sjáum þetta gerast og það þarf að grípa strax inn í," segir Theodóra Emilsdóttir. Kompás Skattar og tollar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira
Í Kompás er fjallað um skipulagða glæpastarfsemi og margvíslega áhrif hennar á íslenskt samfélag. Lögreglan er á því að þetta sé ein mesta ógn sem steðjar að samfélagi okkar. Skattrannsóknastjóri rannsakar brot sem tengjast skiplögðum glæpum og varða útgáfu tilhæfulausra reikninga þar sem fyrirtæki, jafnvel með engan rekstur á bak við sig, eru nýtt til að koma peningum undan skatti. Í mörgum tilfellum eru leppar hafðir sem eigendur fyrirtækjanna, þeir gefa út reikning á annað fyrirtæki sem greiðir upphæðina. Hún er tekin út í reiðufé og skilað til þeirra sem greiddu reikninginn. Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar. „Sem nota þá í þeim tilgangi að lækka sína skattbyrði. Að greiða út svört laun, til að ná út fjármunum úr rekstrinum. Þetta sjáum við mikið í auknum mæli síðustu árin," segir Theodóra Emilsdóttir, settur skattrannsóknastjóri. Varnaðaráhrifin hafi lítið að segja. „Í skattsvikamálum þá færðu skilorðsbundinn dóm og háar fésektir sem fást ekki greiddar og það er hægt að taka það út í samfélagsþjónustu. Þannig er verið að milda refsinguna til muna." Vilji er fyrir því innan embættisins að geta brugðist strax við grunsamlegu athæfi fyrirtækja en eins og sakir standa geta liðið mörg ár þar til eitthvað sé hægt að gera eins og lagaumhverfið er í dag. „Þetta er að gerast fyrir framan nefið á okkur, við sjáum þetta gerast og það þarf að grípa strax inn í," segir Theodóra Emilsdóttir.
Tilhæfulausir reikningar Þegar búið er að þvætta peningana á bílaþvottastöðinni vilja glæpahóparnir koma þeim undan skattinum. Þá stofna þeir annað félag; segjum t.d. sápufyrirtæki, sem er þó með engan rekstur á bak við sig. Sápufyrirtækið er notað í þeim eina tilgangi að gefa út reikninga á bílaþvottastöðina fyrir háar fjárhæðir. Bílaþvottastöðin greiðir sápufyrirtækinu og eigandi sápufyrirtækisins fer í bankann, tekur út upphæðina í reiðufé og skilar henni aftur til eigenda bílaþvottastöðvarinnar.
Kompás Skattar og tollar Mest lesið Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Innlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Furðar sig á viðvaningshætti í Washington og segir fundinn óþarfan Erlent Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Innlent Fleiri fréttir Einn handtekinn vegna gruns um íkveikju Ný Miðgarðakirkja vígð í Grímsey Dvalarleyfiskerfið „handónýtt“: Erlent verkafólk leiti í vændi til að ná endum saman Átta utanríkisráðherrar fordæma hernámið á Gasa Mikill eldur í gömlu timburhúsi á Skaganum Tveir leigubílstjórar sviptir ökuréttindum við Keflavíkurflugvöll Viðvaningsháttur Trump-liða, próflausir leigubílstjórar og vel heppnuð ganga Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Deilt um ESB og Sólveig Anna ræðir útlendingafrumvarp Níu gistu fangageymslur í nótt Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Pallaball fram á rauðanótt: „Farðu og finndu fólkið þitt!“ Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Sjá meira