Ölvun og ofsaakstur í aðdraganda banaslyss Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. maí 2021 14:31 Frá vettvangi slyssins þann 23. júlí í fyrra. Rannsóknarnefnd samgönguslysa Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í banaslys á Norðausturvegi á Norðurlandi eystra í júlí í fyrra var undir áhrifum áfengis, ekki í bílbelti og ók á allt að 160 kílómetra hraða á klukkustund. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem ítrekar fyrri ábendingar um ökumenn setjist aldrei undir stýri eftir að hafa neytt áfengis. Það var að kvöldi 23. júlí sem Misubishi Outlander fólksbifreið var ekið á ofsahraða norður Norðausturveg. Rétt sunnan við vegamótin við Hófaskarðsleið missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni í mjúkri vinstri beygju með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum hægra megin og valt nokkrar veltur. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, var ekki spenntur í öryggisbelti og kastaðist hann út úr bifreiðinni. Hann lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Glæfraakstur tilkynntur Engin vitni voru að slysinu en ökumaðurinn hafði skömmu fyrir slysið tekið á mikilli ferð fram úr annarri bifreið. Farþegi í þeirri bifreið tilkynnti glæfraakstur til lögreglunnar skömmu áður en bifreiðin sem hann var í kom að slysinu. Veður var þungbúið og það rigndi þetta kvöld. Bifreiðin var skoðuð eftir slysið. Hún var útbúin hálfslitnum ónegldum vetrarhjólbörðum en ekkert kom fram í skoðun sem gæti skýrt orsök slyssins. Hámarkshraði á veginum er 90 km/klst við bestu aðstæður en hraðaútreikningar rannsóknarnefndar benda til þess að ökuhraðinn hafi verið yfir 160 km/klst rétt fyrir slysið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir ofan hraðan vera eina af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni. Of margir spenni ekki beltin „Undanfarin ár hefur akstur undir áhrifum áfengis verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind neytenda og skynjun umhverfis. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast,“ segir í skýrslunni. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.“ Sömuleiðis séu vanhöld á notkun öryggisbelta ein af helstu orsökum banaslysa í umferðinni. Samgönguslys Umferðaröryggi Norðurþing Tengdar fréttir Ökumaður bílsins sem hafnaði utan Norðausturvegar látinn Ökumaður bíls sem hafnaði utan Norðausturvegar í nótt er látinn. 24. júlí 2020 14:46 Alvarlegt umferðarslys í Núpasveit í nótt Alvarlegt umferðarslys varð á Norðausturvegi, vegi 85, í nótt. 24. júlí 2020 08:44 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Það var að kvöldi 23. júlí sem Misubishi Outlander fólksbifreið var ekið á ofsahraða norður Norðausturveg. Rétt sunnan við vegamótin við Hófaskarðsleið missti ökumaðurinn stjórn á bifreiðinni í mjúkri vinstri beygju með þeim afleiðingum að bifreiðin fór út af veginum hægra megin og valt nokkrar veltur. Ökumaðurinn, sem var einn í bifreiðinni, var ekki spenntur í öryggisbelti og kastaðist hann út úr bifreiðinni. Hann lést af völdum áverka sem af slysinu hlutust. Glæfraakstur tilkynntur Engin vitni voru að slysinu en ökumaðurinn hafði skömmu fyrir slysið tekið á mikilli ferð fram úr annarri bifreið. Farþegi í þeirri bifreið tilkynnti glæfraakstur til lögreglunnar skömmu áður en bifreiðin sem hann var í kom að slysinu. Veður var þungbúið og það rigndi þetta kvöld. Bifreiðin var skoðuð eftir slysið. Hún var útbúin hálfslitnum ónegldum vetrarhjólbörðum en ekkert kom fram í skoðun sem gæti skýrt orsök slyssins. Hámarkshraði á veginum er 90 km/klst við bestu aðstæður en hraðaútreikningar rannsóknarnefndar benda til þess að ökuhraðinn hafi verið yfir 160 km/klst rétt fyrir slysið. Rannsóknarnefnd samgönguslysa segir ofan hraðan vera eina af algengustu ástæðum banaslysa í umferðinni og ítrekar nefndin mikilvægi þess að ökumenn aki ekki hraðar en hámarkshraði og aðstæður leyfa hverju sinni. Of margir spenni ekki beltin „Undanfarin ár hefur akstur undir áhrifum áfengis verið algeng orsök banaslysa í umferðinni. Eins og alþekkt er hafa vímuefni áhrif á dómgreind neytenda og skynjun umhverfis. Áfengismagn í blóði þarf ekki að vera mikið til að áhrifin skerði einbeitingu hins ölvaða, sjónsvið minnkar og fjarlægðarskyn versnar. Eftir því sem ölvun eykst, lengist viðbragðstími og hreyfistjórnun og rökvísi skerðast,“ segir í skýrslunni. „Rannsóknarnefnd samgönguslysa ítrekar fyrri ábendingar um akstur undir áhrifum áfengis. Að mati nefndarinnar er nauðsynlegt að koma þeim skilaboðum áfram á framfæri við ökumenn að þeir aki ekki undir neinum kringumstæðum eftir að hafa neytt áfengis.“ Sömuleiðis séu vanhöld á notkun öryggisbelta ein af helstu orsökum banaslysa í umferðinni.
Samgönguslys Umferðaröryggi Norðurþing Tengdar fréttir Ökumaður bílsins sem hafnaði utan Norðausturvegar látinn Ökumaður bíls sem hafnaði utan Norðausturvegar í nótt er látinn. 24. júlí 2020 14:46 Alvarlegt umferðarslys í Núpasveit í nótt Alvarlegt umferðarslys varð á Norðausturvegi, vegi 85, í nótt. 24. júlí 2020 08:44 Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent Birti mynd af sér í páfaskrúða Erlent Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent „Vona að þú sofir vel“ Innlent Fleiri fréttir Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu „Ég meina, hann er að missa fyrirtækið sitt“ Sjá meira
Ökumaður bílsins sem hafnaði utan Norðausturvegar látinn Ökumaður bíls sem hafnaði utan Norðausturvegar í nótt er látinn. 24. júlí 2020 14:46
Alvarlegt umferðarslys í Núpasveit í nótt Alvarlegt umferðarslys varð á Norðausturvegi, vegi 85, í nótt. 24. júlí 2020 08:44